Jæja þá er ég búin að komast að þessu varðandi skólann. Ég er semsagt alveg komin inn :) mjög ánægð með það (greinilega bara einhver misskilningur hjá mér) og ég byrja næsta mánudag.
Þetta skólakerfi hérna er samt eitthvað skrýtið, ég valdi á milli klínískrar sálfræði og vinnusálfræði (semsagt hvort ég vildi sérhæfa mig í og ég valdi vinnusálfræði) en samt á ég líka að taka einn kúrs í klínískri. Frekar fyndið, ég spurði hana alveg spes út í það hvort að þetta væri örugglega svona og hún sagði margsinnis já þannig að ég er ekkert að misskilja neitt.
Svo spurði ég hana líka af hverju maður ætti að velja á milli þegar að maður fer svo í bæði og svarið hennar var: Svo að maður geti sérhæft sig. Hjálpaði mér voðalega mikið en ég hef litlar áhyggjur af þessu, ég fer hvort eð er ekkert í vinnusálfræði fyrr en á næstu önn þannig að þá verð ég örugglega búin að skilja þetta kerfi.
Stundaskráin mín er fín, er bara á mánudögum (2-5), þriðjudögum (11-5) og svo á miðvikudögum (11-13), mjög gott.
Svo bætist reyndar nokkrum sinnum við að ég á að fara í skólann á föstudögum og verð þá frá 9-4 og svo líka tvo laugardaga en það verður ekki fyrr en í nóvember.
En allavega, ég er mjög ánægð að þetta skuli vera komið á hreint.
Svo er ég alveg búin að finna uppáhaldsstöðina mína hérna, veit reyndar ekkert hvað hún heitir en hún sýnir gamla Beverly Hills þætti á hverjum degi. Maður liggur í kasti alveg ;).
En ætla að fara að horfa á gamla Sex and The City þætti. Knúsíknús.
miðvikudagur, september 01, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 9/01/2004 06:47:00 e.h.
|