föstudagur, desember 24, 2004

Þótt að klukkan sé ekki orðin 6 þá ætla ég samt að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Takk fyrir frábærar stundir á árinu sem er að líða.
Snúður tók smá forskot á pakkaopnun þegar að hann fann pakkann sinn (by the way lengst undir öllu pakkaflóðinu) og tætti hann í sig til þess að geta fengið harðfiskinn sem var í pakkanum. Algjört krútt.
Mér finnst nú reyndar mjög skrýtið að vera ekki með Árna þessi jól. Fyrstu jólin okkar gift og fyrstu jólin sem við erum ekki saman. En það verður bara að hafa það, ég hitti hann auðvitað seinna í kvöld en samt pínku leiðinlegt.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jibbí, ég er búin að ná Vinnusálfræðikúrsinum mínum. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að við áttum að vera að leysa ákveðið vandamál fyrir eitt fyrirtæki. Það var í raun ekkert vandamál hjá þessu fyrirtæki þannig að við gátum í raun ekki leyst neitt og kennarinn sagði okkur í síðasta tímanum að við hefðum bara átt að segja við fyrirtækið að þau væru ekki með neitt vandamál þannig að þau þyrftu ekkert á okkar hjálp að halda. Við bara ha!! Þegar að maður fær úthlutað verkefni í skólanum þá klárar maður það verkefni, maður hættir ekkert við á miðri leið. En allavega, ég fékk staðið (það var aftur bara gefið staðið eða fallið).

þriðjudagur, desember 21, 2004

Það er svo frábært að vera komin heim til Íslands og hitta alla. Alveg meiriháttar. Það er samt búið að vera alveg stíf dagskrá síðan við komum en það er bara gaman :).
Á laugardagskvöldið var 25 ára afmæli hjá Helgu vinkonu þar sem að maður hitti eiginlega alla vinina á einu brett, alveg yndislegt sko. Á sunnudag var 2 ára afmæli hjá Adam og þar hitti maður fjölskylduna sína :). Eftir afmælið skrifuðum við Árni á 60 jólakort, eins gott að við gerum þetta ekki á hverju ári en við erum allavega búin að senda þau öll, vei vei.
Í gær hitti ég svo nokkrar vinkonur á Tapas barnum, um nammi namm. Ekkert smá góður matur og frábær félagsskapur.
En tíminn líður bara allt of hratt, jólin eru bara alveg að koma og þá styttist í að Árni fari einn aftur til Danmerkur. Ég verð hinsvegar í mánuð til viðbótar ;).

fimmtudagur, desember 16, 2004

Heimaprófið búið!! Verkefnið mitt var semsagt þetta: A discussion and comparison of Klerman & Weissman’s interpersonal psychology and Beck’s cognitive therapy as a treatment for unipolar depression.
Ég á bara eftir að prenta út lokaútgáfuna og skila því á hádegi á morgun. Árni er svo líka búinn að skila seinasta verkefninu sínu fyrir jólafrí eftir aðeins 36 tíma vöku :s. Ég gæti aldrei haldið mér vakandi svona lengi í einu.
Annars var þetta bara fínn dagur, ég og Árni kíktum niður í bæ og eigum núna bara eina jólagjöf eftir. Svo ákváðum við að splæsa á okkur LOTR: The Return of The King (extended edition). Þannig að þegar að ég verð búin að skila heimaprófinu á morgun og við verðum búin að pakka, ætlum við að horfa á myndina, ég get varla beðið sko.
Svo þurfum við bara að vakna klukkan 5:30 á laugardagsmorgun, taka strætó klukkan 6:00, lestina 7:02 og flugvélin fer klukkan 13:20. Svo lendum við í Keflavík klukkan 15:30, jibbí. Hlakka til að knúsa ykkur öll.
Við verðum bæði með sömu símanúmer og áður en við fluttum.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Jej, búin að fá að vita að ég náði próffræði áfanganum mínum. Við fáum bara staðið eða fallið þannig að ég veit í rauninni ekkert hvernig mér gekk með verkefnið mitt, bara mjög ánægð að hafa náð :).

mánudagur, desember 13, 2004

Já gleymdi að segja eitt. Ég sakna Snúðarins okkar svooooo mikið. Ég get varla beðið eftir að sjá hann og knúsa hann. Svo er hann alltaf svo skemmtilegur um jólin, ræðst á kúlurnar á jólatrénu og veltir því næstum um koll (mamma er mjög ánægð með það, tíhí) og svo þegar að pakkarnir eru komnir undir tréð þá er sko langskemmtilegast að hoppa á þeim og leika sér að slaufunum. Alveg yndislegastur í heimi þessi kisi.

Ég er gjörsamlega að klepra á þessu heimaprófi. Ég er nokkurn veginn búin fyrir utan að ég á eftir að gera lokaorð og lesa yfir. Það sem fer í taugarnar á mér að ég hef ekki samvisku í að skila fyrir 17. des þannig að ég þarf að hanga með það yfir mér alveg þangað til. Ég er nú stundum einum of samviskusöm.
Svo fáum við hjónin í skóinn frá jólasveininum en af því að við erum orðin svo gömul þá fáum við bara annan hvorn dag, semsagt Árni byrjaði á að fá í skóinn, svo fékk ég í morgun o.s.frv. Árni fékk hrikalega sætt kisudagatal og ég fékk rosalega flottan jólasvein jej.
En svo styttist alltaf í heimkomu og ég er gjörsamlega að fara á límingunum, ég hlakka svo til. Ég kíkti einmitt til Karenar og Grétars í gær til að kveðja þau en þau fóru til Íslands í morgun. Ég hefði sko alveg verið til í að fara með þeim (þótt að það muni bara 5 dögum).
En svo ákváðum við að Árni myndi panta sér ferð aftur til Danmerkur 1. jan kl. 8:00. Þannig að hann þarf ekki að vera einn í öðru landi á gamlárskvöld, frekar lærir hann bara heima milli jóla og nýárs. Ég er auðvitað mjög ánægð með það :).

laugardagur, desember 11, 2004

Tengdamamma mín á stórafmæli í dag en hún er fimmtug. Til hamingju með afmælið Ingibjörg mín, þú færð pakkann eftir viku :).
Annars er alveg ekkert að gerast á þessu heimili. Ég er búin að fá heimaprófið mitt og ég er bara heima að vinna það og Árni er á fullu að klára verkefni sem hann á að skila 15. des. Þannig að heimilislífið á þessum bæ er voðalega melló þessa dagana.
Annars var Árni að fá þær fréttir að fyrsta prófið hans verður á milli 3. - 6. jan. og hann lenti auðvitað í því að vera í því 3. jan. Þannig að hann verður líklegast að fara heim 30. des eða eitthvað þannig til að geta lært eitthvað (og þurfa ekki að eyða jólafríinu heima í að læra) þannig að við eyðum gamlárskvöldinu ekki saman og þar að auki í sitthvoru lagi :(. Ekki alveg nógu gaman fyrir Árnann minn.
Og svo kem ég ekkert aftur til Danmerkur fyrr en 21. jan líklegast. Þannig að hann verður aleinn í þrjár vikur :( en hann er reyndar í prófum til 20. jan þannig að ég hefði ekkert annað að gera hérna en að trufla hann (þar sem að minn skóli byrjar ekki fyrr en um miðjan febrúar og ég klára öll próf í desember).

þriðjudagur, desember 07, 2004

Helga vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með 25 ára afmælið elsku Helga mín. Það eru bara 11 dagar þangað til að ég get knúsað þig :). Annars hlakka ég alveg gífurlega mikið til að komast heim og fara sama kvöld í afmæliveisluna til Helgu, það verður geggjað stuð.
Það er nú voðalega lítið annað að frétta, er ekkert búin að fara í skólann (þar sem að öll kennsla er búin) og ég fæ ekki heimaprófið fyrr en á morgun. Þannig að ég ætla bara að segja þetta gott.

sunnudagur, desember 05, 2004

Búin með tvo kúrsa af þremur, jibbí. Reyndar veit ég nú ekki hvort að ég hef staðist þá (fæ bara einkunnina staðist eða ekki staðist) en það reddast vonandi. Mér gekk semsagt alveg ágætlega að flytja verkefnið okkar. Allir Danirnir sögðu að þeir hefðu alveg skilið mig, að ég hefði reyndar talað dálítið hratt og líka hljómað dálítið norsk ;). En það var auðvitað fyrir mestu að þeir skildu mig.
Ég var núna bara að koma af jólahlaðborðinu og það var ekkert smá gaman. Rosalega góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Hinsvegar var ekki gaman að horfa á gamanleikritið sem kom á eftir matnum vegna þess að maður skildi ekkert allt. Þar sem að Íslendingarnir sátu allir saman þá var okkar borð frekar þögult þegar að hin borðin sprungu úr hlátri yfir einhverjum brandaranum :). Örugglega frekar skondið að sjá okkur þarna.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Jæja, bara tveir dagar eftir af skólanum og þá kemur 4 daga frí áður en heimaprófið byrjar. Þessir tveir seinustu dagar verða nú dálítið strembnir þar sem að ég og hópurinn minn erum að fara að flytja verkefnið okkar í Vinnusálfræði á morgun. Ég á semsagt að lesa kynninguna á verkefninu okkar fyrir u.þ.b. 20 manns og það á dönsku!! Ég hlýt að hafa verið á lyfjum þegar að ég samþykkti þetta. Vonandi á þetta samt eftir að reddast, reyndar er hópurinn minn alveg búinn að bjóðast til þess að hjálpa mér ef mig rekur í vörðurnar þannig að það er gott að vita af því.
Á föstudaginn er svo síðasti kennsludagur í Vinnusálfræði og þar eigum við að segja hvernig okkur hafi fundist verkefnið vera, hvernig kúrsinn var, hvernig hópurinn vann saman o.s.frv. Þannig að ég hlakka mjög til klukkan 4 á föstudag af því að þá er verkefnið búið og kennsla líka :).
Svo skila ég líka öðru verkefni á föstudag og þá er ég búin með tvo kúrsa, jej. Við skilum semsagt bara einu stóru verkefni í hverjum kúrs þannig að það er voðalega næs að það sé búið.
Á laugardaginn er svo Julefest hjá sálfræðideildinni, nokkurs konar jólahlaðborð. Flestallir íslensku sálfræðinemarnir ætla að fara þannig að ég ákvað bara að skella mér með líka og hlakka bara til. Eins gott að slappa líka aðeins af áður en 9 daga heimaprófið mitt byrjar þar sem að við fáum 2 spurningar, eigum að velja aðra og skrifa 10 bls. langt svar :s.
En semsagt allir að hugsa vel til mín klukkan 5 á morgun af því að þá byrjar kynningin á verkefninu okkar.