fimmtudagur, maí 20, 2004

Núna er minna en sólarhringur þangað til að ég og Árni verðum komin upp í vélina til Orlando, ég get varla beðið.
Seinasti vinnudagurinn minn á Bæjarhrauninu var í gær (byrja semsagt í greiðsluþjónustunni þegar að ég kem heim) og þau voru svo sæt, gáfu mér glerlistaverk sem heitir "ást í gleri" í kveðjugjöf (af því að ég og Árni erum að fara að gifta okkur). Rosalega flott listaverk.
Árni er svo stressaður fyrir einkunnina sína fyrir lokaverkefnið. Ekki það að hann haldi að þau nái ekki, bara til að vita það. Nefnilega ef hann nær 9,5 þá kemst hann aftur á forsetalistann fyrir þessa önn og þá verður hann semsagt á forsetalistanum fyrir allt seinasta árið, geðveikt flott. En það er svo mikill munur á kennurum í HR og HÍ. Einkunnirnar fyrir lokaverkefnið eiga að koma inn á morgun en koma frekar seint inn, örugglega eftir að við verðum lögð af stað út á flugvöll. Verkefniskennarinn hans Árna veit að hann er að fara til Orlando og bauð Árna að hringja í hann rétt áður en við leggjum af stað út á flugvöll og hann myndi segja honum einkunnina, bara svo að hann myndi vita hana áður en hann fer.
Ég sendi email á kennarann minn daginn eftir seinasta prófið (af því að mér gekk ekkert vel og er dálítið hrædd um að ég nái þessu ekki) og sagði honum að ég væri að fara til USA og þetta væri seinasta prófið mitt í sálfræðinni og útskriftin mín velti á þessu og spurði hann hvort að það væri möguleiki á hann gæti sagt mér einkunnina áður en ég færi út og ég fékk bara þvert nei. Alveg ömurlegt, svona eru allir í HÍ. Einkunnin á nefnilega að koma 26. maí og þá verð ég úti og ég er viss um að ég verði geðveikt stressuð allan daginn að reyna að finna netcafé til að athuga einkunnina, en það verður víst að hafa það ;)
En jæja ætla að fara að klára að pakka, blogga næst þegar að ég kem heim, jibbí.

mánudagur, maí 17, 2004

Árni er búinn að flytja lokakynninguna í B.Sc. verkefninu sínu þannig að hann er formlega búinn, til hamingju ástin mín. Ég, mamma og pabbi fórum að horfa á hann (og hópinn hans) og þau stóðu sig ekkert smá vel. Rosalega flott hjá þeim. Svo verður grillmatur í kvöld heima hjá Steinunni (eina stelpan í hópnum) þannig að það verður gaman í kvöld.
Svo er Árni bara kominn í frí, gaman gaman. Hann á það líka svo skilið, búinn að vera svo lengi að vinna í þessu verkefni.
Og núna eru bara 3 dagar í Orlando, ég get varla beðið. Hrönn og Axel fara á morgun, ég öfunda þau ekkert smá en svo hittum við þau eftir 3 daga.

laugardagur, maí 15, 2004

Úkraína vann eins og ég spáði, gaman gaman. Við náðum semsagt endanum á Eurovision eftir brúðkaupið hjá Hrönn og Axel. Við fórum frekar snemma heim úr brúðkaupinu því að Árni er orðinn svo langþreyttur eftir þetta lokaverkefni.
En brúðkaupið var ekkert smá flott og bara rosalega gaman. Til hamingju með giftinguna krúttin mín. Kjóllinn hennar Hrannar var alveg geðveikur (enda saumaði hún hann sjálf), ég tók fullt af myndum en þær koma inn seinna. Árni þarf nefnilega að kenna mér að flytja frá myndavélinni yfir á tölvuna ;).
Svo bilaði bíllinn okkar í gær og við komum honum ekki á verkstæði fyrr en á mánudag :(. Ekki gaman, það er ömurlegt að vera bíllaus.
En núna eru bara þrír vinnudagar eftir og þá er það Orlando, vei vei vei.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jæja, Eurovision er búið þetta árið hjá mér því að ég get ekki fylgst með því núna á laugardaginn af því að ég er að fara í brúðkaup. Mér fannst samt rosalega gaman að fylgjast með forkeppninni í gær og ég spái því að Úkraína verði í fyrsta sæti, ekkert smá flott lag. Reyndar skil ég nú ekkert í því að Bosnía - Hersegovina komst áfram í gær og því þá síður Serbía - Svartfjallaland. Mamma spáir reyndar því að Malta vinni og ég fékk lagið alveg á heilann og er búin að vera að raula það í allan dag. On again, off again og það er það eina sem ég kann ;)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jæja núna er ég (lesist Árni) búin að vera rosalega dugleg í dag að bæta inn commentum, tenglum og mynd af Snúði sætasta. Svo ætlar Árni bara að bæta tenglum inn á myndirnar sem við erum búin að vera að taka og þá verður síðan orðin rosalega flott.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Jæja ég er búin að breyta templateinu mínu en ég nenni ekki að vesenast í því strax að setja inn linka og comment og svona, er eitthvað voðalega löt í dag ;).
Annars er nú mest lítið að frétta, ég er bara í vinnunni alla daga og fer svo heim. Árni er svo auðvitað aldrei heima en þetta fer nú að styttast hjá honum, opna kynningin er á mánudaginn og þá er hann bara búinn. Enda verður hann settur í að versla allt sem þarf fyrir Orlando ferðina ;)

sunnudagur, maí 09, 2004

Það er búið að vera rosalega mikið að gera þessa helgi hjá mér. Í gær var gæsunin hennar Hrannar og það heppnaðist ekkert smá vel enda vorum við rosalega heppnar með veðrið. Í stuttu máli létum við hana gera sig smá að fífli í bænum og í Kringlunni, fórum svo með hana í nudd og buðum henni svo út að borða á Ítalíu. Við enduðum svo kvöldið á Glaumbar en ég fór heim um eittleytið vegna þess að við vorum búnar að vera að síðan klukkan níu um morguninn.
Í morgun vaknaði ég svo frekar snemma og er núna heima hjá mömmu og pabba. Ákvað nefnilega að koma mömmu á óvart (af því að það er mæðradagurinn) og keypti rúnstykki og köku og flotta blómaskreytingu og núna erum ég og pabbi bara að bíða eftir því að mamma komi úr kirkjunni svo að við getum byrjað að borða ;)
Svo seinna í dag er afmæli hjá Rítu frænku minni, hún varð semsagt 4 ára á fimmtudaginn, til hamingju með afmælið Ríta mín.
En svo verður líka mikið að gera næstu helgi því að þá ætla Hrönn og Axel að gifta sig, ekkert smá gaman.

föstudagur, maí 07, 2004

Árni er búinn að fá einkunnir úr öllum prófunum sínum og hann stóð sig ekkert smá vel, fékk 8 í línulegri algebru, 8,5 í í stærðfræðilegum reikniritum og 9,5 í dreifðum kerfum. Ótrúlega flott hjá honum, til hamingju ástin mín.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég var svo eitthvað svo pirruð áðan að ég gleymdi að segja frá því að Árni er kominn inn í Háskólann í Århus þannig að alveg sama hvort að ég kemst inn eða ekki flytjum við til Danmerkur núna í ágúst. Ýkt gaman.

Jæja prófið búið. Mér hefði nú alveg mátt ganga betur. Held að þetta verði frekar tæpt, ekki gaman. Það voru semsagt 50 krossaspurningar og mér gekk alveg ágætlega í þeim, svo var ein 5% spurning og ég bullaði nú bara í henni, vissi ekkert hvað ég átti að skrifa. Svo kom ein 20% ritgerðarspurning og ég gat alveg skrifað eitthvað en veit ekkert hvort að það er nóg. Gjörsamlega hatandi, ég verð svo sár ef ég þarf að taka þetta próf aftur, seinasta prófið í sálfræðinni.

Ég var að skila ritgerðinni jibbí jibbí jibbí. Eftir klukkutíma fer ég svo í seinasta prófið mitt í HÍ og þá er þetta búið. Vona bara að ég falli ekki. Reyndar kvíði ég frekar mikið fyrir prófinu og mér finnst ég ekki kunna neitt en við skulum bara vona það besta.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Ég hitti leiðbeinandann minn áðan og ég þarf bara að gera eina litla breytingu á ritgerðinni og þá er ég búin og get skilað. Planið er semsagt að laga þetta í kvöld og klára að læra fyrir prófið. Á morgun ætla ég svo að fara að láta prenta ritgerðina út og fara í prófið og þá er þetta bara búið hjá mér. Jibbí, ég get varla beðið.

mánudagur, maí 03, 2004

Ég er búin að vera svo busy í dag (alveg brjálað að gera í vinnunni) og er núna að læra undir próf þannig að ég ætlaði bara aðeins að skjóta inn kveðju og óska afmælisbörnum dagsins innilega til hamingju með afmælið. Ingibjörg og Grétar eru semsagt bæði 25 ára í dag og vonandi var dagurinn alveg frábær hjá ykkur báðum. Knús og kossar til ykkar beggja.