mánudagur, október 30, 2006

Mér finnst ég bara blogga um hversu fljótt helgarnar líða :). Á föstudaginn var starfsdagur í vinnunni, það var keyrt í Selvík um hádegið og ýmislegt skemmtilegt gert þar. Dagurinn endaði á fordrykk, þrírétta máltíð og nóg af léttvíni og bjór (ekki það að það skipti máli fyrir mig þessa dagana). Vorum komin aftur í bæinn um hálfellefu.

Á laugardaginn kíktu Hrönn, Axel og Lára Dís í heimsókn og við grilluðum saman. Alltaf gaman að fá gesti. Ég fór svo til mömmu á sunnudaginn þar sem við lágum yfir netinu til að sjá hvað við ætlum að kaupa í Boston, enda bara 9 dagar þangað til að við förum. Þetta verður svooooo skemmtilegt.

Annars ætlaði ég að óska Hildi vinkonu innilega til hamingju með útskriftina, loksins orðin sálfræðingur eins og ég :). Væri alveg til í að komast í útskriftarveisluna en það verður víst að bíða, vesen á þessum skóla að geta ekki stílað einkunnagjöfina inn á þegar að við vorum í heimsókn, tíhí.