mánudagur, október 30, 2006

Mér finnst ég bara blogga um hversu fljótt helgarnar líða :). Á föstudaginn var starfsdagur í vinnunni, það var keyrt í Selvík um hádegið og ýmislegt skemmtilegt gert þar. Dagurinn endaði á fordrykk, þrírétta máltíð og nóg af léttvíni og bjór (ekki það að það skipti máli fyrir mig þessa dagana). Vorum komin aftur í bæinn um hálfellefu.

Á laugardaginn kíktu Hrönn, Axel og Lára Dís í heimsókn og við grilluðum saman. Alltaf gaman að fá gesti. Ég fór svo til mömmu á sunnudaginn þar sem við lágum yfir netinu til að sjá hvað við ætlum að kaupa í Boston, enda bara 9 dagar þangað til að við förum. Þetta verður svooooo skemmtilegt.

Annars ætlaði ég að óska Hildi vinkonu innilega til hamingju með útskriftina, loksins orðin sálfræðingur eins og ég :). Væri alveg til í að komast í útskriftarveisluna en það verður víst að bíða, vesen á þessum skóla að geta ekki stílað einkunnagjöfina inn á þegar að við vorum í heimsókn, tíhí.

fimmtudagur, október 26, 2006

Við skelltum okkur á Mýrina í gær, mæli hiklaust með henni. Ég og Árni skemmtum okkur mjög vel, besta íslenska myndin sem við höfum séð í langan tíma. Ekki spillti svo fyrir að mamma og pabbi sjást í tveimur skotum, þegar að tekið er inni í BSÍ.
Mér fannst Baltasar taka líka svo falleg myndaskot, ótrúlega mikið tekið úr lofti og horft yfir Reykjavík eða Suðurnesin, alltaf gaman að sjá landið sitt frá öðruvísi sjónarhorni.
Þótt að ég hafi ekki verið alveg sátt við Ingvar í hlutverki Erlends fyrst þá get ég ekki ímyndað mér einhvern annan í hlutverki hans núna, stendur sig geðveikt vel. Yfir höfuð fannst mér allir standa sig vel í hlutverkum sínum. Ég var nú reyndar búin að ímynda mér að Sigurður Óli væri ljóshærður og líka að Erlendur ætti að vera kominn með smá ístru en það eru nú bara smáatriði.

mánudagur, október 23, 2006

Skemmtileg helgi liðin. Grillpartýið hjá deildinni hans Árna heppnaðist ekkert smá vel, alltaf gaman að hitta vinnufélaga hans og maka þeirra. Ég var nú reyndar bara róleg og var komin heim um 11, svo að ég myndi nú ekki sofna í sófanum :).

Á laugardaginn fórum við svo í partý til Ástu sem var að útskrifast úr stjórnmálafræðinni í HÍ, innilega til hamingju einu sinni enn elsku Ásta mín.

Á sunnudaginn var Magnús Breki skírður, var algjör dúlla í skírnarkjólnum og það heyrðist nú varla í honum í veislunni. Við kíktum svo aðeins í heimsókn til tengdó þannig að þessi helgi var bara nokkuð afkastamikil.

Það verður mikið að gera í vikunni sem er framundan, afmæli hjá Hjörvari eftir vinnu í dag, saumó á morgun og við hjónin erum að spá í að kíkja á Mýrina á miðvikudagskvöldið. Hlakka ótrúlega mikið til að sjá myndina enda búin að lesa bókina 4 sinnum.

fimmtudagur, október 19, 2006

Ég er búin að vera svo þreytt þessa vikuna, er byrjuð að finna aðeins meira fyrir kúlunni, sérstaklega daginn eftir flugið. Mér leið eins og ég væri ekki búin að sofa í viku :). Ég ætlaði mér semsagt að hvíla mig bara um helgina en það lítur nú ekki út fyrir að það verði auðvelt. Grillpartý á föstudaginn, útskriftarpartý hjá Ástu vinkonu á laugardaginn og skírn hjá Ingibjörgu og Bigga á sunnudaginn. Reyndar þvílíkt gaman að hafa mikið að gera og hitta vinina svona mikið.

Annars kíktum við í mat til Helgu og Freys í gær, fengum ótrúlega góðan pastarétt og sátum svo aðeins og spjölluðum. Fórum reyndar dálítið snemma heim, af því að ég var svo þreytt.

Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta. Fer til Boston með mömmu og Bjarklindi systur eftir 3 vikur, maður þarf einmitt að byrja að hugsa hvað maður ætli að kaupa og svona.
Svo erum við rosalega stolt af Snúðinum okkar þessa dagana, hann er loksins búinn að læra að fara sjálfur inn og út um kattalúguna sína, allavega á daginn þegar að hann er einn heima. Hann er ekki alveg búinn að læra það á morgnana, vill ennþá að við hleypum honum út þá. Alveg ótrúlega fyndið hvað hann er vanafastur, vekur mig alltaf kl. 5:11 til að ég geti hleypt honum út. Ég er ekki að grínast með þessa tölu, lít nefnilega alltaf á klukkuna þegar að ég hleypi honum út og alltaf er hún 5:11.

mánudagur, október 16, 2006

Það var alveg yndislegt í Árósum. Flugum eldsnemma héðan og lentum í þvílíkum hita og þannig var það alla helgina, 17-18 stiga hiti og sól enda fannst mér einum of heitt. En allir aðrir voru mjög ánægðir með veðrið. Fimmtudagskvöldið fór nú bara í rólegheit en það var farið í bæinn bæði á föstudag og laugardag og verslað dálítið. Ég kíkti líka aðeins í skólann á föstudeginum og heilsaði upp á nokkrar vinkonur þar. Fannst frekar skrýtið að labba aftur inn í skólann :).

Á föstudagskvöldið fórum við Hildur, Jósa og Edda á CuCos, ummmm það er svo góður matur þar. Við kíktum svo á einn kokkteilabar og hittum þar Hákon og Árna en þeir fóru saman út að borða á Hereford, vildu frekar fá steikur heldur en grískan mat, skil ekkert í þeim. Fórum reyndar bara snemma heim, ég verð eitthvað svo fljótt þreytt þessa dagana. Við elduðum svo heima á laugardagskvöldið og spiluðum smá og sunnudagurinn var bara tekinn í algjöra leti áður en við lögðum af stað heim. Alveg frábær helgi í alla staði, takk aftur Hildur og Konni fyrir að leyfa okkur að gista.

Tókum nokkrar myndir, surprise surprise, ekki mikið myndavélafólk hér á ferð, læt ykkur vita þegar að þær verða komnar inn. Stelpur, þið munið svo eftir að senda mér myndirnar sem þið tókuð :). Fínt að láta aðra sjá um þetta, sérstaklega þegar að vinkonurnar eru svona myndavélaóðar, tíhí.

miðvikudagur, október 11, 2006

Það er svo mikið að gera hjá mér áður en ég fer til Árósa að ég tók mér bara frí eftir hádegi í dag. Ætla loksins að fara og sækja um löggildingu á sálfræðináminu mínu, ég útskrifaðist nú fyrir 4 mánuðum þannig að það er alveg kominn tími til þess :).
Eftir það ætla ég svo í fótsnyrtingu og svo í klippingu og strípur. Maður verður nú að líta sómasamlega út þegar að maður kemur til Árósa.

En þar sem að ég vinn bara til hádegis þá verð ég víst að klára verkefnin mín, skemmtið ykkur vel á næstu dögum, ég veit að ég á allavega eftir að gera það.

Update: Hringdi í Heilbrigðismálaráðuneytið til að tékka á því hvort að ég væri ekki með öll gögn fyrir löggildinguna. Nei nei, þegar að ég hringdi fyrir mánuði síðan þá var mér sagt að ég þyrti bara að koma með gögn frá Árósarháskóla, núna þarf ég allt í einu að koma með sakavottorð og prófskírteini frá HÍ og eitthvað fleira. Ég hata þegar að óhæft fólk svarar fyrir eitthvað sem það veit ekki um. Pirr, pirr, pirr, pirr.

þriðjudagur, október 03, 2006

Helgarnar fljúga framhjá manni með þvílíkum hraða. Seinasta helgi leið einmitt ótrúlega hratt. Kíkti í heimsókn til Karenar á föstudagskvöldið, röltum út á videoleigu og tókum okkur eina mynd og birgðum okkur upp af nammi :). Það var ekkert smá gaman að sjá hvað íbúðin þeirra er orðin flott, þrátt fyrir nokkur afturköst.

Á laugardaginn fórum við stelpurnar á Ítalíu til að kveðja Önnu Heiðu sem var að fara aftur til Þýskalands, oh það er svoooo góður matur þarna og ekki var félagsskapurinn síðri. Kíktum svo aðeins á Q-bar, bara nokkuð flottur en ég var reyndar ekki alveg að gúddera hvernig þeir báru fram heita drykki. Í einhvers konar plastglasi sem hitnaði þvílíkt mikið en samt var enginn hanki þannig að maður þurfti að halda á glasinu alveg efst til að geta drukkið úr því :).

Svo er líklegast grillpartý með deildinni hans Árna, annaðhvort núna um helgina eða þarnæstu helgi. Getur m.a.s. verið að það verði haldið heima hjá okkur, Árni er nefnilega alveg háður því að grilla þessa dagana. Ég held nú líka að það spili inn í að þegar hann grillar þá fær hann sér alltaf bjór á meðan :).