fimmtudagur, október 26, 2006

Við skelltum okkur á Mýrina í gær, mæli hiklaust með henni. Ég og Árni skemmtum okkur mjög vel, besta íslenska myndin sem við höfum séð í langan tíma. Ekki spillti svo fyrir að mamma og pabbi sjást í tveimur skotum, þegar að tekið er inni í BSÍ.
Mér fannst Baltasar taka líka svo falleg myndaskot, ótrúlega mikið tekið úr lofti og horft yfir Reykjavík eða Suðurnesin, alltaf gaman að sjá landið sitt frá öðruvísi sjónarhorni.
Þótt að ég hafi ekki verið alveg sátt við Ingvar í hlutverki Erlends fyrst þá get ég ekki ímyndað mér einhvern annan í hlutverki hans núna, stendur sig geðveikt vel. Yfir höfuð fannst mér allir standa sig vel í hlutverkum sínum. Ég var nú reyndar búin að ímynda mér að Sigurður Óli væri ljóshærður og líka að Erlendur ætti að vera kominn með smá ístru en það eru nú bara smáatriði.