Jæja, Eurovision er búið þetta árið hjá mér því að ég get ekki fylgst með því núna á laugardaginn af því að ég er að fara í brúðkaup. Mér fannst samt rosalega gaman að fylgjast með forkeppninni í gær og ég spái því að Úkraína verði í fyrsta sæti, ekkert smá flott lag. Reyndar skil ég nú ekkert í því að Bosnía - Hersegovina komst áfram í gær og því þá síður Serbía - Svartfjallaland. Mamma spáir reyndar því að Malta vinni og ég fékk lagið alveg á heilann og er búin að vera að raula það í allan dag. On again, off again og það er það eina sem ég kann ;)
|