Það er svo mikið að gera hjá mér áður en ég fer til Árósa að ég tók mér bara frí eftir hádegi í dag. Ætla loksins að fara og sækja um löggildingu á sálfræðináminu mínu, ég útskrifaðist nú fyrir 4 mánuðum þannig að það er alveg kominn tími til þess :).
Eftir það ætla ég svo í fótsnyrtingu og svo í klippingu og strípur. Maður verður nú að líta sómasamlega út þegar að maður kemur til Árósa.
En þar sem að ég vinn bara til hádegis þá verð ég víst að klára verkefnin mín, skemmtið ykkur vel á næstu dögum, ég veit að ég á allavega eftir að gera það.
Update: Hringdi í Heilbrigðismálaráðuneytið til að tékka á því hvort að ég væri ekki með öll gögn fyrir löggildinguna. Nei nei, þegar að ég hringdi fyrir mánuði síðan þá var mér sagt að ég þyrti bara að koma með gögn frá Árósarháskóla, núna þarf ég allt í einu að koma með sakavottorð og prófskírteini frá HÍ og eitthvað fleira. Ég hata þegar að óhæft fólk svarar fyrir eitthvað sem það veit ekki um. Pirr, pirr, pirr, pirr.
miðvikudagur, október 11, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 10/11/2006 10:22:00 f.h.
|