föstudagur, desember 24, 2004

Þótt að klukkan sé ekki orðin 6 þá ætla ég samt að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Takk fyrir frábærar stundir á árinu sem er að líða.
Snúður tók smá forskot á pakkaopnun þegar að hann fann pakkann sinn (by the way lengst undir öllu pakkaflóðinu) og tætti hann í sig til þess að geta fengið harðfiskinn sem var í pakkanum. Algjört krútt.
Mér finnst nú reyndar mjög skrýtið að vera ekki með Árna þessi jól. Fyrstu jólin okkar gift og fyrstu jólin sem við erum ekki saman. En það verður bara að hafa það, ég hitti hann auðvitað seinna í kvöld en samt pínku leiðinlegt.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jibbí, ég er búin að ná Vinnusálfræðikúrsinum mínum. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að við áttum að vera að leysa ákveðið vandamál fyrir eitt fyrirtæki. Það var í raun ekkert vandamál hjá þessu fyrirtæki þannig að við gátum í raun ekki leyst neitt og kennarinn sagði okkur í síðasta tímanum að við hefðum bara átt að segja við fyrirtækið að þau væru ekki með neitt vandamál þannig að þau þyrftu ekkert á okkar hjálp að halda. Við bara ha!! Þegar að maður fær úthlutað verkefni í skólanum þá klárar maður það verkefni, maður hættir ekkert við á miðri leið. En allavega, ég fékk staðið (það var aftur bara gefið staðið eða fallið).

þriðjudagur, desember 21, 2004

Það er svo frábært að vera komin heim til Íslands og hitta alla. Alveg meiriháttar. Það er samt búið að vera alveg stíf dagskrá síðan við komum en það er bara gaman :).
Á laugardagskvöldið var 25 ára afmæli hjá Helgu vinkonu þar sem að maður hitti eiginlega alla vinina á einu brett, alveg yndislegt sko. Á sunnudag var 2 ára afmæli hjá Adam og þar hitti maður fjölskylduna sína :). Eftir afmælið skrifuðum við Árni á 60 jólakort, eins gott að við gerum þetta ekki á hverju ári en við erum allavega búin að senda þau öll, vei vei.
Í gær hitti ég svo nokkrar vinkonur á Tapas barnum, um nammi namm. Ekkert smá góður matur og frábær félagsskapur.
En tíminn líður bara allt of hratt, jólin eru bara alveg að koma og þá styttist í að Árni fari einn aftur til Danmerkur. Ég verð hinsvegar í mánuð til viðbótar ;).

fimmtudagur, desember 16, 2004

Heimaprófið búið!! Verkefnið mitt var semsagt þetta: A discussion and comparison of Klerman & Weissman’s interpersonal psychology and Beck’s cognitive therapy as a treatment for unipolar depression.
Ég á bara eftir að prenta út lokaútgáfuna og skila því á hádegi á morgun. Árni er svo líka búinn að skila seinasta verkefninu sínu fyrir jólafrí eftir aðeins 36 tíma vöku :s. Ég gæti aldrei haldið mér vakandi svona lengi í einu.
Annars var þetta bara fínn dagur, ég og Árni kíktum niður í bæ og eigum núna bara eina jólagjöf eftir. Svo ákváðum við að splæsa á okkur LOTR: The Return of The King (extended edition). Þannig að þegar að ég verð búin að skila heimaprófinu á morgun og við verðum búin að pakka, ætlum við að horfa á myndina, ég get varla beðið sko.
Svo þurfum við bara að vakna klukkan 5:30 á laugardagsmorgun, taka strætó klukkan 6:00, lestina 7:02 og flugvélin fer klukkan 13:20. Svo lendum við í Keflavík klukkan 15:30, jibbí. Hlakka til að knúsa ykkur öll.
Við verðum bæði með sömu símanúmer og áður en við fluttum.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Jej, búin að fá að vita að ég náði próffræði áfanganum mínum. Við fáum bara staðið eða fallið þannig að ég veit í rauninni ekkert hvernig mér gekk með verkefnið mitt, bara mjög ánægð að hafa náð :).

mánudagur, desember 13, 2004

Já gleymdi að segja eitt. Ég sakna Snúðarins okkar svooooo mikið. Ég get varla beðið eftir að sjá hann og knúsa hann. Svo er hann alltaf svo skemmtilegur um jólin, ræðst á kúlurnar á jólatrénu og veltir því næstum um koll (mamma er mjög ánægð með það, tíhí) og svo þegar að pakkarnir eru komnir undir tréð þá er sko langskemmtilegast að hoppa á þeim og leika sér að slaufunum. Alveg yndislegastur í heimi þessi kisi.

Ég er gjörsamlega að klepra á þessu heimaprófi. Ég er nokkurn veginn búin fyrir utan að ég á eftir að gera lokaorð og lesa yfir. Það sem fer í taugarnar á mér að ég hef ekki samvisku í að skila fyrir 17. des þannig að ég þarf að hanga með það yfir mér alveg þangað til. Ég er nú stundum einum of samviskusöm.
Svo fáum við hjónin í skóinn frá jólasveininum en af því að við erum orðin svo gömul þá fáum við bara annan hvorn dag, semsagt Árni byrjaði á að fá í skóinn, svo fékk ég í morgun o.s.frv. Árni fékk hrikalega sætt kisudagatal og ég fékk rosalega flottan jólasvein jej.
En svo styttist alltaf í heimkomu og ég er gjörsamlega að fara á límingunum, ég hlakka svo til. Ég kíkti einmitt til Karenar og Grétars í gær til að kveðja þau en þau fóru til Íslands í morgun. Ég hefði sko alveg verið til í að fara með þeim (þótt að það muni bara 5 dögum).
En svo ákváðum við að Árni myndi panta sér ferð aftur til Danmerkur 1. jan kl. 8:00. Þannig að hann þarf ekki að vera einn í öðru landi á gamlárskvöld, frekar lærir hann bara heima milli jóla og nýárs. Ég er auðvitað mjög ánægð með það :).

laugardagur, desember 11, 2004

Tengdamamma mín á stórafmæli í dag en hún er fimmtug. Til hamingju með afmælið Ingibjörg mín, þú færð pakkann eftir viku :).
Annars er alveg ekkert að gerast á þessu heimili. Ég er búin að fá heimaprófið mitt og ég er bara heima að vinna það og Árni er á fullu að klára verkefni sem hann á að skila 15. des. Þannig að heimilislífið á þessum bæ er voðalega melló þessa dagana.
Annars var Árni að fá þær fréttir að fyrsta prófið hans verður á milli 3. - 6. jan. og hann lenti auðvitað í því að vera í því 3. jan. Þannig að hann verður líklegast að fara heim 30. des eða eitthvað þannig til að geta lært eitthvað (og þurfa ekki að eyða jólafríinu heima í að læra) þannig að við eyðum gamlárskvöldinu ekki saman og þar að auki í sitthvoru lagi :(. Ekki alveg nógu gaman fyrir Árnann minn.
Og svo kem ég ekkert aftur til Danmerkur fyrr en 21. jan líklegast. Þannig að hann verður aleinn í þrjár vikur :( en hann er reyndar í prófum til 20. jan þannig að ég hefði ekkert annað að gera hérna en að trufla hann (þar sem að minn skóli byrjar ekki fyrr en um miðjan febrúar og ég klára öll próf í desember).

þriðjudagur, desember 07, 2004

Helga vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með 25 ára afmælið elsku Helga mín. Það eru bara 11 dagar þangað til að ég get knúsað þig :). Annars hlakka ég alveg gífurlega mikið til að komast heim og fara sama kvöld í afmæliveisluna til Helgu, það verður geggjað stuð.
Það er nú voðalega lítið annað að frétta, er ekkert búin að fara í skólann (þar sem að öll kennsla er búin) og ég fæ ekki heimaprófið fyrr en á morgun. Þannig að ég ætla bara að segja þetta gott.

sunnudagur, desember 05, 2004

Búin með tvo kúrsa af þremur, jibbí. Reyndar veit ég nú ekki hvort að ég hef staðist þá (fæ bara einkunnina staðist eða ekki staðist) en það reddast vonandi. Mér gekk semsagt alveg ágætlega að flytja verkefnið okkar. Allir Danirnir sögðu að þeir hefðu alveg skilið mig, að ég hefði reyndar talað dálítið hratt og líka hljómað dálítið norsk ;). En það var auðvitað fyrir mestu að þeir skildu mig.
Ég var núna bara að koma af jólahlaðborðinu og það var ekkert smá gaman. Rosalega góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Hinsvegar var ekki gaman að horfa á gamanleikritið sem kom á eftir matnum vegna þess að maður skildi ekkert allt. Þar sem að Íslendingarnir sátu allir saman þá var okkar borð frekar þögult þegar að hin borðin sprungu úr hlátri yfir einhverjum brandaranum :). Örugglega frekar skondið að sjá okkur þarna.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Jæja, bara tveir dagar eftir af skólanum og þá kemur 4 daga frí áður en heimaprófið byrjar. Þessir tveir seinustu dagar verða nú dálítið strembnir þar sem að ég og hópurinn minn erum að fara að flytja verkefnið okkar í Vinnusálfræði á morgun. Ég á semsagt að lesa kynninguna á verkefninu okkar fyrir u.þ.b. 20 manns og það á dönsku!! Ég hlýt að hafa verið á lyfjum þegar að ég samþykkti þetta. Vonandi á þetta samt eftir að reddast, reyndar er hópurinn minn alveg búinn að bjóðast til þess að hjálpa mér ef mig rekur í vörðurnar þannig að það er gott að vita af því.
Á föstudaginn er svo síðasti kennsludagur í Vinnusálfræði og þar eigum við að segja hvernig okkur hafi fundist verkefnið vera, hvernig kúrsinn var, hvernig hópurinn vann saman o.s.frv. Þannig að ég hlakka mjög til klukkan 4 á föstudag af því að þá er verkefnið búið og kennsla líka :).
Svo skila ég líka öðru verkefni á föstudag og þá er ég búin með tvo kúrsa, jej. Við skilum semsagt bara einu stóru verkefni í hverjum kúrs þannig að það er voðalega næs að það sé búið.
Á laugardaginn er svo Julefest hjá sálfræðideildinni, nokkurs konar jólahlaðborð. Flestallir íslensku sálfræðinemarnir ætla að fara þannig að ég ákvað bara að skella mér með líka og hlakka bara til. Eins gott að slappa líka aðeins af áður en 9 daga heimaprófið mitt byrjar þar sem að við fáum 2 spurningar, eigum að velja aðra og skrifa 10 bls. langt svar :s.
En semsagt allir að hugsa vel til mín klukkan 5 á morgun af því að þá byrjar kynningin á verkefninu okkar.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Við vorum að skríða fram úr rúminu og klukkan er að verða þrjú. Jesús minn, hvað það er hægt að sofa mikið stundum. En það var ekkert smá gaman í gær. Við hittum Karen og Grétar niðri í bæ og horfðum á jólasveininn aka framhjá og kasta í okkur nammi :). Svo var kveikt á öllum jólaljósunum á Strikinu í einu og það var ekkert smá flott. Enda eru þetta víst eitthvað um 500.000 perur.
Svo var farið að fá sér að borða og við enduðum á McDonalds, rosalega fínt :). Reyndar löbbuðum við um allan bæ fyrst til að reyna að finna annan stað en það var troðfullt á öllum stöðum bara.
Kvöldið endaði svo á að fara í bíó á Bridget Jones og oh my god hvað hún er góð. Ég lá í kasti yfir þó nokkuð mörgum atriðum.
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og ég er komin í voðalega lítið jólaskap miðað við venjulega. Ég er nú reyndar búin að kaupa flestar jólagjafirnar og maður komst pínkulítið meira jólaskap þegar að kveikt var á jólaljósunum í gær en mér finnst samt vanta eithvað. Veit samt í raun ekki hvað það er. Held að það sé að við tókum ekkert jólaskraut með okkur og allavega hjá mér eru svo margar minningar bundnar við jólaskrautið þannig að mér finnst svo æðislegt að setja það upp. Ég er nú reyndar búin að kaupa dálítið af jólaskrauti hérna úti en eins og ég segi, mér finnst vanta eitthvað.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ásta er komin til Árósa og það var ekkert smá frábært að sjá hana :). Við tvær fórum niður í bæ í dag og versluðum jólagjafir. Ég gat keypt jólagjafir fyrir mömmu og pabba og svo er ég líka búin að kaupa nokkrar jólagjafir fyrir Árna. Þannig að núna eigum við bara eftir að kaupa 5 jólagjafir.
Ásta heimtaði endilega að kaupa handa mér afmælisgjöf þannig að ég fékk spilið Catan (sem er geðveikt skemmtilegt) og bók eftir Noru Roberts. Vei vei.
Við buðum Ástu svo í mat, í piparsteik og tilheyrandi og sátum svo og spiluðum Catan. Ekkert smá gaman.
En annars er bara alltaf að styttast í skil á tveimur verkefnum og svo fer ég í heimapróf frá 8. - 17. des. Þannig að næstu vikur verða frekar busy sem er líklegast bara ágætt af því að þá líður tíminn svo hratt og þá verðum við bara komin heim áður en við vitum af.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Telia Stofa, sem er sjónvarpsfyrirtæki hérna, ákvað að slökkva á kapalnum okkar á miðvikudag þannig að við getum núna bara horft á 4 stöðvar (vorum semsagt með 40 stöðvar). Við hringdum alveg um leið og vildum fá áframhaldandi áskrift (við höfðum nefnilega aldrei borgað neitt, vorum á áskrift þeirra sem bjuggu hérna á undan okkur þannig að lokunin kom svo sem ekkert á óvart). Við héldum að þetta tæki einn dag en nei nei, þá fáum við ekki allar stöðvarnar aftur fyrr en á mánudag :(. Þar sem að þessar 4 stöðvar eru ríkissjónvarpið og aðrar leiðinlegar stöðvar þá erum við búin að vera rosalega dugleg að leigja myndir síðan á miðvikudag. Við erum búin að taka Troy sem er alveg frábær mynd finnst mér, svo tókum við Down with Love en ég sofnaði yfir henni og náði ekki að horfa á hana áður en við áttum að skila en byrjunin lofaði allavega góðu. Svo í kvöld tókum við Mystic River, hlakka rosalega til að horfa á hana.
Svo kemur Ásta á sunnudag. Jej, hlakka geðveikt til að sjá hana. Hún ætlar að vera í Århus í viku (gistir hjá systur sinni) en það verður allavega nógur tími til að hitta hana og gera eitthvað skemmtilegt. Ætla sko að draga hana með mér í Ikea og skoða jólaskraut, vei vei.
Góða helgi allir saman. (P.S. Minna en mánuður þangað til að við komum heim).

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Alveg frábær helgi búin. Helga kom til okkar um tvöleytið á föstudeginum og Árni sótti hana niður á lestarstöð af því að ég var ennþá í skólanum. Það var ekkert smá skrýtið að sjá hana sitja í sófanum hérna þegar að ég labbaði inn. Svo gott að sjá hana :). Föstudagskvöldið var frekar rólegt, sátum bara heima og töluðum saman og fengum okkur smá í glas, rosalega næs. Ég þurfti svo að fara aftur í skólann á laugardeginum þannig að Árni og Helga fóru smá niður í bæ. Við komum svo heim á ca. sama tíma og þá voru þau búin að kaupa til að gera heitt súkkulaði, brauð og marmelaði. Ekkert smá gott, nammi namm.
Planið var svo að fara til Karenar og Grétars í fordrykk og fara svo á eitthvað skrall. Við fórum til þeirra en við stelpurnar þurftum svo mikið að tala saman að það var bara ákveðið að panta pizzu og við enduðum á að vera hjá þeim til þrjú. Ekkert smá gaman að sitja bara og spjalla um allt og hlusta á góða tónlist.
Þetta var nokkurs konar afmælisfagnaður fyrir mig þannig að ég fékk afmælisgjafir frá öllum stelpunum. Ég fékk semsagt rosalega flottan hring og svo saltkvörn í stíl við piparkvörnina okkar. Takk kærlega fyrir mig krúttur.
Núna erum við bara að fá okkur að borða af því að Helga þarf að ná lestinni klukkan 2. Þetta var bara alltof stutt en samt alveg frábært að hún gat komið svona til okkar.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Jæja þá er maður orðinn 25 ára gamall, oh my god :). Dagurinn byrjaði bara vel, fékk þrjá pakka frá Árna mínum, fékk bók, dvd mynd (Bridget Jones´ Diary) og jólastyttu (ekkert smá sæta).
Svo fékk ég pakka bæði frá mömmu og pabba og tengdó. Frá mömmu og pabba fékk ég Dalalíf (bækurnar, ekki myndina), allar 5 bækurnar í rosalega flottum kassa. Auðvitað strax byrjuð að lesa þær (er ekki búin að lesa þær nema svona 3svar). Þetta er semsagt alveg uppáhaldsbókin mín, aðeins um 2.000 bls og alveg ekta ástarsaga.
Frá tengdó fékk ég tvær rosalega fallegar peysur og svo fengum við hjónakornin nammi líka, grænan risaópal, kúlusúkk, flóridabita og hraunbita. Nammi namm.
Svo á Sólveig systir líka afmæli í dag. Pælið í hvað hún var heppin að fá mig í afmælisgjöf fyrir 25 árum síðan :). En til hamingju með afmælið elsku Sollý mín. Við erum búnar að halda upp á afmælin okkar saman undanfarin ár af því að þá þarf fjölskyldan bara að koma á einn stað og ég verð að viðurkenna að ég sakna þess að vera ekki búin að baka rosalega mikið og geta séð alla fölskylduna á einu bretti, sérstaklega á svona degi.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Annar kennsludagur í Vinnusálfræði er búinn og núna var okkur skipt í hópa. Ég lenti í hóp með þremur Dönum sem virtust ekkert vera alltof ánægðir að vera í hóp með Íslending. En það verður bara að hafa það, þau sitja víst uppi með mig. Við fengum líka verkefnið okkar, eigum semsagt að fara í leikskóla og athuga af hverju starfsmennirnir taka ekki ábyrgð á verkefnum sínum. Eigum að fara að hitta forstöðumanninn núna á fimmtudag. Hljómar alveg ágætlega og skemmtilegt að fá að fara út í atvinnulífið.
Það var nú mest lítið gert um helgina, misstum alveg af J-deginum (sem er þegar að jólabjórinn kemur). Þá koma Tuborg trukkar niður í bæ og gefa öllum bjór sem eru þar (akkúrat kl. 20:59). Heyrði einmitt eina sögu af Íslendingum sem voru ekkert að flýta sér í bæinn og mættu ekki fyrr en korter í tíu en þá voru bara allir Tuborg trukkarnir farnir og ekki meiri ókeypis bjór. Alveg týpískt fyrir Íslendinga. Reyndar vissum við alveg af þessum degi en það er svo brjálað að gera hjá Árna að hann hafði ekki tíma til að fara niður í bæ.
Enda þurfum við ekkert meiri bjór af því að við eigum ennþá þrjá kassa af bjór sem að Árni keypti í fótboltaferðinni (greinilega ekki miklir bjórþjambarar sem búa hér). Það verður allavega nógur bjór fyrir Helgu og Ástu þegar að þær koma hingað :). Þetta er reyndar ekki Corona, sorry Helga :)

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Eins og ég bjóst við, ég fann ekki neitt á mig :(. Ég veit samt alveg hvað vantaði, Hrönn var ekki með okkur en það er alveg langbest að fara að versla með henni. Hún finnur nefnilega alltaf eitthvað á mann. Hrönn þarf semsagt bara að koma hingað út :) og þá finn ég pottþétt eitthvað. En þar sem að hún kemur ekki fyrir afmælið mitt þá fæ ég líklegast engin föt í afmælisgjöf frá Árna.

Laufey systir hans Árna á afmæli í dag og er þar af leiðandi í besta stjörnumerkinu :). Til hamingju með afmælið Laufey mín.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ég hlakka svo til á morgun. Þá ætlum ég og Árni niður í bæ og ég fæ að kaupa mér föt í afmælisgjöf, vei vei vei. Vona bara að ég finni eitthvað á mig. Það er nefnilega oftast þannig að þegar að maður ætlar að kaupa sér eitthvað þá finnur maður nákvæmlega ekki neitt.
Við ætlum líka að reyna að finna einhverjar jólagjafir, erum bara búin að kaupa 5, höfum aldrei verið svona sein :).
Í próffræði átti maður að velja sér hópa eftir því efni sem maður hafði mestan áhuga á. Ég valdi mér taugasálfræði og þetta eru bara nokkuð skemmtilegir tímar. Við fengum verkefnið okkar í hendurnar í dag og það er þannig að við fengum niðurstöður úr ýmsum prófum sem einn einstaklingur hafði gert og frá niðurstöðunum af prófunum eigum við að geta sagt um hvort að það sé í raun eitthvað að einstaklingnum, hvaða hluti heilans gæti verið skaddaður o.s.frv. Frekar skemmtilegt að fá svona, erum með alveg raunverulegar niðurstöður þannig að það verður spennandi að vita hvað kemur út úr þessu. Vona bara að við getum greint einstaklinginn rétt ;).

miðvikudagur, október 27, 2004

Lífið hérna í Danmörku er eitthvað voðalega rólegt í augnablikinu. Við gerum nákvæmlega ekkert annað en að fara í skólann, læra, fara í búð og sofa. Geðveikt skemmtilegt að blogga um það :).
Ætli maður sé bara ekki að spara sig þangað til að vinkonurnar koma. Get varla beðið eftir að sjá þær. Fara niður í bæ og á kaffihús og svona, ógó gaman.
Annars var mjög fínt í tíma í gær, kennarinn talaði nefnilega ensku jej. Það var mög gott að vera í tíma þar sem að maður skildi allt og þurfti ekki að rembast við að skilja helminginn af því sem kennarinn sagði. Svo kennir þessi kennari okkur aftur í lok nóvember, gaman gaman.

laugardagur, október 23, 2004

Ingibjörg vinkona er að útskrifast sem lyfjafræðingur í dag. Innilega til hamingju með daginn elsku Ingibjörg. Vildi að við gætum verið heima á Íslandi og fagnað þessu með þér en það verður víst bara að bíða þangað til í desember :).
Annars er nú helst í fréttum að fyrsti tíminn í vinnusálfræði var í gær. Tíminn var semsagt frá 9-4 og gekk alveg ágætlega. Reyndar var ég nú orðið dálítið rugluð í hausnum upp á það síðasta. Ég og Hildur töluðum íslensku saman, Danirnir töluðu dönsku við okkur og við svöruðum þeim á svona mest á ensku en stundum samt á dönsku reyndar. Frekar ruglandi :). Annars lítur þessi kúrs bara vel út og Danirnir eru mjög tillitssamir við okkur.
Svo í kvöld er partý hjá íslensku sálfræðinemenunum. 2. árs nemar buðu 1. árs nemum í partý svo að þeir gætu miðlað af reynslu sinni ;).

fimmtudagur, október 21, 2004

Hjörvar Þór frændi minn er 10 ára í dag, til hamingju með afmælið elsku frændi :).

miðvikudagur, október 20, 2004

Árni fór í fyrsta prófið sitt í dag og stóð sig líka svona svakalega vel. Hann fékk 10, til hamingju með það ástin mín. Einkunnaskalinn í Danmörku er nefnilega frá 13, svo er ekki gefið 12, næst 11 og svo niður úr. Þannig að þetta er svona 8,5 á íslenskum kvarða, ógó flott. Svo á hann að skila ritgerð 1. nóvember og þá er hann búinn í tveimur fögum, frekar skrýtið kerfi.

þriðjudagur, október 19, 2004

Það er bara allt að gerast þessa dagana. Hrönn og Axel voru að spá í að koma til okkar og nýta vildartilboðið sem þau fengu sent en svo hættu þau við því að Axel er svo upptekinn í vinnunni í nóvember (skamm Axel). Svo kom Ásta næst með fréttir að hún ætlaði að koma til okkar og hún kemur líklegast 22. nóv, geðveikt gaman og verður vonandi í viku. Þannig að Helga fer frá okkur 14. nóv og þá er bara vika í að Ásta kemur. Þvílíkt að gerast í heimsóknum.
Svo hef ég alltaf gleymt að segja að mamma og pabbi pöntuðu flug til okkar 14. febrúar og fengu það meira segja á 5 kr. Geðveikt gaman. Það verður svo mikið næs að fá þau hingað :).
Það gekk bara vel í "umræðutímanum" á mánudag. Þetta var semsagt ekki umræðutími heldur bara venjulegur fyrirlestur (bara í aðeins minni hópum), hefði átt að kvíða aðeins meira fyrir.

sunnudagur, október 17, 2004

Búin að setja inn nokkrar niðurtalningar hérna til hægri.

laugardagur, október 16, 2004

Ég gleymdi að óska ömmu til hamingju með afmælið en hún er 94 ára í dag. Til hamingju með afmælið amma mín (ekki að það seu miklar líkur að hún lesi bloggið mitt ;)).

Haustfríið alveg að verða búið og ég er byrjuð að kvíða fyrir því að fara aftur í skólann :(. Umræðutímarnir mínir byrja nefnilega á mánudaginn og svo byrjar Vinnusálfræðikúrsinn minn á föstudag og sá kúrs er í rauninni bara umræðutími líka. En vonandi á þetta allt eftir að reddast.
Annars er ég búin að vera dugleg að læra í haustfríinu og það er rosalega næs að fá svona frí á miðri önn. Karen, Grétar og Anna Heiða komu svo í mat til okkar á fimmtudag og það var ekkert smá gaman að sjá Önnu Heiðu. Við skemmtum okkur rosalega vel og spjölluðum mikið saman. Takk fyrir komuna, you guys.
Annars er alltaf að styttast í afmælisdaginn minn, vei vei vei. Þegar að Árni verður búinn að skila ritgerðinni sinni þá ætlum við að fara niður í bæ og ég má velja mér afmælisgjöf frá honum. Hlakka geðveikt til.
Svo bara til að minna ykkur vinina á þá virkar netfangið mitt alveg fínt (flestir virðast nefnilega halda að það virki ekki af því að ég er búin að fá svona 10 tölvupósta frá vinum mínum síðan að ég flutti út).

miðvikudagur, október 13, 2004

Við erum búin að breyta flugmiðanum okkar!! Við komum semsagt heim 18. des um hálffjögur en förum aftur til Danmerkur 2. jan. Ekkert smá gaman að geta aðeins lengt heimferðina, hlakka svo mikið til að sjá og knúsa alla.

sunnudagur, október 10, 2004

Það er ekkert smá gott að vera í haustfríi, reyndar er ég alveg búin að snúa sólarhringnum við en það er bara gott :).
Ég og Árni fórum á föstudaginn niður í bæ og fengum okkur rjómalagaða fiskisúpu með risarækjum, nammi namm, hún var ekkert smá góð. Svo komu Karen og Grétar í heimsókn þegar að við vorum komin heim og við spjölluðum saman.
Á gær var okkur svo boðið í mat til Karenar og Grétars og svo fórum við Karen í stelpupartý. Það var ekkert smá gaman, alltaf skemmtilegt að hitta hressar stelpur. Við fórum svo þrjár niður í bæ og skemmtum okkur bara ágætlega.
Ég vaknaði svo ekki fyrr en klukkan hálftvö í dag (ekki alveg nógu gott) og lærði smá en fór svo að elda. Eldaði semsagt piparsteik með bökuðum kartöflum, sveppasósu og salati, nammi namm, ógó gott.
Svo er bara mánuður í dag þangað til að mín verður 25 ára, vei vei vei. En ætli ég verði ekki að halda áfram að læra núna svo að ég geti fylgt læruplaninu mínu.

miðvikudagur, október 06, 2004

Mín bara komin í haustfrí :). Frekar ljúft en það verður samt bara tekið á því og lært mikið. Ég hef aldrei (síðan að ég byrjaði í sálfræðinni) verið svona langt á eftir í að lesa. Og ég er bara í tveimur fögum, frekar fyndið.
Á laugardaginn er stelpupartý hjá Tótu, vinkonu Karenar. Ég hlakka bara mjög til að fara og kynnast fleiri Íslendingum, gaman gaman. Það þýðir að ég þarf að fara niður í bæ og kaupa Asti Martini, ekki alveg að fíla að engin búð nálægt okkur selur vínið mitt :).
Árni ætlar að hafa Star Wars kvöld þá, við vorum nefnilega að kaupa Star Wars Trilogy, ég hef nú séð allar þessar myndir (frekar langt síðan reyndar) og fannst þær mjög skemmtilegar en samt tókst mér að sofna yfir fyrstu myndinni. Þannig að Árni ætlar að nýta tækifærið og horfa á tvær seinustu myndirnar og þá get ég bara horft á þær þegar að ég hef tíma og svona.
P.S. Mæli með laginu hennar Anastaciu, Sick and Tired. Ekkert smá flott lag enda er ég búin að vera með það á replay í allt kvöld :).

sunnudagur, október 03, 2004

Jæja helgin búin. Þetta var samt alveg hin besta helgi. Á föstudaginn förum við hjónin að versla jólagjafir og gátum keypt alveg 5, ekkert smá dugleg. Við keyptum líka húfur á okkur svo að okkur verði ekki kalt á hjólunum okkar. Ekkert smá sæt með húfurnar :).
Á laugardaginn fór Árni til Grétars og Karen um hádegið og setti upp nýju tölvuna þeirra. Ég var eftir heima og lærði smá en fór svo til þeirra um fimmleytið af því að Karen og Grétar ætluðu að bjóða okkur í mat. Og hvílíkur matur, ekkert smá góður kjúklingur, nammi namm. Svo gáfu þau okkur líka brúðkaupsgjöf/innflutningsgjöf. Fengum karöflu frá Rosendahl, dropastoppara og tappa, ekkert smá flott. Takk kærlega fyrir okkur krúsirnar mínar :).
Svo á bara að læra í dag, þ.e.a.s. þegar að maður kemur sér að því að læra.

miðvikudagur, september 29, 2004

Ég á bara yndislegustu foreldra í heimi. Mamma hjálpaði mér rosalega mikið að pakka þegar að við fluttum út og ég var alltaf að finna svona pakka frá þeim inn á milli fatnaðs þegar að ég var að taka upp úr töskunum. Ég er t.d. búin að finna nokkrar úrklippur af Ást er, bók og fleira. En við erum semsagt aldrei búin að taka almennilega úr töskunum og núna var loksins komið nóg pláss til að taka alveg úr töskunum og þá fann ég lítið myndaalbúm með ýmsum myndum af mér og Árna, myndir af mér þegar að ég var lítil, brúðkaupsmyndir af okkur, kisumyndir og auðvitað eldgamlar fjölskyldumyndir.
Það var svo yndislegt að sjá þessar myndir (reyndar fékk Árni hláturskast af sumum myndunum af mér þegar að ég var lítil, skil ekkert í honum, ég var svo sæt með kisugleraugun mín ;)). En ætlaði bara að segja takk elsku mamma og pabbi.

Jæja ég vaknaði í morgun og leið mikið betur og ákvað því að drífa mig í skólann. Fór reyndar með strætó því að ég ætlaði ekki að láta mér slá strax niður. En svo þegar að ég kom heim var auðvitað ekkert til að borða þannig að ég ákvað að hjóla í Fotex og kaupa smá inn. Svo fannst mér eitthvað allt í svo miklu drasli þannig að ég tók aðeins til. Voðalega orkurík eitthvað eftir þessi veikindi.
Árni kom svo heim úr skólanum um fimmleytið og um sjöleytið ákváðum við að hjóla í Ikea og klára loksins að kaupa það sem okkur vantar í heimilið. Við keyptum semsagt sófaborð og hornborð, herðatré og lampa. Einnig keyptum við frekar stóra herðaslá því að það er svo lítið pláss í skápunum okkar að þau föt sem þurfa að hanga á herðatrjám komast ekki öll fyrir. Og við reddum þetta allt heim á hjólunum, geðveikt dugleg. Kassinn utan um herðaslána er t.d. 160 cm langur þannig að þetta var frekar erfitt.
Núna sit ég semsagt og blogga :) á meðan Árni er að setja saman herðaslána.
Svo ætlum við að fara að versla jólagjafir á föstudaginn, vei vei vei. Alveg komin í jólaskapið :).

þriðjudagur, september 28, 2004

Minns er aftur orðinn veikur. Ekki gaman. Ég skil samt ekki að ég sem er aldrei veik er núna búin að vera tvisvar veik á einum og hálfum mánuði.
Mér leið semsagt ekkert alltof vel á föstudaginn, var með smá kvef og höfuðverk en ákvað samt að drífa mig í partý með íslensku sálfræðinemunum. Það var ekkert smá gaman, enginn af strákunum lét sjá sig þannig að þetta var bara ekta stelpupartý, mjög fínt.
En svo á laugardaginn leið mér verr og ég er ekki búin að fara út í fjóra daga, er með dúndrandi höfuðverk allan daginn, hellu fyrir eyrunum og stíflað nef. Ég er nú samt að vona að mér fari að líða betur, ég hata að vera veik. Reyndar er einn kostur við það, Árni gerir allt sem ég bið hann um, fer út í búð að kaupa nammi, eldar og vaskar upp ;). En mér finnst samt betra að vera hraust og gera eitthvað sjálf á heimilinu en að líða svona.
Svo var ég að fá frábærar fréttir. Helga vinkona ætlar líklegast að koma hingað 12. - 14. nóv. Jibbí. Hún kemur semsagt spes til að óska mér til hamingju með afmælið, nei kannski ekki alveg. Hún er að fara að verja lokaritgerðina sína í Svíþjóð vikunni á undan og ætlar að koma með lestinni hingað og fljúga svo bara heim frá Köben. Oh hvað ég hlakka til að sjá hana. Það verður ekkert smá gaman.

fimmtudagur, september 23, 2004

Það er eitthvað voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er búin að vera í miklu fríi frá skólanum því að það eru einhverjar ráðstefnur og ráðstefnurnar eru alltaf í salnum sem okkur er kennt í. Þannig að nokkrir kennsludagar eru búnir að falla niður. Það er samt alveg fínt, er búin að vera dugleg að læra. Reyndar er ég nú ekki sátt við það að ég keypti mér áherslupenna í síðustu viku og þeir eru allir búnir!! Skil það ekki alveg, hvað þeir endast stutt. Ég er nefnilega þannig að ég get ekki lesið án áherslupenna, bara eitthvað sem ég er búin að venja mig á, þannig að núna get ég ekkert lesið. Verð að bíða þangað til á morgun þegar að ég kemst í bæinn.
Svo er haustfríið bráðum að skella á, verð í fríi frá 7. - 17. október. Það verður voðalega næs, en ætli maður verði ekki bara heima að lesa. Við getum örugglega ekki skroppið til Kaupmannahafnar vegna þess að Árni er að fara í próf og þarf að skila ritgerð um leið og haustfríið endar.
Reyndar kvíði ég fyrir því þegar að þriðji kúrsinn minn byrjar. Þá fer ég í Vinnusálfræði. Málið er bara að þessi kúrs byrjar 22. október. Þetta eru semsagt umræðutímar þannig að ég verð að gjöra svo vel að skilja dönskuna alveg (og tala hana) því að einkunnin byggist einungis á virkri þátttöku í tímum. Og það er svo stutt í hann og ég er ekki alveg komin á það stig að skilja dönskuna fullkomlega, hvað þá að tjá mig á henni. En þetta hlýtur að reddast, vonum það allavega.

sunnudagur, september 19, 2004

Þessi helgi er búin að vera frábær. Á föstudaginn fór ég og hitti íslensku sálfræðinemana á fyrsta og öðru ári og það var ekkert smá skemmtilegt. Fórum og fengum okkur að borða og fórum svo á nokkra skemmtistaði. Ég fór reyndar snemma heim (til að ná strætó). Ekkert smá fyndið að taka strætó bæði á djammið og heim líka, mér leið eins og ég væri 17 ára :).
Svo lærði ég aðeins í gær en fór svo til Karenar og við höfðum stelpukvöld sem var ekkert smá næs. Við elduðum pizzu, tókum ekta stelpumynd sem heitir Calendar girls og hún var bara geðveikt góð. Svo borðuðum við líka fullt af nammi og við spjölluðum rosalega mikið. Ég gisti svo bara hjá henni fyrst að við vorum einar um helgina og við vöknuðum ekki fyrr en um tólfleytið, alltof seint :). Núna er ég bara komin heim og ætla að fara að læra. Árni kemur svo heim af fótboltamótinu seinna í dag, hlakka svo til að sjá hann.

miðvikudagur, september 15, 2004


Jæja hérna kemur mynd af snoðuðum Árna :). Hann er ekkert smá sætur, finnst ykkur það ekki?
Ég og Karen fórum niður í bæ í dag og versluðum aðeins, ég fann meira að segja búð sem selur Asti Martini og keypti mér eina, vei vei. Svo settumst við aðeins niður á kaffihúsi og fengum okkur heitt súkkulaði og latte, nammi namm.
Svo á föstudaginn er smá hittingur hjá íslensku sálfræðinemunum. Ég ætla nú að fara og hitta þá, það verður örugglega mjög gaman.

mánudagur, september 13, 2004

Það er nú voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er einhvern veginn ekki kominn í lærugírinn ennþá enda er voðalega skrýtið að vera bara í tveimur fögum (þriðja fagið byrjar ekki fyrr en í október). Þegar að maður hefur lítið að gera þá verður maður eitthvað svo latur.
Við gerðum svo mest lítið um helgina. Karen og Grétar komu reyndar í mat á föstudaginn, ekkert smá gaman að fá þau. Við töluðum bara saman og höfðum það næs. Svo snoðaði Árni sig í gær og er ekkert smá sætur :).
Næstu helgi er svo stelpupartý hjá vinkonu hennar Karenar og mér er boðið með, jei. Það verður örugglega mjög gaman.
Árni er svo kannski að fara með Grétari á eitthvað fótboltamót núna um helgina, ég veit reyndar ekkert hvar það verður en þeir munu gista þar alla helgina. Þannig að ég og Karen ætlum kannski að taka videó og hafa það næs (og borða nammi ;)).

miðvikudagur, september 08, 2004

Mamma mín á afmæli í dag, til hamingju með afmælið elsku mamma. Vildi að ég gæti verið heima og fengið kökur ;).
Svo erum við búin að panta ferð heim, jibbí. Við lendum um hálfellefu 22. des og förum aftur 2. jan klukkan hálfþrjú. Frekar stutt en kerfið hjá Árna er svo skrýtið að hann veit ekkert hvenær hann fer í próf fyrr en í lok október og við getum ekki beðið svo lengi með að panta flugið.
Svo er ég líklegast líka orðin veik, samt ekki með sömu flensu og Árni. Ég er með höfuðverk og virðist vera að fá hálsbólgu.

þriðjudagur, september 07, 2004

Árni er orðinn veikur :(. Ekki gaman. Hann vaknaði í morgun og var að deyja úr beinverkjum og er með hita þannig að hann tók því bara rólega í dag enda átti hann ekkert að mæta í tíma. Við ætluðum að bjóða Karen og Grétari í mat en það verður víst að bíða aðeins.
Ég fór í annan tímann minn í dag og var mjög ánægð að heyra að það eiga ekki að vera æfingatímar á miðvikudögum eins og sagt var. Þannig að ég er í fríi á miðvikudögum, vei vei.

mánudagur, september 06, 2004

Var að fá tölvupóst frá mömmu og pabba og þau eru að segja að Snúðurinn okkar hafi þurft að fara til dýralæknis vegna þess að hann var tvíbitinn á vinstra fæti og þurfti að fá deyfingu og sýklalyf. Æ æ greyið manns, ekki gaman að heyra svona þegar að maður er í öðru landi. En þetta á alveg að lagast, vonum bara það besta. Svo þarf maður að vera inni í þrjá daga, maður er nú örugglega ekkert voðalega sáttur við það.

Það eru tveir sem eiga afmæli í dag. Tengdapabbi er 53 ára, til hamingju með afmælið Einar. Svo er það Snúðurinn minn sem er 2 ára í dag, til hamingju með kisuafmælið elsku Snúður minn. Vildi að ég gæti verið heima og knúsað þig.
Annars var bara mjög gaman í dag, fór í skólann klukkan 2 og var til 5. Skildi nú reyndar mest lítið af því sem kennarinn sagði en það hjálpaði til að kennarinn dreifði útprentuðum glærum og þótt að þær væru á dönsku þá skildi maður aðeins meira en ella.
Svo ætlum við að fara í heimsókn til Karenar og Grétars á eftir og við erum búin að bjóða þeim svo í mat á morgun til að þakka fyrir hjálpsemina í þeim þegar að við fluttum hingað.

föstudagur, september 03, 2004

Vá hvað ég var búin á því í dag. Dagurinn hjá mér byrjaði á því að ég hjólaði og hitti Árna á McDonalds (eftir að hann var búinn í skólanum) og við fengum okkur að borða þar. Svo fórum við í Nettó og keyptum smá inn, fórum heim og skiluðum af okkur vörunum sem við keyptum þar. Eftir það var hjólað í Fotex (til að kaupa það sem ekki var til í Nettó) og hjólað aftur heim með vörur. Svo var hjólað aftur í Fotex, hjólin skilin eftir og við keyptum tvo kassa af bjór (einn kassi er með 30 bjórum og kostar 80 dk). Við röltum svo með það heim í innkaupakörfu, svo var aftur farið í Fotex til að skila körfunni og svo hjólað aftur heim. Og það var svo gott að geta fleygt sér í sófann ;).
Skólinn byrjar á mánudaginn og þá er fríið manns víst búið. Eins gott að reyna að snúa sólarhringnum aftur við svo að maður geti mætt ferskur í skólann.

miðvikudagur, september 01, 2004

Jæja þá er ég búin að komast að þessu varðandi skólann. Ég er semsagt alveg komin inn :) mjög ánægð með það (greinilega bara einhver misskilningur hjá mér) og ég byrja næsta mánudag.
Þetta skólakerfi hérna er samt eitthvað skrýtið, ég valdi á milli klínískrar sálfræði og vinnusálfræði (semsagt hvort ég vildi sérhæfa mig í og ég valdi vinnusálfræði) en samt á ég líka að taka einn kúrs í klínískri. Frekar fyndið, ég spurði hana alveg spes út í það hvort að þetta væri örugglega svona og hún sagði margsinnis já þannig að ég er ekkert að misskilja neitt.
Svo spurði ég hana líka af hverju maður ætti að velja á milli þegar að maður fer svo í bæði og svarið hennar var: Svo að maður geti sérhæft sig. Hjálpaði mér voðalega mikið en ég hef litlar áhyggjur af þessu, ég fer hvort eð er ekkert í vinnusálfræði fyrr en á næstu önn þannig að þá verð ég örugglega búin að skilja þetta kerfi.
Stundaskráin mín er fín, er bara á mánudögum (2-5), þriðjudögum (11-5) og svo á miðvikudögum (11-13), mjög gott.
Svo bætist reyndar nokkrum sinnum við að ég á að fara í skólann á föstudögum og verð þá frá 9-4 og svo líka tvo laugardaga en það verður ekki fyrr en í nóvember.
En allavega, ég er mjög ánægð að þetta skuli vera komið á hreint.
Svo er ég alveg búin að finna uppáhaldsstöðina mína hérna, veit reyndar ekkert hvað hún heitir en hún sýnir gamla Beverly Hills þætti á hverjum degi. Maður liggur í kasti alveg ;).
En ætla að fara að horfa á gamla Sex and The City þætti. Knúsíknús.

mánudagur, ágúst 30, 2004

Hæ hæ það eru komnar nýjar myndir frá Danmörku, endilega kíkið á þær.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Jæja núna erum við búin að vera hérna í nærri tvær vikur og okkur líður bara vel. Ég sakna samt allra sem eru heima en það eru bara fjórir mánuðir þangað til að við komum heim í jólafrí, jibbí.
Annars er nú búið að vera mest lítið að gera hjá mér, fór reyndar á kynningu hjá skólanum en þar sem kynningin var á dönsku skildi ég eiginlega ekkert og pantaði því tíma hjá námsráðgjafa eða eitthvað þannig til að hann gæti skýrt þetta út fyrir mér. Ég á semsagt tíma hjá honum á miðvikudaginn og þá fer þetta nú allt að skýrast, vonandi.
Svo erum við bara búin að vera að slappa af, Árni er strax byrjaður að læra, rosalega duglegur og ég er búin að vera rosalega dugleg að sauma í jólakrosssauminn minn ;).
Heyrðu svo erum við búin að finna besta ís í heimi, frá Haagen Daaz. Bragðið er með vanillu, karamellu og brownie bitum, ekkert smá góður, nammi namm.
En ætla að segja þetta gott núna og fara að athuga hvort að eitthvað sé í sjónvarpinu (erum með alveg 40 stöðvar þannig að það er alltaf hægt að finna eitthvað).

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Jæja þá er byrjuð að koma smá mynd á íbúðina okkar. Við erum komin með eldhúsborð og 4 klappstóla (þannig að það er hægt að sitja annars staðar en á vindsænginni) og á morgun fáum við sófann okkar og líklegast rúmið líka, hlakka svo til.
Við hjóluðum í nokkrar búðir í gær og ég var gjörsamlega búin á því eftir fyrstu brekkuna (alveg ekkert þol) en það lagaðist fljótt. Verð bara að vera dugleg að æfa mig að hjóla.
Svo reyndi ég að tala við mömmu og pabba í gær í gegnum MSN en það var ekkert smá fyndið. Þau heyrðu nefnilega ekkert í mér en ég heyrði í þeim þannig að ég skrifaði allt sem ég sagði og svo töluðu þau við mig í gegnum mikrófóninn, örugglega frekar fyndið að horfa á okkur ;). Vona bara að það gangi betur næst, það er svo gott að geta talað svona saman.
Árni byrjar svo í skólanum á morgun, hann er bara 3 daga (í viku) í skólanum fyrstu 7 vikurnar þannig að það er mjög fínt. Svo hef ég enga hugmynd um hvenær ég byrja eða hvort ég byrji yfir höfuð vegna þess að þótt að ég hafi fengið bréf um að ég sé komin inn þá er það ekkert pottþétt, ekki alveg nógu gott. Ég er á fullu að senda þeim email en fæ engin svör. Ekkert smá asnalegt að láta mann flytja út til annars lands og svo bara segja: nei þú kemst kannski ekki inn (en samt er ég með bréf sem stendur að ég sé komin inn). En ég fer allavega í kynningu hjá þeim á fimmtudaginn og þá hlýtur þetta að koma betur í ljós.
En ætla að segja þetta gott núna og fara að horfa á Olympíuleikana. Knús til allra.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Vá hvað við erum búin að kaupa mikið, hornsófa, risastórt rúm, 28" widescreen sjónvarp (sem við fengum mikið ódýrara en það átti að kosta), eldhúsborð og svo ýmislegt smádót. Við tókum bíl á leigu í dag til að komast yfir allar búðirnar sem við áttum eftir og það hjálpaði okkur ekkert smá mikið, við skiljum ekki hvernig Karen og Grétar gátu komist yfir þetta án þess að vera á bíl. En við höfðum bílinn bara í dag, skilum honum eldsnemma á morgun og þá byrjar maður bara að hjóla og svona, keyptum einmitt líka hjól handa mér í dag, 18 gíra rosalega flott.
En núna erum við semsagt heima í nýju íbúðinni okkar og erum að fara að gista fyrstu nóttina þar. Það eina sem er í íbúðinni eru töskurnar okkar, sjónvarpið (auðvitað strax búin að tengja það) og svo vindsæng sem Karen og Grétar eiga. Við fáum nefnilega flest sent í næstu viku þannig að það verður frekar fátæklegt hjá okkur fyrstu dagana.
Svo vorum við að tala við mömmu og pabba og tengdó í gengum Msn og Skype, ekkert smá gaman að geta talað saman án þess að hafa áhyggjur af reikningnum. Maður er bara strax sítengdur (fylgir með húsaleigunni) þannig að það er rosalega fínt.
En ætla að fara að horfa á sjónvarpið. Knús til allra.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Gleymdi auðvitað að segja fullt ;). Nýja heimilisfangið okkar er:
Ladegårdskollegiet
Skejbyparken 360, st. L. 7
8200 Århus N
Svo erum við að vinna í því að fá okkur ný símanúmer og svona, gleymdum auðvitað að skrá nýtt lögheimili hjá Hagstofunni heima og við fáum ekki danska kennitölu fyrr en við gerum það og maður þarf danska kennitölu þegar að maður sækir um síma. Þannig að það tekur líklega dálítinn tíma að fá ný símanúmer.
En ætla að fara að hjálpa Karen og Árna elda, við fáum lasagna, nammi namm.

Jæja þá erum við komin til Aarhus. Ég var búin að vera þrjá daga í svo miklu stjani hjá mömmu og pabba að ég tímdi varla að fara, fékk uppáhaldsmatinn minn og svona. En svo lögðum við af stað upp á flugvöll um tólfleytið og vélin átti að fara kl. 14:50. En nei nei, þá var seinkun hjá Iceland Express þannig að við lögðum ekki af stað fyrr en um hálffimm, ekki nógu gott fyrir flughræddu mig. En flugið var mjög gott, lítil sem engin ókyrrð. En út af þessari seinkun náðum við ekki lest fyrr en kl. 00.11 (þurftum að bíða í tvo tíma á flugvellinum).
Þannig að við vorum komin til Aarhus klukkan 4 og vöktum auðvitað Karen og Grétar þá sem tóku geðveikt vel á móti okkur. Svo í dag erum við bara búin að vera að labba um og skoða íbúðina okkar, hún er rosalega fín, parket á öllum gólfum og svona. En maður er ekki búinn að átta sig á því að maður er ekki að fara heim eftir tvær þrjár viku, frekar skrýtið.
Svo á að fara í Ikea á morgun og versla sér eitthvað dót og reyna líka að finna rúm og svo kíkja aðeins upp í skóla og svona.
En ég ætlaði bara aðeins að blogga smá, sakna ykkar allra heima :). Knús og kossar.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Jæja núna er maður búinn að kveðja nokkra. Fór til pabba í gær og kvaddi hann því að hann var að fara til Bakkafjarðar aftur í dag þannig að ég á ekkert eftir að sjá hann aftur áður en við förum. Svo kvöddum við líka Hrönn og Axel því að þau skelltu sér í helgarferð til London í morgun og koma ekki aftur fyrr en á mánudagskvöld. Ég er samt einhvern veginn ekki að ná því að ég á ekki eftir að sjá þetta fólk fyrr en eftir 4 mánuði, frekar skrýtið sko.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Ég hata svona hita, líður best í svona 5-10 stiga hita og fullt af vindi. Núna sit ég í vinnunni þar sem loftræstingin er svo léleg og er gjörsamlega að stikna ;) og þarf að bíða til hálffimm því að Árni kemur þá að sækja mig.
Annars er ekkert í fréttum, njótum bara hjónalífsins í botn :). Fórum reyndar með dótið okkar í gám í dag og þá verður það komið til Aarhus 19. ágúst. Svo eru bara 4 dagar þangað til að við flytjum. Ég ætla einmitt að vera hjá mömmu og pabba alla helgina og fá svið og kjötsúpu í matinn, nammi namm.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Jæja búin að setja brúðkaupsmyndirnar inn sem og nokkrar myndir úr ýmsum áttum. Svona er maður fljótur þegar að maður hefur sér tölvu, vorum nefnilega að kaupa Think Pad x40 sem er geðveikt flott, nett og lítil. Endilega tékkið á myndunum. Vonandi koma svo seinna einhverjar fleiri brúðkaupsmyndir.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Gleymdi að segja frá tvennu. Í brúðkaupsveislunni spiluðu tveir vinir hans Árna fyrir okkur lagið okkar (More than words) á saxófon og trompet og svo fengu þeir til hjálpar við sig einn annan sem spilar á gítar. Þetta var svo flott hjá þeim, alveg yndislegt. Vantaði bara að hafa cameru til að taka þetta upp.
Svo gaf ég Árna úr í morgungjöf og hann gaf mér hring, ekkert smá flott ;)

Yndislegast dagur sem ég hef bara lifað var núna á laugardaginn þegar að ég giftist Árna mínum. Það var svo frábært að labba inn kirkjugólfið til hans, hlusta á prestinn gifta okkur og svo var Ríta svo frábær með hringana. Bergþór Pálsson söng í kirkjunni og ég táraðist alveg (eins og held ég fleiri). Hann söng Amazing Grace á íslensku, Grow old with me á íslensku og endaði svo á Loksins ég fann þig, alveg meiriháttar hjá honum. Svo fórum við í Grasagarðinn í Laugardag í myndatöku (gátum ekki farið í Hellisgerði af því að það var búið að rigna svo mikið yfir daginn) og þar vorum við inni í litlu kaffihúsi, ekkert smá sætt. Eftir þetta var farið á Hótel Sögu þar sem að allir biðu okkar og þvílíkt magn af hrísgrjónum :s. Svo tók bara við maturinn sem var rosalega góður og frábær skemmtiatriði, ræður frá pöbbunum okkar, við dönsuðum brúðarvalsinn, skárum kökuna og margt fleira. En þetta var svo frábært að við tímdum varla að þetta myndi enda.
Mamma og pabbi tóku fullt af myndum og ég ætla að reyna að setja þær inn í dag, sé nú til hvernig það gengur ;). En við erum semsagt bæði í fríi í dag, förum að vinna á morgun og vinnum þá í 4 daga enda er bara vika þangað til að við flytjum til Aarhus.
Svo fengum við auðvitað rosalega mikið af pökkum en ég nenni ekki að skrifa hvað við fengum, enda tæki hálftíma að skrifa það en allt var rosalega flott sem við fengum.

föstudagur, ágúst 06, 2004

Jæja núna eru innan við 18 tímar að ég giftist Árna mínum. Það er svo skrýtið að þessi dagur sé kominn, maður er búinn að bíða svo lengi eftir honum. Ég hlakka svo mikið til en samt er ég dálítið stressuð (með höfuðverk og smá flökurt) en það hlýtur að hverfa í nótt.
Við fórum á æfinguna í dag og hittum prestinn og mér líst bara nokkuð vel á hann. Ríta var nú nærri því sofnuð í kirkjunni, algjört krútt. Vona bara að hún geti haldið sér vakandi á morgun ;).
Núna er ég bara heima hjá mömmu og pabba og við erum aðeins að spjalla saman og slappa af og svona. Reyndar á þessum þremur tímum síðan að ég kvaddi Árna þá er ég alltaf að muna eftir einhverju sem við höfum gleymt að gera þannig að ég er örugglega búin að hringja í hann svona 5 sinnum.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Loksins er þessi dagur búinn, að sitja og geta ekki gert neitt í 8 tíma er ömurlegast. En núna er ég komin í fimm daga frí, ekkert smá gaman.

Ég fór fyrr heim í gær vegna þess að það var ekkert að gera og núna í dag eru kerfin heldur ekki inni, það er svo ömurlegt að sitja fyrir framan tölvuna og hafa nákvæmlega ekkert að gera. Ég er svo ánægð að ég verð ekki að vinna á morgun og hinn, nenni ekki að standa í svona veseni.
Ég fékk gervineglur í gær og þær eru ekkert smá flottar. Svo fer ég í litun og plokkun í dag og svo strípur á morgun og þá er ég bara tilbúin ;).

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja helgin búin og maður er bara mættur aftur í vinnuna og þá eru kerfin okkar ekki inni og þá getum við auðvitað ekkert gert. Svo var verið að hringja (klukkan hálfníu) og okkur sagt að líklegast koma kerfin ekkert inn í dag, alveg frábært að hanga fyrir framan tölvuna í 8 tíma og geta ekkert gert.
En helgin var svo góð, við slöppuðum vel af fyrir næstu helgi, þurftum sko alveg á því að halda. Svo fórum við í bíó í gær með Hrönn og Axel, fórum á Crimson River 2. Myndin er mjög góð fyrir utan mjög svo lélegan endi. Það er eins og handritshöfundarnir hafi haft 5 mínútur til að klára endinn, ekki alveg nógu gott sko.
En svo verður mikið að gera í þessari viku, prufuförðun, litun og plokkun, láta setja á sig gervineglur, skreyta salinn, fara í æfingu í kirkjunni, athuga skreytingarnar og margt fleira ;)

laugardagur, júlí 31, 2004

Helgin byrjar bara vel. Í gær var grillpartý hjá Hrönn og Axel og Helga, Freyr, Ásta og Ívar komu líka. Nammi namm, það var ekkert smá gott að borða og Hrönn bjó til frábæran eftirrétt ;). Svo var bara setið og kjaftað og fengið sér smá í glas en um hálfeitt vorum við hjónakornin alveg að sofna þannig að við drifum okkur bara heim og sváfum til hádegis. Þá var mamma svo góð að koma að sækja mig og keyra mig til að ná í bílinn, takk mamma mín. Svo fór dagurinn bara í leti, lágum í rúminu og horfðum á Stargate: Atlantis, borðuðum nammi og pöntuðum pizzu. Þvílíkt næs.
Á morgun er heldur ekkert planað, búin að pakka flest öllu sem þarf að fara með skipinu til Danmerkur og líka búin að gera nærri allt fyrir brúðkaupið þannig að maður hefur bara ekkert að gera :). Ætla bara að fara til mömmu og pabba og vera hjá þeim í smástund, alltaf styttist þangað til að ég fer og þá verða engin mamma og pabbi, snökt snökt.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fór í Tvö Hjörtu og mátaði brúðarkjólinn í gær. Það þurfti nefnilega að stytta hann og laga það seinasta sem þurfti að laga. Þetta var í fyrsta skipti sem ég mátaði hann með öllu og hann var svoooo flottur, get varla beðið eftir brúðkaupsdeginum. Svo þarf ég að fara með Rítu krútt í dag og láta hana máta kjólinn sinn, hún verður ekkert smá sæt.
Annars er ég orðin dálítið stressuð, ekkert fyrir brúðkaupinu sjálfu heldur bara að ná því sem ég þarf að gera, þetta hleðst bara allt í einu upp. Svo þurfum við líka að gera svo mikið fyrir Danmerkur förina og það eru bara ekki nægir klukkutímar í sólarhringnum, sérstaklega þar sem við verðum að vinna alveg fram á seinasta dag, vinnum föstudaginn 13. ágúst og förum mánudaginn 16. Gúlp!!!.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ég, Árni, mamma og pabbi fórum í hádeginu í dag á nýja kaffihúsið í gamla Top Shop húsinu, það var ekkert smá gott, mæli alveg hiklaust með því. Tilefnið var að hitta frænku hans pabba og fjölskyldu hennar (semsagt Maja, Dave og dætur) sem búa í Bandaríkjunum og þau komast ekki í brúðkaupið okkar því að þau fara aftur til USA á morgun. Þau gáfu okkur meira að segja pakka, fyrsta brúðkaupspakkann okkar, vei vei. Ég ætla samt ekki að opna hann strax, mér finnst ég vera rosalega stapil því að hann liggur hérna rétt fyrir framan mig.

Hrönn og Axel eru búin að bjóða okkur í grill til þeirra núna á föstudaginn. Helga, Freyr, Ásta og Ívar koma væntanlega líka og svo verður kannski farið á djammið. Þetta er nefnilega seinasta helgin sem hægt verður að gera eitthvað svona því að þarnæstu helgi verður brúðkaupið og helgina þar á eftir verðum við bara á fullu að pakka og svona. Oh það verður svo gaman að grilla, ég sem borða ekki grillkjöt finnst alveg æðislegt að grilla sveppi með piparosti, kartöflur og maískorn og hafa svo kalda hvítlaukssósu með, nammi namm.
Svo er Hrönn búin að sauma hringapúðann fyrir okkur og hann er svo flottur en ég ætla ekkert að lýsa honum því að hann á að koma á óvart ;).
Svo fórum við líka til Laufeyjar og Eiðs í gær, Laufey ætlar nefnilega að vera svo góð að skrautskrifa í gestabókina okkar fyrir brúðkaupið. Hún sýndi okkur það sem hún var búin að vera að æfa sig að gera og það var ekkert smá vel gert hjá henni. Þetta verður svo flott :).

mánudagur, júlí 26, 2004

Sigga systir er byrjuð að blogga, vonandi að hún verði duglegri en seinast þegar að hún byrjaði ;). Það er allavega kominn linkur á hana.
Annars var helgin rosalega fín, gleymdi að segja frá því að við vorum á I, Robot á föstudaginn og hún er bara mjög góð. Will Smith er allavega rosalega sætur í henni :). Svo slöppuðum við bara af í gær, kláruðum reyndar að kaupa þessi margumtöluðu kerti og pökkuðum svo smá fyrir Danmerkur flutninginn.

laugardagur, júlí 24, 2004

Ég var á leiðinni út í búð með Árna að versla það sem vantar upp á fyrir brúðkaupið en svo hringdi mamma í mig og hún og systurnar voru að fara í Strympu (Straumfjarðartungu á Snæfellsnesi) sem er gamla sveitin okkar, þ.e.a.s. mamma fór þangað í vist þegar að hún var 13 ára og var þar í þrjú sumur og svo eftir að hún átti okkur fór hún mjög oft með okkur systkinin þangað. Ég ákvað að skella mér með og ég sé sko ekki eftir því, það er svo gaman að koma þarna aftur, reyndar er ekki búið þarna lengur en Fríða (konan sem mamma var hjá í vist) og fjölskyldan hennar halda húsinu við sem sumarhús. Fríða var einmitt stödd þarna núna og það var rosalega gaman að sjá hana aftur, ég er ekki búin að sjá húsið og hana í 12 ár. Geðveikt stuð, ég tók nokkrar myndir og ætla að skella þeim inn á morgun eða hinn. Svo kom ég bara heim í grillmat hjá tengdó, nammi namm.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Jæja búin að fá myndirnar úr gæsuninni minni og ætlaði að fara að setja þær í myndirnar mínar en nei nei þá er Picture Trail orðið eitthvað leiðinlegt því að ég má ekki setja fleiri myndir hjá þeim því að ég er komin með meira en 36 myndir (eða semsagt ég þarf að borga ef ég vil hafa fleiri myndir hjá þeim), ekkert smá ömurlegt segi ég bara. En hérna er allavega linkur á myndirnar. En þetta eru nú bara nokkrar myndir, ekkert allar.
Annars er nú mest lítið að frétta, alltaf styttist í brúðkaupið, vei vei vei og við erum búin að redda öllu nema kertunum og gestabókinni þannig að þetta verður ekkert mál ;).




mánudagur, júlí 19, 2004

Jæja, enn ein helgin búin og hún var bara mjög fín. Ég fór með mömmu að finna kjól á hana á laugardaginn og við fundum einn ekkert smá flottan sem hún keypti þannig að þá er einu minna að gera fyrir brúðkaupið ;). Á laugardagskvöldið var MR reunion og það var ekkert smá gaman, að hitta alla aftur (suma hefur maður ekki hitt í þessi fimm ár sem eru síðan að við útskrifuðumst) og bara svona að finna út hvað er að gerast í lífinu hjá þeim, það eru t.d. þrír sem voru með mér í bekk sem búa í Aarhus þannig að það er frábært.
Svo voru það tveir sem áttu afmæli í gær, Sigga systir varð 36 ára, til hamingju með daginn elsku systir og svo varð Sara vinkona 25, til hamingju með daginn krútta. Það voru ekkert smá flottar veitingar hjá báðum þannig að ég var alveg að springa í gær :).

föstudagur, júlí 16, 2004

Jæja helgin loksins komin ;) en ég sit ennþá í vinnunni af því að Árni er að vinna til hálffimm. Ég hlakka samt svo til að komast heim því að við leigðum LOTR: The return of the king í gær en ég var svo þreytt að við slökktum á henni þegar að hún var ca. hálfnuð þannig að við eigum helminginn eftir, gaman gaman.
Svo er MR - reunion á morgun, bekkjarpartý klukkan 6 og svo hittast allir bekkirnir saman í Félagsheimili Seltjarnarness seinna um kvöldið, vei vei. Hlakka svo til að hitta bekkinn minn aftur, geðveikt langt síðan að maður hefur hitt alla. Reyndar hef ég heyrt að það verði frekar slæm mæting úr okkar bekk en þetta verður samt gaman.
Svo eiga Sigga systir og Sara vinkona báðar afmæli á sunnudag þannig að að við erum boðin í tvö afmæli á sunnudaginn, annað klukkan tvö og hitt fjögur. Reyndar mæti ég líklegast bara ein í bæði afmælin því að Árni verður alla helgina í VÍS að koma útboðskerfinu af stað. Þannig að bara góða helgi allir saman.


fimmtudagur, júlí 15, 2004

Mér leiðist í vinnunni :( Nenni ekki að vera hér því að mér finnst ég hafa svo nóg annað að gera fyrir brúðkaupið. Við fórum í gær í Garðheima og fundum loksins sæta litla styttu á brúðartertuna okkar og keyptum líka borða til þess að rúlla upp Ást er og það kemur svo vel út!! Reyndar gerði ég bara tvö þannig í gær, tekur greinilega dálítinn tíma að gera þetta ;)
Mamma er í stressi að reyna að finna föt fyrir brúðkaupið enda eru bara 23 dagar það, (samanber niðurtalninguna hérna til vinstri á síðunni). Hún er búin að vera í allan dag að leita sér að fötum, vona bara að henni gangi vel svo að hún geti farið aðeins að slappa af.
Svo á ég bara eftir að vinna í 17 daga og svo förum við út eftir mánuð + einn dag !!

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Ég og Árni erum að fara að hitta bakarann í hádeginu til að ákveða hvernig köku við ætlum að hafa og líka til að vita hvort að hann geti gert hana alveg eins í útliti og ég vil (ég er nefnilega búin að finna draumakökuna á netinu og þarf að vita hvort að það sé hægt að gera hana). Svo er ég að fara í prufugreiðslu eftir vinnu í dag þannig að það er nóg að gera enda eru bara 25 dagar í brúðkaupið og mér finnst við eiga eftir að gera svo mikið.
Heyrðu ég gleymdi einu í sögunni um gæsapartýið, ég var látinn húlla í Kringlunni og þvílíkt erfitt sem það er, þetta var svo lítið mál þegar að maður var yngri en systur mínar og flestar vinkonurnar geta þetta heldur ekki í dag þannig að þetta virðist vera einhver hæfileiki sem maður tapar bara :( eða kannski bara hæfileiki sem er ekki í þjálfun í dag.

mánudagur, júlí 12, 2004

Jæja gæsunin búin og þvílíkt gaman sem þetta var. Ég var semsagt sótt um tíuleytið og var búin að finna alla hlutina á listanum þannig að ég fékk 10 fyrir það og enga refsingu ;). Svo var ég klædd í fjólubláan krumpugalla sem mamma gekk í fyrir mörgum árum og er frekar hallærislegur og það var farið með mig þannig klædda í Sporthúsið þar sem ég var látin fara í ýmis tæki (og er með geðveikar harðsperrur núna). Svo var farið í Kringluna þar sem að ég fékk ýmsar vísbendingar á dönsku um það hvað ég ætti að gera eins og að spila á þverflautuna þangað til að ég fékk pening, fara í lakkrískappát við þrjá menn, búa til broskall úr opal og margt fleira og ég var by the way klædd í can can kjól allan tímann. Eftir þetta var farið með mig í keilu þar sem að ég vann (ekki skrýtið þar sem að ég var með samanlögð stig af tveimur brautum) og svo var farið með mig í nudd á Hótel Loftleiðum. Það var ekkert smá næs, lá bara í klukkutíma og fékk geðveikt nudd, alveg frá tám og upp á andlit enda sofnaði ég ;) Þegar að nuddið var búið biðu allar stelpurnar eftir mér með jarðaber og freyðivín í pottinum, nammi namm. Svo var farið heim til Hrannar þar sem að við fengum kjúklinga fajitas sem var ekkert smá gott. Svo var farið að djúsa en klukkan hálftólf var ég dregin á Ölver þar sem að ég átti að syngja karaóki en ég neitaði því, ég mun aldrei á ævi minni gera þetta því að ég hata þetta svoooo mikið. Þannig að allir fóru bara á Glaumbar og það var mjög skemmtilegt því að ég fékk öll lög spiluð sem að ég spurði dj-inn um. Reyndar var ég með slör allt kvöldið en það var bara gaman. En um hálfþrjú leytið var ég komin með nóg og þá hittum við strákana og ég og Árni fórum bara heim.
Takk æðislega krúsirnar mínar, þetta var ekkert smá gaman.
Árna dagur var nú voðalega melló miðað við minn. Hann var ekki sóttur fyrr en klukkan tólf því að sumir sváfu yfir sig ;). Þá var bara brunað í sumarbústað á Þingvöllum þar sem að þeir grilluðu og spiluðu, svo var farið í pott á Nesjavöllum, borðað á Fridays og svo bara fara á djammið.
En fínt að þetta er búið, bara þrjár helgar í brúðkaupið, gúlp ;)

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Var að fá smá lista í hendur, semsagt hvað ég á að hafa með mér í gæsuninni. Þetta er mjög skrautlegur listi, ég á t.d. að hafa með mér svipu, loðin handjárn, eldgömlu kisugleraugun mín, sippuband, kardemommubæinn (á plötu, spólu eða disk), kókosbollur og margt fleira. Og ég fæ refsingu ef ég get ekki reddað einhverju :(
Í öðrum fréttum þá erum við að fara á Spiderman annað kvöld í lúxussal, geðveikt gaman.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Einn mánuður í brúðkaup, oh my god, hvað þetta er fljótt að líða ;) En það er allt komið sem þarf að gera, fyrir utan brúðartertuna og smá svona borðskraut þannig að þetta á allt eftir að reddast. Þarf bara að fara að ganga skóna til og svo á eftir að fara í prufugreiðslu, prufuförðun, setja á mig neglur og margt svona skemmtilegt, jibbí.

mánudagur, júlí 05, 2004

Jæja það er nóg að gerast þessa dagana. Við vorum að koma af ættarmótinu og það var bara rosalega fínt, reyndar alveg hrikalega kalt á nóttunum enda held ég að ég hafi kvefast, ekki gaman.
Svo beið okkar bréf þegar að við komum heim og við erum búin að fá íbúðina sem okkur bauðst sem er auðvitað æðislegt. Við erum búin að senda leigusamninginn undirritaðan aftur til Danmerkur, þannig að þetta er bara allt að gerast.
Svo næstu helgi er gæsun og steggjun hjá okkur, ég veit hvað á að gera við Árna, tíhí. En ég hef hinsvegar enga hugmynd um hvað á að gera við mig :s.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ég er komin inn í masternámið í sálfræði í Aarhus, jibbí jibbí jibbí.

Hvorug kerfin eru komin inn ennþá þannig að vinnudagurinn hjá mér er búinn að vera eins og þrír vinnudagar, það er svo ömurlegt að geta nákvæmlega ekkert gert í 8 tíma. Það er búið að tilkynna okkur það að kerfin koma líklegast ekkert inn fyrir vinnulok en samt eigum við að vera hér til 4, geðveikt stuð.

Ég var búin að hlakka svo til að velja lögin í gær en Bergþór Pálsson var eitthvað búinn að gleyma þessu og var búinn að lofa sér annað þannig að við eigum að hitta hann í kvöld og ákveða lögin þá.
Svo erum við bæði í fríi allan daginn á morgun og leggjum snemma af stað á ættarmótið á morgun, enda tekur sex tíma að keyra í Ásbyrgi. Við ætlum að fara með tengdó í bíl því að við treystum okkar bíl ekki alveg. Veðurspáin er góð þannig að þetta verður örugglega rosalega fínt.
Það er nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni, hvorug kerfin sem við vinnum í er búið að keyra þannig að við látum okkur bara leiðast, ekki það skemmtilegasta í heimi.

miðvikudagur, júní 30, 2004

Oh ég hlakka svo til, erum að fara til Bergþórs Pálssonar söngvara í kvöld og velja lögin sem hann á að syngja í kirkjunni, jibbí.

Búin að setja inn fleiri myndir, check it out.

þriðjudagur, júní 29, 2004

Jæja það er búið að bjóða okkur kollegi í Aarhus og við myndum fá það 15. ágúst sem er auðvitað frábært. Við ætlum að segja já við þessari íbúð en við erum reyndar önnur í biðröðinni eftir henni þannig að ef þau sem eru á undan okkur segja já þá fáum við hana auðvitað ekki. Hún er 41,5 fm og er frekar nálægt Karen og Grétar sem er alveg geggjað, vei vei gaman gaman.

mánudagur, júní 28, 2004

Þetta var alveg frábær helgi. Ég, Árni, Hrönn og Axel lögðum af stað í sumarbústaðinn beint eftir vinnu á föstudeginum og vorum komin þangað um níuleytið. Þá var bara farið að spila (þar sem að ég vann nokkur spil :)) og svo bara farið að sofa. Daginn eftir túristuðumst við svolítið, fórum á Gullfoss og Geysi og líka í Dýragarðinn í Slakka sem er bara frábær staður, vegna þess að maður fær að klappa öllum dýrunum (líka yndislegum kettlingum) og fara inn í búrið til þeirra, set myndir inn seinna ;). Svo var bara farið í sumarbústaðinn, grillað og spilað meira. Svo fórum við í bæinn í gær og fórum beint til Hrannar og Axels til að horfa á leikinn og grilluðum meira ;). Alveg snilldar helgi.
Svo næstu helgi verður ættarmót haldið hjá fjölskyldu tengdapabba og það verður haldið hjá Ásbyrgi þannig að það er nóg að gera í útilegum.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Það átti að grilla í kvöld hjá Hrönn og Axel og ég var búin að hlakka svo mikið til þess (greinilega ekkert að gerast hjá mér þessa dagana) en svo verður Axel að vinna frameftir þannig að það verður ekki grillað fyrr en á morgun, buhu. Bara vesen á honum. En svo ætlum við öll að fara í sumarbústað núna um helgina, gaman gaman.
Við sendum útskriftarskírteinin til Danmerkur í morgun þannig að þetta er allt í gangi, vona bara að ég komist inn. Svo er búið að senda öll boðskortin út, vei vei. Þá get ég aðeins farið að slappa af ;).

mánudagur, júní 21, 2004

Þetta var ekkert smá fín helgi. Vinapartýið heppnaðist mjög vel og seinustu gestirnir fóru ekki fyrr en hálfþrjú enda var ég nú orðin frekar þreytt, nennti ekki einu sinni niður í bæ. Fór bara að sofa. Svo var gærdagurinn bara mesti letidagur ever, ekkert smá næs samt. Bara að liggja uppi í rúmi, horfa á sjónvarp og borða afganga, nammi namm.
Svo eru bara allar helgar uppteknar það sem eftir er af sumrinu liggur við, fara út á land, MR reunion, brúðkaupið auðvitað og fleira og fleira.

laugardagur, júní 19, 2004

Jæja þá er maður bara búinn að útskrifast og kominn með B. A. gráðu í sálfræði. Útskriftin gekk bara frekar vel fyrir sig og tók ekki langan tíma miðað við að þetta var stærsti árgangur sem hefur verið útskrifaður frá HÍ. Svo þegar að við komum heim var fjölskylduboð þar sem að við fengum margar flottar gjafir og svo seinna í kvöld koma vinirnir.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Við erum búin að panta flug til Aarhus, fljúgum semsagt 16. ágúst kl. 14:50 sem er eftir akkúrat tvo mánuði, þvílíkt stutt í það.
Ég fékk alveg í magann þegar að ég smellti á staðfesta, þetta er að verða eitthvað svo raunverulegt núna og ég sem er svo mikil mömmu og pabbastelpa, veit ekkert hvernig ég á að fara að því að heyra ekki í þeim á hverjum degi :(.

Ég sá þetta hjá Laufeyju og af því að við erum fæddar í sama mánuðinum þá ákvað ég að stela þessu frá henni.

Valhnetutré - Ástríða 21.04-30.04 & 24.10-11.11

Manneskjan stendur föst á sínu og er erfitt að skilja því hún er mjög mótsagnakennd. Hún er oft sjálfhverf og gefur ekki eftir, en á móti kemur að hún er bæði göfuglynd og víðsýn. Það er erfitt að segja til um viðbrögð hennar.

Manneskjan er hvatvís og hefur mikinn metnað. Hún er snjöll, en erfið og ósveigjanleg í samskiptum. Hún er mjög afbrýðisöm og ástríðufull. Margir dást að henni, en hún er langt frá því að vera allra.

Hvernig finnst ykkur þetta svo passa við mig??

þriðjudagur, júní 15, 2004

Jæja alveg nóg að gera þessa dagana. Við erum að vesenast í því að senda boðskortin út fyrir brúðkaupið, fórum í Samskipti í dag og þeir ætla að prenta hluta af boðskortunum (sá hluti sem er í lit) og svo prentum við hinn hlutann. Markmiðið er að koma þeim út á föstudaginn og þá verður það búið. Allir bara að muna að taka daginn frá ;).
Svo verður tvöföld útskrift næsta laugardag, fyrst verður fjölskylduboð og svo partý um kvöldið fyrir vinina, vei vei ekkert smá gaman.
Í kvöld er ég svo að fara að hitta Guðlaugu og Rakel (landsbankapíur) á kaffihúsi, ekkert smá langt síðan að við höfum hist þannig að það verður nóg spjallað. Annað kvöld er svo stelpudjamm þannig að maður er bara uppbókaður alla vikuna ;).

mánudagur, júní 14, 2004

Jæja, loksins eru nokkrar myndir komnar inn, eigum reyndar eftir að setja inn frá brúðkaupinu hjá Hrönn og Axel en endilega kíkið á þær myndir sem komnar eru ;)

sunnudagur, júní 13, 2004

Það var geðveikt gaman í gær, kvöldið byrjaði á því að fara út að borða og þvílíkur matur. Við vorum öll bara geðveikt södd og svo fengum við frábæra þjónustu, alveg yndislegt.
Svo fórum við til Hrannar og Axels, reyndar fór Árni seinna um kvöldið í partý sem var haldið heima hjá einni sem var að útskrifast með honum. Það var svo gaman í partýinu að við fórum ekki niður í bæ fyrr en um hálfþrjú leytið og fórum þá á Glaumbar og dönsuðum geðveikt mikið. Svo kom Árni á Glaum eitthvað um fjögur og um hálffimm fórum við öll og fengum okkur Hlölla og svo var bara farið heim að sofa. Alveg frábært kvöld bara ;)

laugardagur, júní 12, 2004

Núna er Árninn minn búinn að útskrifast, innilega til hamingju með útskriftina elsku Árni minn. Ég er svo stolt af þér ;).
Svo er bara verið að fara út að borða, hinsvegar er ég ekki sátt við þetta veður sem er í dag, alveg ömurlegt.

föstudagur, júní 11, 2004

Takk fyrir allar kveðjurnar krúttin mín. Þið eruð bestar ;).
En bætti við nokkrum tenglum. Laufey tilvonandi mágkona er byrjuð að blogga og Rannveig skvís bjó til heimasíðu fyrir okkur vinkonurnar, bleiku gellurnar. Endilega kíkið á báðar heimasíðurnar.
Jæja helgin komin og ég ætla bara að njóta þess að vera búin með B. A. gráðu í sálfræði, fara svo að útskrifa Árna minn á morgun (hann fékk 9,0 í meðaleinkunn fyrir önnina og svo 8,5 í aðaleinkunn sem er náttúrulega bara geðveikt flott). Tengdó ætlar svo að bjóða okkur út að borða á Ítalíu og svo verður djamm djamm djamm eftir það.

Ég er að fara að útskrifast 19. júní. Ég ákvað semsagt ekki að sætta mig við það að fá ekki að taka prófið aftur og hringdi upp í skrifstofu HÍ (í staðinn fyrir að tala við skorarformanninn) og skrifstofan reddaði þessu fyrir mig á þremur tímum. Ég gerði þetta semsagt á mánudaginn, tók prófið í dag og var að fá út úr því, fékk 6. Ég er svo ánægð.

mánudagur, júní 07, 2004

Núna er minna en vika þangað til að Árni útskrifast og við ætlum að halda smá fjölskylduboð í tilefni af því. Útskriftarveislan verður reyndar bara frá 5-8 af því að svo ætlar Hrönn að halda upp á 25 ár afmælið sitt sama kvöld. En þannig að það verður mikið að gera í vinnunni að baka og hafa allt tilbúið.
Annars slöppuðum við bara vel af þessa helgi, ekkert smá næs. Ég fór reyndar með mömmu að reyna að finna föt fyrir brúðkaupið, við fórum í Debenhams og það eru bara frekar flott föt þarna, ég hef nefnilega aldrei farið þarna inn. Mamma fann sér allavega fullt af fötum sem hún mátaði en svo er hún alltaf svo lengi að ákveða sig ;)
Svo í dag eru akkúrat tveir mánuðir í brúðkaupið okkar, ekkert smá gaman. Við erum búin að fara í nokkrar búðir og velja gjafalista þannig að ef einhver lendir í vanda þá er hægt að fara þangað.
Svo ætla ég að fara að drífa mig í því að henda inn myndum, erum með fullt en ég kann ekki að koma með þeim inn og Árni er ekki búinn að hafa tíma til að kenna mér.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Jæja búin að fá allar einkunnir og ég útskrifast ekki 19. júní :( Ég fékk semsagt 8,5 fyrir lokaritgerðina mína sem ég er mjög sátt við en svo asnaðist ég til að falla í réttarsálfræði með 4,5. Og þar sem að HÍ er alltaf svo rosalega tilbúinn að gera allt fyrir nemendur sína þarf ég að bíða fram í ágúst til að taka endurtektarpróf. Og Aarhus heimtar að fá útskriftarskírteini fyrir 1. júlí ef að ég á að byrja 1. september. En ég sendi þeim tölvupóst í gær og spurði hvort að það væri einhver möguleiki á því að byrja 1. september út af því að HÍ er með svo asnalegt kerfi. Þannig að núna er bara að bíða eftir svari frá þeim.
Ég er samt búin að vera svo down yfir þessu, var búin að hlakka til að geta bara einbeitt mér að brúðkaupinu og svona en nei nei núna þarf ég að vinna og læra líka (eins og ég er búin að vera að gera í allan vetur), ekki gaman.
Það var samt geðveikt gaman í Orlando, fórum í þrjá daga í Disney og svo í uppáhaldsgarðinn minn Sea World, ég gæti búið þar. Ég fékk nefnilega að klappa höfrungi, risaskötu og svo var gæludýrasýning, oh hvað maður var sætastur. Svo fékk ég perlu (bláa) frá Árna og fékk að velja mér hálsmen til að setja hana í þannig að núna á ég alveg sérhannað hálsmen frá Sea World, geðveikt flott.
Svo versluðum við rosalega mikið, gaman gaman og eigum núna nóg af fötum. Fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég veit varla í hvaða föt ég á að fara í, það er úr svo mörgu að velja ;)

fimmtudagur, maí 20, 2004

Núna er minna en sólarhringur þangað til að ég og Árni verðum komin upp í vélina til Orlando, ég get varla beðið.
Seinasti vinnudagurinn minn á Bæjarhrauninu var í gær (byrja semsagt í greiðsluþjónustunni þegar að ég kem heim) og þau voru svo sæt, gáfu mér glerlistaverk sem heitir "ást í gleri" í kveðjugjöf (af því að ég og Árni erum að fara að gifta okkur). Rosalega flott listaverk.
Árni er svo stressaður fyrir einkunnina sína fyrir lokaverkefnið. Ekki það að hann haldi að þau nái ekki, bara til að vita það. Nefnilega ef hann nær 9,5 þá kemst hann aftur á forsetalistann fyrir þessa önn og þá verður hann semsagt á forsetalistanum fyrir allt seinasta árið, geðveikt flott. En það er svo mikill munur á kennurum í HR og HÍ. Einkunnirnar fyrir lokaverkefnið eiga að koma inn á morgun en koma frekar seint inn, örugglega eftir að við verðum lögð af stað út á flugvöll. Verkefniskennarinn hans Árna veit að hann er að fara til Orlando og bauð Árna að hringja í hann rétt áður en við leggjum af stað út á flugvöll og hann myndi segja honum einkunnina, bara svo að hann myndi vita hana áður en hann fer.
Ég sendi email á kennarann minn daginn eftir seinasta prófið (af því að mér gekk ekkert vel og er dálítið hrædd um að ég nái þessu ekki) og sagði honum að ég væri að fara til USA og þetta væri seinasta prófið mitt í sálfræðinni og útskriftin mín velti á þessu og spurði hann hvort að það væri möguleiki á hann gæti sagt mér einkunnina áður en ég færi út og ég fékk bara þvert nei. Alveg ömurlegt, svona eru allir í HÍ. Einkunnin á nefnilega að koma 26. maí og þá verð ég úti og ég er viss um að ég verði geðveikt stressuð allan daginn að reyna að finna netcafé til að athuga einkunnina, en það verður víst að hafa það ;)
En jæja ætla að fara að klára að pakka, blogga næst þegar að ég kem heim, jibbí.

mánudagur, maí 17, 2004

Árni er búinn að flytja lokakynninguna í B.Sc. verkefninu sínu þannig að hann er formlega búinn, til hamingju ástin mín. Ég, mamma og pabbi fórum að horfa á hann (og hópinn hans) og þau stóðu sig ekkert smá vel. Rosalega flott hjá þeim. Svo verður grillmatur í kvöld heima hjá Steinunni (eina stelpan í hópnum) þannig að það verður gaman í kvöld.
Svo er Árni bara kominn í frí, gaman gaman. Hann á það líka svo skilið, búinn að vera svo lengi að vinna í þessu verkefni.
Og núna eru bara 3 dagar í Orlando, ég get varla beðið. Hrönn og Axel fara á morgun, ég öfunda þau ekkert smá en svo hittum við þau eftir 3 daga.

laugardagur, maí 15, 2004

Úkraína vann eins og ég spáði, gaman gaman. Við náðum semsagt endanum á Eurovision eftir brúðkaupið hjá Hrönn og Axel. Við fórum frekar snemma heim úr brúðkaupinu því að Árni er orðinn svo langþreyttur eftir þetta lokaverkefni.
En brúðkaupið var ekkert smá flott og bara rosalega gaman. Til hamingju með giftinguna krúttin mín. Kjóllinn hennar Hrannar var alveg geðveikur (enda saumaði hún hann sjálf), ég tók fullt af myndum en þær koma inn seinna. Árni þarf nefnilega að kenna mér að flytja frá myndavélinni yfir á tölvuna ;).
Svo bilaði bíllinn okkar í gær og við komum honum ekki á verkstæði fyrr en á mánudag :(. Ekki gaman, það er ömurlegt að vera bíllaus.
En núna eru bara þrír vinnudagar eftir og þá er það Orlando, vei vei vei.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jæja, Eurovision er búið þetta árið hjá mér því að ég get ekki fylgst með því núna á laugardaginn af því að ég er að fara í brúðkaup. Mér fannst samt rosalega gaman að fylgjast með forkeppninni í gær og ég spái því að Úkraína verði í fyrsta sæti, ekkert smá flott lag. Reyndar skil ég nú ekkert í því að Bosnía - Hersegovina komst áfram í gær og því þá síður Serbía - Svartfjallaland. Mamma spáir reyndar því að Malta vinni og ég fékk lagið alveg á heilann og er búin að vera að raula það í allan dag. On again, off again og það er það eina sem ég kann ;)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jæja núna er ég (lesist Árni) búin að vera rosalega dugleg í dag að bæta inn commentum, tenglum og mynd af Snúði sætasta. Svo ætlar Árni bara að bæta tenglum inn á myndirnar sem við erum búin að vera að taka og þá verður síðan orðin rosalega flott.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Jæja ég er búin að breyta templateinu mínu en ég nenni ekki að vesenast í því strax að setja inn linka og comment og svona, er eitthvað voðalega löt í dag ;).
Annars er nú mest lítið að frétta, ég er bara í vinnunni alla daga og fer svo heim. Árni er svo auðvitað aldrei heima en þetta fer nú að styttast hjá honum, opna kynningin er á mánudaginn og þá er hann bara búinn. Enda verður hann settur í að versla allt sem þarf fyrir Orlando ferðina ;)

sunnudagur, maí 09, 2004

Það er búið að vera rosalega mikið að gera þessa helgi hjá mér. Í gær var gæsunin hennar Hrannar og það heppnaðist ekkert smá vel enda vorum við rosalega heppnar með veðrið. Í stuttu máli létum við hana gera sig smá að fífli í bænum og í Kringlunni, fórum svo með hana í nudd og buðum henni svo út að borða á Ítalíu. Við enduðum svo kvöldið á Glaumbar en ég fór heim um eittleytið vegna þess að við vorum búnar að vera að síðan klukkan níu um morguninn.
Í morgun vaknaði ég svo frekar snemma og er núna heima hjá mömmu og pabba. Ákvað nefnilega að koma mömmu á óvart (af því að það er mæðradagurinn) og keypti rúnstykki og köku og flotta blómaskreytingu og núna erum ég og pabbi bara að bíða eftir því að mamma komi úr kirkjunni svo að við getum byrjað að borða ;)
Svo seinna í dag er afmæli hjá Rítu frænku minni, hún varð semsagt 4 ára á fimmtudaginn, til hamingju með afmælið Ríta mín.
En svo verður líka mikið að gera næstu helgi því að þá ætla Hrönn og Axel að gifta sig, ekkert smá gaman.

föstudagur, maí 07, 2004

Árni er búinn að fá einkunnir úr öllum prófunum sínum og hann stóð sig ekkert smá vel, fékk 8 í línulegri algebru, 8,5 í í stærðfræðilegum reikniritum og 9,5 í dreifðum kerfum. Ótrúlega flott hjá honum, til hamingju ástin mín.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég var svo eitthvað svo pirruð áðan að ég gleymdi að segja frá því að Árni er kominn inn í Háskólann í Århus þannig að alveg sama hvort að ég kemst inn eða ekki flytjum við til Danmerkur núna í ágúst. Ýkt gaman.

Jæja prófið búið. Mér hefði nú alveg mátt ganga betur. Held að þetta verði frekar tæpt, ekki gaman. Það voru semsagt 50 krossaspurningar og mér gekk alveg ágætlega í þeim, svo var ein 5% spurning og ég bullaði nú bara í henni, vissi ekkert hvað ég átti að skrifa. Svo kom ein 20% ritgerðarspurning og ég gat alveg skrifað eitthvað en veit ekkert hvort að það er nóg. Gjörsamlega hatandi, ég verð svo sár ef ég þarf að taka þetta próf aftur, seinasta prófið í sálfræðinni.

Ég var að skila ritgerðinni jibbí jibbí jibbí. Eftir klukkutíma fer ég svo í seinasta prófið mitt í HÍ og þá er þetta búið. Vona bara að ég falli ekki. Reyndar kvíði ég frekar mikið fyrir prófinu og mér finnst ég ekki kunna neitt en við skulum bara vona það besta.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Ég hitti leiðbeinandann minn áðan og ég þarf bara að gera eina litla breytingu á ritgerðinni og þá er ég búin og get skilað. Planið er semsagt að laga þetta í kvöld og klára að læra fyrir prófið. Á morgun ætla ég svo að fara að láta prenta ritgerðina út og fara í prófið og þá er þetta bara búið hjá mér. Jibbí, ég get varla beðið.

mánudagur, maí 03, 2004

Ég er búin að vera svo busy í dag (alveg brjálað að gera í vinnunni) og er núna að læra undir próf þannig að ég ætlaði bara aðeins að skjóta inn kveðju og óska afmælisbörnum dagsins innilega til hamingju með afmælið. Ingibjörg og Grétar eru semsagt bæði 25 ára í dag og vonandi var dagurinn alveg frábær hjá ykkur báðum. Knús og kossar til ykkar beggja.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ég komst ekkert inn á bloggið í gær þannig að afmæliskveðjan á netinu kemur degi of seint. Til hamingju með afmælið í gær elsku pabbi minn ;).
Ég og Árni erum búin að ákveða að skella okkur til Orlando 21. maí - 29. maí. Vei vei vei ekkert smá gaman. Hrönn og Axel eru semsagt að fara 18. maí til Orlando og þar sem að við erum búin að selja íbúðina og eigum núna pening þá ætlum við að skella okkur með. Ég hlakka svo til, við erum búin að fá flug en eigum reyndar eftir að fá staðfestingu á hótelinu. Gaman gaman.
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, ég er bara að læra fyrir Réttarsálfræðiprófið mitt og er að fara að skila ritgerðinni á föstudaginn og þá ætlar Jörgen að lesa hana yfir í annað skiptið. Annars er bara stefnan tekin á það að vera búin að skila ritgerðinni 7. maí.
Seinasta verkefnisskoðunin hjá Árna og hópnum hans er 3. maí þannig að hann er bara alla daga og langt fram á nótt að reyna að klára sitt. Svo eiga þeir að skila lokaskýrslunni 13. maí og svo er opin kynning hjá þeim 17. - 20. maí. Þannig að maður kemur ekkert til með að sjá hann næstu daga.

laugardagur, apríl 24, 2004

Gleðilegt sumar allir!! Sumardagurinn fyrsti var bara mjög næs, enda gerði ég ekkert annað en að liggja uppi í rúmi ;) Jú, reyndar kláraði ég að leiðrétta ritgerðina nokkurn veginn, á bara smá eftir. Ætla að klára restina um helgina og svo verður farið að læra á fullu fyrir Réttarsálfræðiprófið.
Mamma og pabbi buðu öllum börnunum heim í gær í smá afmæli (pabbi á afmæli næsta þriðjudag) og það var rosalega fínt. Gott að borða og gaman að hitta systkinin. Ég stakk reyndar af um ellefuleytið og hitti Hrönn og við fórum á Glaumbar til að dansa, ekkert smá gaman. En svo fórum við reyndar bara snemma heim, um tvöleytið. Ég er alltaf með svo lítið úthald á föstudagskvöldum ;)

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég fór og hitti leiðbeinandann í morgun og fékk ritgerðina mína til baka. Hann var bara mjög ánægður með hana og ég þarf bara að gera svona smá leiðréttingar, ekkert mikið sem betur fer. Þetta er allt að koma. Ég er nú samt ekki alveg nógu sátt við þetta. Leiðbeinandinn minn er að fara út á morgun og kemur ekki aftur fyrr en næsta föstudag. Hann vill lesa ritgerðina einu sinni enn yfir áður en ég skila alveg þannig að hann les ekki ritgerðina mína fyrr en þarnæsta mánudag (sem er sami dagur og ég á að skila!!). Hann sagði að það væri ekkert það nojið að ég myndi skila aðeins seinna en ég var bara búin að hlakka svo til að geta skilað 3. maí, fara í prófið 5. maí og vera svo búin. En nei nei, núna lítur út fyrir að ég verði ekki búin fyrr en í fyrsta lagi 10. maí, ekki gott :( Ég er ekki í góðu skapi. Ef hann hefði bara getað sagt mér fyrr að hann væri að fara út hefði ég getað skilað honum ritgerðinni til yfirlestrar fyrr, pirr pirr pirr. Ég hata nefnilega að skila ekki á réttum tíma og sérstaklega þar sem að það er ekkert mér að kenna, ritgerðin hefði alveg náð að vera tilbúin ef ég hefði bara vitað þetta.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jæja búin að skila ritgerðinni til yfirlestrar. Pínku skrýtið að geta ekki lengur fiktað í henni og vera endalaust að laga eitthvað. Ég er að vonast til að fá hana aftur á föstudag og þá hef ég helgina til að leiðrétta allt. Eftir það er bara vika í skil og líka vika í seinasta prófið mitt í HÍ. Ég hlakka svo til 5. maí, get varla beðið.
Annars er nú lítið að frétta, fer bara í vinnuna og svo aftur heim. Sé Árna ekkert þessa dagana enda er vinnan við lokaverkefnið komin alveg á fullt og hann er í VÍS alla daga frá 9 og langt fram á kvöld. En 6. maí er lokaskoðun hjá þeim í verkefninu (þá mega þau ekki forrita neitt meira ) þannig að eftir það verða þau ekki eins lengi á kvöldin, maður vonar það allavega.
Fór og fékk mér gervineglur í gær, ekkert smá skrýtið að hafa svona langar neglur allt í einu en samt gaman að láta hendurnar líta svona vel út ;)

föstudagur, apríl 16, 2004

Árni er að fara í seinasta prófið sitt í HR á eftir kl. 9. Ekkert smá gaman hjá honum, reyndar tekur þá bara lokaverkefnið við en hann þarf þá ekkert að mæta í skólann og svona. Gangi þér bara vel ástin mín.
Ég, Ásta, Lísa og Ragga hittumst á kaffihúsi í gær og vorum að skipuleggja gæsapartýið hennar Hrannar. Megum ekki seinni vera því að það var mánuður í brúðkaupið þeirra í gær!! Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Þetta verður samt rosalega skemmtilegt gæsapartý, við allavegum skemmtum okkur mjög vel við að plana allt.
Svo byrjaði ég í þessum kúr í morgun, þurfti að borða eina brauðsneið og fullt af osti. Ég er alls ekki vön að borða á morgnana þannig að ég var alveg komin með nóg eftir hálfa brauðsneið en ég píndi þetta samt í mig. Svo verður þetta ekkert mál þegar að maður er búinn að venjast þessu.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Við fórum í gær og skrifuðum undir kaupsamninginn fyrir íbúðina, þannig að tæknilega séð eigum við hana ekki lengur. Svo er bara afhendingardagur 1. júní þannig að það er bara allt að gerast. Við fengum borgaðan helminginn af þeim peningum sem við fáum fyrir íbúðina þannig að það var ekkert smá gaman að líta á reikninginn sinn eftir að kaupsamningurinn var undirritaður ;)
Svo fór ég og náði í brúðarkjólinn minn í gær, ekkert smá gaman. Ég fór strax heim til mömmu og pabba og mátaði hann með skónum og kórónunni, geðveikt stuð.
Ég fór líka í gær á fund hjá DDV, þetta er svona rétt samansettur matseðill sem maður á að borða, eitthvað sem er gott fyrir einhvern eins og mig sem kann ekki að borða rétt. En þetta er samt ekkert smá mikið sem maður á að borða á hverjum degi, að minnsta kosti 600 g af grænmeti á dag og fullt af ávöxtum. Mér líst samt bara mjög vel á þetta, þetta er enginn kúr, bara svona verið að kenna manni að borða rétt.
Svo er alltaf að styttast í skil á ritgerðinni, hlakka svo til.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska allir saman.
Jæja þetta er bara búið að vera frábært frí. Ég er líka búin að vera dugleg í ritgerðinni minni og er bara nokkurn veginn búin með hana, bara smá fínpússun eftir. Á föstudaginn langa fórum við svo í matarboð til mömmu og pabba og fengum rosalega góðan mat. Svo fórum við stelpurnar á djammið og það var ekkert smá gaman. Ég var alveg í bænum til 4 en þá kom Árni og sótti mig.
Svo á laugardaginn og í dag er ég bara búin að vera að slappa af, snúa sólarhringnum við og svona. Árni er að læra fyrir próf þannig að hann er ekkert heima, er að fara í próf 13. apríl og svo seinasta prófið sitt 16. apríl. En þá byrjar bara lokaverkefnið á fullu.
Við fengum svo mikið af páskaeggjum að við náum aldrei að klára þau. Við vorum búin að kaupa eitt Ástaregg fyrir okkur, svo fékk ég eitt nr. 6 frá Góu frá vinnunni, svo gáfu mamma og pabbi okkur tvö páskaegg nr. tvö og svo var páskaeggjabingó með fjölskyldunni hans Árna í dag og þar unnum við tvö nr. eitt. Þetta er bara of mikið.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Vá hvað það er frábært að fá 5 daga frí, það verður svo gott að sofa út. Ég fór nú reyndar að passa Adam frænda í dag því að stóri bróðir hans sem heitir Daníel Ágúst var að fermast. Sigga og Drífa nenntu ekki með Adam með í kirkjuna þannig að ég var sett í það að passa og svo fór ég eftir það í fermingunarveisluna og var bara að koma heim.
Svo er matarboð hjá mömmu og pabba á morgun og líka stelpudjamm með Helgu, Ingu og Rannveigu. Gaman gaman. En svo eftir það ætla ég bara að taka því rólega og reyna að klára ritgerðina mína. Leiðbeinandinn minn vill nefnilega að ég skili honum fullkláraðri ritgerð eftir 11 daga, oh my god.
Hey svo eitt enn. Árni þykist eitthvað ætla að fara að blogga. Endilega kíkið á síðuna hans hérna til vinstri.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Jæja helgin er bara búin að vera frábær. Ég kláraði innganginn minn í ritgerðinni á laugardaginn (alveg 9 heilar bls.). Svo um kvöldið var matarboð hjá Helgu og Frey og mér, Ástu og Hrönn + menn voru boðin. Við fengum rosalega góðan kjúkling í matinn og svo var bara byrjað að djamma. Við stelpurnar fórum svo á Glaumbar og dönsuðum alveg í 3 tíma straight. Ekkert smá gaman. Árni datt nú reyndar og missteig sig frekar illa og er bara frekar haltur í dag, greyið.
Svo var ferming hjá Bjarna Þór, frænda mínum í dag. Heilsan hefði nú mátt vera betri (aðeins þunn eftir gærdaginn ;)) en þetta reddaðist nú allt saman eftir að maður var búinn að fá nokkrar kökur ofan í maga. Svo á bara að slappa af í kvöld, liggja uppi í rúmi og reyna að losna við þennan höfuðverk.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Bergþór pabbi hringdi í mig aftur áðan. Tinna átti semsagt 10 hvolpa samtals, en svo dó 1, greyið manns.
Annars er allt við það sama og í gær, fór í vinnuna reyndar en það er eitthvað voðalega lítið að gerast í lífinu hjá mér núna. Reyndar komin með 7.200 orð í ritgerðinni minni, vantar þá bara ca. 2.800, alveg að verða búið, jibbí.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Bergþór pabbi var að hringja í mig og sagði mér að Tinna er búin að eiga 6 hvolpa, oh hvað maður er sætastur. Ég hlakka svo til að fara og sjá þá, gaman gaman.
Reyndar var ég svo veik í dag, ekki gaman. Fór ekki í vinnuna af því að ég var með svo mikinn svima og hausverk, en ég svaf svo mikið í dag að ég hlýt að vera búin að ná þessu úr mér. Vonum það allavega.
En hef voðalega lítið annað að segja.

mánudagur, mars 29, 2004

Jæja helgin búin. Þetta var alveg fín helgi, skrifaði mikið í ritgerðinni minni, svaf mikið og slappaði bara vel af. Þetta var fyrsta helgin í langan tíma þar sem að Árni var heima alla helgina, mjög gaman, orðin pínku leið á því að vera ein heima öll kvöld og allar helgar. En svo byrjar það reyndar aftur núna í kvöld þar sem að Árni er að byrja í prófum og þarf að læra.
Svo var kaffihúsaferð með stelpunum í gær, gaman að hitta þær svona og spjalla. Reyndar var bara stórhættulegt að keyra á kaffihúsið, það var smá snjókoma en það var eins og það væri geðveikt frost í götunum, bíllinn rásaði alveg og svona. Ég var svo hrædd við að keyra þannig að ég kom við í skólanum hans Árna og lét hann skutla mér afganginn af leiðinni á kaffihúsið ;)
En núna er bara ein og hálf vinnuvika eftir og það eru páskarnir komnir, ég hlakka svo til að geta sofið smá út og fá frí. Ég ætla nefnilega að reyna að klára sem mest í ritgerðinni minni á þeim tíma.

föstudagur, mars 26, 2004

Föstudagur kominn, jibbí. Ég er búin að vera svo kvefuð og með mikla hálsbólgu að ég hlakka svo til að geta sofið smá út og hvílt mig. Reyndar verð ég að vinna á fullu í ritgerðinni minni, alltaf styttist í skil.
Ég og Árni ákváðum bara að taka Hótel Sögu, fengum tilboð í Félagsheimili Seltjarnarness með mati og öllu víni og þannig og það munaði bara pínkupons. Á Sögu fáum við heldur enga bakreikninga, það er að segja þetta er tilboðið og það kemur ekkert til með að hækka. Hinsvegar gat hinn aðilinn ekki lofað okkur því að við myndum ekki fá bakreikninga vegna þess að þjónunum er borgað sér hjá þeim (og maður getur ekkert reiknað nákvæmlega hvað þeir þurfa að vera í marga tíma). Þannig að þetta er þá búið að reddast. Ég er svo ánægð, ekki gaman að reyna að vera að redda sal fjórum mánuðum fyrir brúðkaupið. Núna getur maður bara hætt að pæla í brúðkaupinu þangað til í maí enda höfum við engan tíma, erum bæði á fullu í lokaverkefni.
Svo eru að koma páskar, oh ég hlakka svo til að geta hvílt mig. Svo er ég að fara í tvær fermingar, fyrstu frændsystkinin mín eru að fara að fermast, gaman gaman.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Bergþór pabbi hringdi í mig áðan og sagði að hann hefði velt bílnum á leiðinni til Þórshafnar. Ég fékk alveg áfall og hélt að hann væri stórslasaður en hann sagði svo að það væri allt í lagi með hann sem betur fer. Hann marðist reyndar dálítið á öxlinni en var bara heppin að ekkert meira kom fyrir. Ég held nú að hann hafi bara verið ánægðastur með að Tinna var ekki með honum, hún á nefnilega að eiga hvolpa mánaðarmótin apríl - maí. Ég og Árni erum einmitt að spá í að fara til þeirra helgina eftir að Árni er búinn í skólanum. Gaman gaman að sjá hvolpa.
Við erum að leita okkur að öðrum sal fyrir brúðkaupið og ekki byrjaði það vel því að allir salir sem að við hringdum í voru auðvitað
uppteknir. En svo fundum við reyndar einn mjög fallegan í dag, Félagsheimili Seltjarnarness og við erum að fara að tala við þá sem ætla að sjá um matinn á morgun en þeir sjá líka um að leigja þennan sal út þannig að maður fær allt hjá sama aðilanum. Við spurðum Hótel Sögu reyndar hvort að þeir gætu ekki lækkað sig vegna þess að við höfðum fengið vitlausar upplýsingar hjá þeim fyrst og hefðum aldrei leigt þennan sal ef við hefðum ekki fengið þessar upplýsingar en við erum ekkert búin að heyra frá þeim.

föstudagur, mars 19, 2004

Jæja sagan er sú að við fengum tilboð í íbúðina á miðvikudaginn. Í gær gerðum við gagntilboð og þau samþykktu það í morgun og ég var að skrifa undir það tilboð þannig að íbúðin er seld!! Jibbí, ekkert smá gaman. Það tók semsagt 5 daga að selja hana, við erum svo ánægð. Það er nefnilega svo leiðinlegt að sýna íbúðir. Reyndar á Árni eftir að skrifa undir tilboðið líka (þannig að það verði löglegt) en hann gerir það bara seinna í dag þegar að hann sækir mig. Vei vei vei. Og svo skrifum við undir kaupsamning eftir svona viku - 10 daga.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Í fyrsta skipti í 11 ár (held að það sé frekar 11 ár frekar en 12) tapaði MR í Gettu betur :( En það hlaut að koma að því einhvern tímann. Ég er bara ánægð að þeir töpuðu ekki fyrir MH.
Íbúðin okkar er voðalega vinsæl virðist vera. Ég vil samt ekki segja neitt meira í bili því að ég vil ekki jinxa neitt ;)

þriðjudagur, mars 16, 2004

Núna er ég sko alls ekki sátt. Við vorum búin að panta Hótel Sögu fyrir veisluna í brúðkaupinu og allt í lagi með það. Þeir voru búnir að segja okkur að við mættum koma með vínið með okkur en svo hættu þeir bara allt í einu við það en sögðust samt ætla að láta okkur fá vínið á kostnaðarverði, fyrirgefðu en er 2.200 hver flaska kostnaðarverð? Mér finnst það ekki (og þetta var ódýrasta flaskan þeirra). Núna erum við semsagt að bíða eftir lokatilboði frá þeim en ef það verður eitthvað mikið hærra en það sem þeir lofuðu áður þá erum við bara farin annað. Reyndar er nú frekar stutt í brúðkaupið eða bara 4 1/2 mánuður en það hlýtur að vera einhver salur laus.
Svo erum við líka búin að setja íbúðina okkar á sölu, leigjendurnir eru bara ekki að standa sig, stelpan vill bara flytja út um mánðarmótin og svo fór Árni inn í íbúðina (auðvitað með leyfi leigjandans) í morgun til að láta meta brunabótamatið aftur og þá var fullur öskubakki af sígarettum þar inni, það var mjög skýrt tekið fram að það mætti alls ekki reykja inn í íbúðinni, helvítis pakk er þetta bara. Ég vil bara að strákurinn fari eftir mánuð (er enginn samningur á milli okkar, alltaf eftir að skrifa undir hann) því að ég fór að sýna íbúðina í gær og það sást varla í svefnherbergisgólfið fyrir skítugum fötum!!! Arrg parrg, ég er svo pirruð. Það er alltaf verið að segja okkur að það sé erfiðara að selja íbúðir með ekkert í þeim en það þarf nú að sjást í gólfin í það minnsta.

laugardagur, mars 13, 2004

Við náðum að senda skjölin til Århus, ákváðum að senda með TNT til að vera viss um að þau kæmust fyrir hádegi á mánudaginn. Þetta er samt ekkert smá dýrt að senda svona með TNT, rosalega góð þjónusta samt því að maður getur alveg fylgst með því hvar sendingin er stödd og líka hvenær háskólinn tekur við þeim. Þannig að þau eru komin til skila, vei.
Ég er búin með tilraun nr. 2 í lokaverkefninu mínu þannig að nú er bara ein tilraun eftir. Niðurstöðurnar af tilraun 2 koma bara vel út þannig að þetta mjakast svona áfram. Hlakka samt svo til þegar að þetta verður búið.
Í rauninni er nú mest lítið annað að frétta. Lífið hjá mér er greinilega eitthvað óspennandi núna, hef ekkert að segja ;)

miðvikudagur, mars 10, 2004

Jæja þá erum við búin að redda öllum skjölunum fyrir Háskólann í Århus og erum að fara að senda þetta fyrir hádegi í dag og þá eiga bréfin vonandi eftir að ná til háskólans fyrir hádegi 15. mars. Mér finnst samt svo hallærislegt að umsóknarfresturinn renni út fyrir hádegi, ef bréfið þitt kemst ekki til skila fyrr en klukkan tvö þá bara sorry, kemst ekki inn. Ég er samt svo ánægð að þetta sé að verða búið, ég er búin að vera svo stressuð og pirruð að það er ekki eðlilegt.
Svo hringdi ég í Háskólann í Århus í dag og þar var mér sagt að umsóknin sem ég var búin að fylla út er í rauninni ekki umsókn um mastersnám heldur bara hvort að B. A. gráðan mín samræmist dönsku B. A. gráðunni og ef þeir meta það að þær samræmast þá senda þau mér umsókn um masterinn. En ég hef litlar áhyggjur af því, þessar gráður samræmast örugglega mjög vel, annars gætu Íslendingar ekki verið að læra þetta fag úti.
Við hættum semsagt við að sækja um Háskólann í Kaupmannahöfn og DTU. DTU er kominn með nýtt námsfyrirkomulag og Árna leist ekkert eins vel á það og gamla fyrirkomulagið þannig að honum langaði ekkert lengur í DTU og þá ætlaði ég nú ekki að fara sækja ein um skóla í Kaupmannahöfn. Þannig að ef við komumst inn þá förum við til Karenar og Grétars, jibbí.

mánudagur, mars 08, 2004

Vá hvað ég var þreytt í morgun, nennti alls ekki að vakna og fara í vinnuna en maður gerði það auðvitað samt sem áður. Mig dreymdi bara eitthvað svo illa í nótt að ég er alveg eftir mig.
Á föstudaginn fórum við á árshátíð HR og það var bara mjög gaman. Maturinn var rosalega fínn, reyndar var súpan í forrétt bara rétt volg en samt mjög góð. Svo fengum við svínakjöt og kjúkling í aðalrétt og svo ístertu og ferska ávexti í eftirrétt, nammi namm. Á laugardaginn var ég svo bara að læra og reyna að skrifa eitthvað í ritgerðina mína, það gekk nú ekkert vel að skrifa eitthvað en ég er búin að lesa flestar heimildirnar mínar sem er fínt.
Á sunnudaginn fórum við svo á Brúkaupssýninguna Já, ég held að svona sýningar eigi bara ekkert við okkur. Allavega sáum við ekkert sem okkur leist á.
Á miðvikudaginn ætlum við að reyna að senda út umsóknina okkar til skólanna í Danmörku, Árni ætlar að ná í öll skjölin í dag og á morgun og svo þurfum við bara að fylla út umsóknina. Þannig að þetta ætti alveg að reddast. Reyndar eru danskar heimasíður alveg ótrúlega lélegar, við viljum frekar skoða allt á ensku þannig að maður ýtir á þann takka en þá þýða Danir bara forsíðuna á ensku en flest allar aðrar síður eru á dönsku, frekar hallærislegt.
En jæja, vona að vikan hjá ykkur verði frábær ;)

fimmtudagur, mars 04, 2004

Ég, Rannveig og Inga fórum í sumarbústað í gær til Önnu Heiðu, hún er í fríi í skólanum og ákvað að skreppa aðeins heim. Það var mjög gaman, fengum rosalega góða pizzu hjá henni og svo bara sátum við og töluðum.
Svo á morgun er árshátíð í skólanum hjá Árna og við ætlum bara að skella okkur. Ég er aldrei búin að fara á árshátíð í HÍ og Árni er heldur aldrei búin að fara hjá sér þannig að maður er bara kominn á seinasta sjéns með því að fara.
Svo er ég svo hrædd um að klára aldrei þessa tilraun mína, leiðbeinandinn minn er alltaf að bæta við tilraunina og hún er orðin frekar stór finnst mér og mér finnst svo stutt þangað til að ég á að skila.

mánudagur, mars 01, 2004

Helgin var bara fín, ég er búin að fara yfir niðurstöðurnar úr tilrauninni minni og þær eru bara fínar. Núna þarf Jörgen (leiðbeinandinn minn) bara að samþykkja þær og þá má ég fara af stað með seinni hlutann.
Heyrðu, svo verð ég aðeins að monta mig af Árna mínum. Hann var að fá stigin sín úr TOEFL prófinu og hann fékk 670 stig af 677, ekkert smá flott. Til hamingju ástin mín. Núna getum við farið að sækja um skólana í Danmörku, pínku scary finnst mér. Þá er þetta eitthvað svo raunverulegt að þetta er að fara að gerast. Ég kvíði nefnilega dálítið fyrir að flytja út.
Við fórum í útskrift til hans Bigga á laugardaginn, til hamingju með útskriftina Biggi minn. Það var bara mjög fínt, gaman að hitta aðeins fólkið og Birki Snæ, maður er bara algjör dúlla.
Svo fórum við á Brúðkaupssýninguna í Garðheimum í gær og hún var bara ekkert spes, eiginlega bara hálfömurleg. Illa skipulagt fannst mér og ég fékk engar hugmyndir. Kannski er þetta meira fyrir fólk sem er ekki með neinar ákveðnar hugmyndir. Við erum hinsvegar búin að ákveða flest allt.
Við prófuðum líka Burger King og vá hvað hann er vondur. Ég hef aldrei smakkað svona vondan hamborgara á ævi minni.
En jæja bankinn er að fara að opna þannig að ég verð að hætta. Það eru mánaðarmót þannig að það verður brjálað að gera.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Það var verið að birta próftöflu Háskóla Íslands og ég fer í Réttarsálfræðiprófið mitt 5. maí. Ekkert smá gaman, skila ritgerðinni 3. maí og svo prófið tveimur dögum seinna. Það verður ekkert smá næs að vera búin svona snemma.

Ég er byrjuð á tilrauninni minni, sem betur fer. Ég náði alveg 110 þátttakendum í fyrri hlutann sem er bara frábært. Núna á ég bara eftir að ná 40 í viðbót í seinni hlutann. Reyndar tekur sá hluti aðeins lengri tíma en sá fyrri en ég er allavega byrjuð. Ég fór bæði í Háskólann í Reykjavík og svo í Háskóla Íslands. Einn tími í HR sem ég fór í átti að vera með alveg 100 manns en það mættu bara 20, ekkert smá léleg mæting.
Svo var ég svo stressuð í gær þegar að ég var að horfa á Gettu betur, MR var undir mest allan tímann en náði svo að jafna og náði svo að taka fimm stig af sex sem eftir voru, þannig að þeir sigruðu. Ég hefði ekki þolað það að MH hefði unnið, allir aðrir mega vinna MR en ég hata hvað þessir MH - ingar eru hrokafullir.
Svo verður bara mikið að gera um helgina, ætlum aðeins að kíkja á brúðarsýninguna, svo er útskrift hjá Bigga hennar Ingu og svo er matarboð hjá Hrönn og Axel. Gaman að hafa svona mikið að gera. Svo ætla ég líka að fara af stað með seinni hlutann, þarf að plata þá sem Árni er með í hóp til að taka hana. Og svo þarf ég líka að láta eitthvað af vinunum taka hana, þ.e.a.s. þá sem vita ekki um hvað hún snýst. Silly me að kjafta um hvað hún er því að þá get ég ekki notað þá í tilraunina.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Jæja, enn ein helgin búin. Helgarnar eru svo fljótar að líða að það er ekki eðlilegt.
Á laugardaginn fór ég í klippingu þannig að ég er aftur orðin sæt ;). Svo um kvöldið var partý hjá Siggu og Drífu, rosalega góður matur og gaman að hitta öll systkinin og fleiri. Ég var nú reyndar ekki lengi þar því að ég fór að hitta Hrönn og við fórum á Glaumbar og dönsuðum ekkert smá mikið. Geðveikt gaman.
Svo í gær var ég bara heima og las smá fyrir tilraunina mína. Ég er samt byrjuð að hlakka svo til 3. maí því að þá á ég að skila ritgerðinni, gaman gaman. Vona bara að maður nái að klára fyrir þann tíma :)
Árni var ekkert heima alla helgina, hann kom til dæmis heim klukkan sex í morgun, það er bara brjálað að gera hjá honum þessa dagana, enda var einn kennarinn svo lengi að setja inn verkefnalýsingu á einu verkefni að skiladeginum var frestað um eina viku og þá fer náttúrulega allt í rugl. En í kvöld klukkan tólf verður hann búin að skila þessum þremur verkefnum og þá eru engin stór verkefni sem þarf að skila strax. Þannig að hann getur aðeins slappað af.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Jæja, ég fór og hitti leiðbeinandann minn á þriðjudaginn og er að fara að stað með tilraunina mína í næstu viku. Reyndar vildi hann að ég bætti aðeins við tilraunina mína þannig að hún er orðin tvískipt í rauninni en það er allt í lagi. Ég fékk svo smá kvíðakast þegar að ég var að sofna í gær, leiðbeinandinn minn sagði nefnilega að hann vildi fá að sjá ritgerðina mína tveimur vikum áður en ég á að skila til þess að lesa hana yfir sem þýðir að það eru aðeins 8 vikur þangað til að ég á að skila honum.
Svo á laugardaginn er partý hjá Siggu og Drífu, Drífa varð nefnilega 35 ára í gær. Til hamingju með afmælið Drífa mín. Þær ætla semsagt að halda smá afmæli, gaman gaman.
Svo er brjálað að gera hjá Árna í skólanum, hann á að skila einu verkefni í dag og svo tveimur á mánudaginn og líka að fara í fyrstu verkefnisskoðunina fyrir lokaverkefnið á mánudaginn. Hann er uppi í skóla allar nætur (búin að koma heim klukkan fjögur alla þessa viku) þannig að við sjáumst ekkert. Ekki neitt voðalega gaman.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Það var nú mikið að gerast um helgina, á laugardaginn smökkuðum ég og Árni eina köku fyrir brúðkaupið okkar, mér fannst hún mjög góð og líka mömmu, pabba og tengdamömmu en Árna og pabba hans fannst hún ekkert sérstök. Þannig að við þurfum að smakka fleiri, nammi namm. Svo fórum við í Kópavogsblóm og pöntuðum allar blómaskreytingar fyrir brúðkaupið, jei.
Svo um fjögurleytið fórum við í Hveragerði í 25 ára afmælið hennar Rannveigar (Árni komst sem betur fer með). Það var ekkert smá gott að borða þar, brauðréttir og kökur.
Svo eftir það fórum við í 25 ára partý hjá Ástu og það var rosa mikið fjör þar. Til hamingju með 25 ára afmælið elsku Ásta mín. Ég og Hrönn fórum á Hverfisbarinn og dönsuðum í alveg tvo tíma en eftir það vorum við búnar á því þannig að við fórum bara heim. Þannig að þetta var bara frábær helgi, aðeins að taka sér frí frá lærdómnum.