fimmtudagur, desember 16, 2004

Heimaprófið búið!! Verkefnið mitt var semsagt þetta: A discussion and comparison of Klerman & Weissman’s interpersonal psychology and Beck’s cognitive therapy as a treatment for unipolar depression.
Ég á bara eftir að prenta út lokaútgáfuna og skila því á hádegi á morgun. Árni er svo líka búinn að skila seinasta verkefninu sínu fyrir jólafrí eftir aðeins 36 tíma vöku :s. Ég gæti aldrei haldið mér vakandi svona lengi í einu.
Annars var þetta bara fínn dagur, ég og Árni kíktum niður í bæ og eigum núna bara eina jólagjöf eftir. Svo ákváðum við að splæsa á okkur LOTR: The Return of The King (extended edition). Þannig að þegar að ég verð búin að skila heimaprófinu á morgun og við verðum búin að pakka, ætlum við að horfa á myndina, ég get varla beðið sko.
Svo þurfum við bara að vakna klukkan 5:30 á laugardagsmorgun, taka strætó klukkan 6:00, lestina 7:02 og flugvélin fer klukkan 13:20. Svo lendum við í Keflavík klukkan 15:30, jibbí. Hlakka til að knúsa ykkur öll.
Við verðum bæði með sömu símanúmer og áður en við fluttum.