miðvikudagur, apríl 30, 2003

Jæja búin í fyrsta prófinu og það gekk svona lala. Ég vissi alveg eitthvað við öllum spurningunum en mér fannst ég ekki vita nóg miðað við hvað spurningarnar giltu. En það verður bara að koma í ljós hvernig mér gekk. Ég ætla bara að taka mér frí í dag, nenni ekki að byrja strax að læra. Næsta próf er svo 5. maí og það er Vinnusálfræði, ég er semsagt með fjóra daga fyrir það og það er alveg meira en nóg.
Ég fór meira að segja og fékk mér að borða á Brennslunni með Hrönn í hádeginu og við töluðum bara um giftingar allan tímann. Hún og Axel eru nefnilega að fara að gifta sig 15. maí á næsta ári, ekkert smá skemmtilegt. Ég er alveg sjúk í giftingar.
En það er ekkert meira að segja, þetta er semsagt allt sem gerist hjá mér þessa dagana, geðveikt skemmtilegt líf.