miðvikudagur, apríl 30, 2003

Ég gleymdi auðvitað að segja frá því að Árni er vonandi kominn með vinnu í sumar (ég er svo upptekin af sjálfum mér), hann var í viðtali hjá Landssímanum í dag og er að fara í enskupróf vegna þess á föstudaginn. Ef hann stendur sig vel í því er hann líklegast/vonandi kominn með vinnu. Ég er alveg að vona að hann fái þessa vinnu, það er svo gott fyrir hann að komast í eitthvað tölvutengt.
Svo var Árni líka í prófi í dag, hann er í Háskólanum í Reykjavík og er í þrjár vikur í einu fagi núna sem heitir Tölvuöryggi. Svo fær hann allar einkunnirnar sínar næsta mánudag 5. maí, svona er það þegar að prófin eru búin fyrir páska. En ætlaði bara að tjá mig aðeins, heyrumst.

Jæja búin í fyrsta prófinu og það gekk svona lala. Ég vissi alveg eitthvað við öllum spurningunum en mér fannst ég ekki vita nóg miðað við hvað spurningarnar giltu. En það verður bara að koma í ljós hvernig mér gekk. Ég ætla bara að taka mér frí í dag, nenni ekki að byrja strax að læra. Næsta próf er svo 5. maí og það er Vinnusálfræði, ég er semsagt með fjóra daga fyrir það og það er alveg meira en nóg.
Ég fór meira að segja og fékk mér að borða á Brennslunni með Hrönn í hádeginu og við töluðum bara um giftingar allan tímann. Hún og Axel eru nefnilega að fara að gifta sig 15. maí á næsta ári, ekkert smá skemmtilegt. Ég er alveg sjúk í giftingar.
En það er ekkert meira að segja, þetta er semsagt allt sem gerist hjá mér þessa dagana, geðveikt skemmtilegt líf.

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Ég á auðvitað aðeins eftir að bæta við heimasíðuna, setja inn linka og svoleiðis. En það kemur víst bara seinna þegar að ég hef meiri tíma.

Hæ hæ þá er heimasíðan loksins komin upp. Gekk eitthvað illa hjá mér í gær að ná í hana en það er semsagt í lagi núna.
Ég á auðvitað að vera læra enn og aftur þar sem ég er að fara í próf í Skynjunarsálfræði á morgun en ég nenni því ekki. Svo eru bara 16 dagar þangað til að ég er búin í prófum og ég hlakka svo til.
Fyrir utan þetta er mest lítið að frétta vegna þess að maður er bara búinn að vera heima í 20 daga í upplestrarfríi og ekki búinn að hitta neinn eða gera neitt skemmtilegt. Þannig að ég ætla bara að setja þetta gott núna.

mánudagur, apríl 28, 2003

halló þetta er prufa :)

Hæ hæ loksins komin með heimasíðu. Ég á reyndar að vera að læra en það gengur bara ekki neitt.