sunnudagur, maí 09, 2004

Það er búið að vera rosalega mikið að gera þessa helgi hjá mér. Í gær var gæsunin hennar Hrannar og það heppnaðist ekkert smá vel enda vorum við rosalega heppnar með veðrið. Í stuttu máli létum við hana gera sig smá að fífli í bænum og í Kringlunni, fórum svo með hana í nudd og buðum henni svo út að borða á Ítalíu. Við enduðum svo kvöldið á Glaumbar en ég fór heim um eittleytið vegna þess að við vorum búnar að vera að síðan klukkan níu um morguninn.
Í morgun vaknaði ég svo frekar snemma og er núna heima hjá mömmu og pabba. Ákvað nefnilega að koma mömmu á óvart (af því að það er mæðradagurinn) og keypti rúnstykki og köku og flotta blómaskreytingu og núna erum ég og pabbi bara að bíða eftir því að mamma komi úr kirkjunni svo að við getum byrjað að borða ;)
Svo seinna í dag er afmæli hjá Rítu frænku minni, hún varð semsagt 4 ára á fimmtudaginn, til hamingju með afmælið Ríta mín.
En svo verður líka mikið að gera næstu helgi því að þá ætla Hrönn og Axel að gifta sig, ekkert smá gaman.