Bergþór pabbi hringdi í mig aftur áðan. Tinna átti semsagt 10 hvolpa samtals, en svo dó 1, greyið manns.
Annars er allt við það sama og í gær, fór í vinnuna reyndar en það er eitthvað voðalega lítið að gerast í lífinu hjá mér núna. Reyndar komin með 7.200 orð í ritgerðinni minni, vantar þá bara ca. 2.800, alveg að verða búið, jibbí.
miðvikudagur, mars 31, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 3/31/2004 09:42:00 e.h. |
þriðjudagur, mars 30, 2004
Bergþór pabbi var að hringja í mig og sagði mér að Tinna er búin að eiga 6 hvolpa, oh hvað maður er sætastur. Ég hlakka svo til að fara og sjá þá, gaman gaman.
Reyndar var ég svo veik í dag, ekki gaman. Fór ekki í vinnuna af því að ég var með svo mikinn svima og hausverk, en ég svaf svo mikið í dag að ég hlýt að vera búin að ná þessu úr mér. Vonum það allavega.
En hef voðalega lítið annað að segja.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/30/2004 10:35:00 e.h. |
mánudagur, mars 29, 2004
Jæja helgin búin. Þetta var alveg fín helgi, skrifaði mikið í ritgerðinni minni, svaf mikið og slappaði bara vel af. Þetta var fyrsta helgin í langan tíma þar sem að Árni var heima alla helgina, mjög gaman, orðin pínku leið á því að vera ein heima öll kvöld og allar helgar. En svo byrjar það reyndar aftur núna í kvöld þar sem að Árni er að byrja í prófum og þarf að læra.
Svo var kaffihúsaferð með stelpunum í gær, gaman að hitta þær svona og spjalla. Reyndar var bara stórhættulegt að keyra á kaffihúsið, það var smá snjókoma en það var eins og það væri geðveikt frost í götunum, bíllinn rásaði alveg og svona. Ég var svo hrædd við að keyra þannig að ég kom við í skólanum hans Árna og lét hann skutla mér afganginn af leiðinni á kaffihúsið ;)
En núna er bara ein og hálf vinnuvika eftir og það eru páskarnir komnir, ég hlakka svo til að geta sofið smá út og fá frí. Ég ætla nefnilega að reyna að klára sem mest í ritgerðinni minni á þeim tíma.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/29/2004 09:15:00 f.h. |
föstudagur, mars 26, 2004
Föstudagur kominn, jibbí. Ég er búin að vera svo kvefuð og með mikla hálsbólgu að ég hlakka svo til að geta sofið smá út og hvílt mig. Reyndar verð ég að vinna á fullu í ritgerðinni minni, alltaf styttist í skil.
Ég og Árni ákváðum bara að taka Hótel Sögu, fengum tilboð í Félagsheimili Seltjarnarness með mati og öllu víni og þannig og það munaði bara pínkupons. Á Sögu fáum við heldur enga bakreikninga, það er að segja þetta er tilboðið og það kemur ekkert til með að hækka. Hinsvegar gat hinn aðilinn ekki lofað okkur því að við myndum ekki fá bakreikninga vegna þess að þjónunum er borgað sér hjá þeim (og maður getur ekkert reiknað nákvæmlega hvað þeir þurfa að vera í marga tíma). Þannig að þetta er þá búið að reddast. Ég er svo ánægð, ekki gaman að reyna að vera að redda sal fjórum mánuðum fyrir brúðkaupið. Núna getur maður bara hætt að pæla í brúðkaupinu þangað til í maí enda höfum við engan tíma, erum bæði á fullu í lokaverkefni.
Svo eru að koma páskar, oh ég hlakka svo til að geta hvílt mig. Svo er ég að fara í tvær fermingar, fyrstu frændsystkinin mín eru að fara að fermast, gaman gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/26/2004 09:23:00 f.h. |
þriðjudagur, mars 23, 2004
Bergþór pabbi hringdi í mig áðan og sagði að hann hefði velt bílnum á leiðinni til Þórshafnar. Ég fékk alveg áfall og hélt að hann væri stórslasaður en hann sagði svo að það væri allt í lagi með hann sem betur fer. Hann marðist reyndar dálítið á öxlinni en var bara heppin að ekkert meira kom fyrir. Ég held nú að hann hafi bara verið ánægðastur með að Tinna var ekki með honum, hún á nefnilega að eiga hvolpa mánaðarmótin apríl - maí. Ég og Árni erum einmitt að spá í að fara til þeirra helgina eftir að Árni er búinn í skólanum. Gaman gaman að sjá hvolpa.
Við erum að leita okkur að öðrum sal fyrir brúðkaupið og ekki byrjaði það vel því að allir salir sem að við hringdum í voru auðvitað
uppteknir. En svo fundum við reyndar einn mjög fallegan í dag, Félagsheimili Seltjarnarness og við erum að fara að tala við þá sem ætla að sjá um matinn á morgun en þeir sjá líka um að leigja þennan sal út þannig að maður fær allt hjá sama aðilanum. Við spurðum Hótel Sögu reyndar hvort að þeir gætu ekki lækkað sig vegna þess að við höfðum fengið vitlausar upplýsingar hjá þeim fyrst og hefðum aldrei leigt þennan sal ef við hefðum ekki fengið þessar upplýsingar en við erum ekkert búin að heyra frá þeim.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/23/2004 10:56:00 e.h. |
föstudagur, mars 19, 2004
Jæja sagan er sú að við fengum tilboð í íbúðina á miðvikudaginn. Í gær gerðum við gagntilboð og þau samþykktu það í morgun og ég var að skrifa undir það tilboð þannig að íbúðin er seld!! Jibbí, ekkert smá gaman. Það tók semsagt 5 daga að selja hana, við erum svo ánægð. Það er nefnilega svo leiðinlegt að sýna íbúðir. Reyndar á Árni eftir að skrifa undir tilboðið líka (þannig að það verði löglegt) en hann gerir það bara seinna í dag þegar að hann sækir mig. Vei vei vei. Og svo skrifum við undir kaupsamning eftir svona viku - 10 daga.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/19/2004 10:50:00 f.h. |
fimmtudagur, mars 18, 2004
Í fyrsta skipti í 11 ár (held að það sé frekar 11 ár frekar en 12) tapaði MR í Gettu betur :( En það hlaut að koma að því einhvern tímann. Ég er bara ánægð að þeir töpuðu ekki fyrir MH.
Íbúðin okkar er voðalega vinsæl virðist vera. Ég vil samt ekki segja neitt meira í bili því að ég vil ekki jinxa neitt ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 3/18/2004 09:11:00 e.h. |
þriðjudagur, mars 16, 2004
Núna er ég sko alls ekki sátt. Við vorum búin að panta Hótel Sögu fyrir veisluna í brúðkaupinu og allt í lagi með það. Þeir voru búnir að segja okkur að við mættum koma með vínið með okkur en svo hættu þeir bara allt í einu við það en sögðust samt ætla að láta okkur fá vínið á kostnaðarverði, fyrirgefðu en er 2.200 hver flaska kostnaðarverð? Mér finnst það ekki (og þetta var ódýrasta flaskan þeirra). Núna erum við semsagt að bíða eftir lokatilboði frá þeim en ef það verður eitthvað mikið hærra en það sem þeir lofuðu áður þá erum við bara farin annað. Reyndar er nú frekar stutt í brúðkaupið eða bara 4 1/2 mánuður en það hlýtur að vera einhver salur laus.
Svo erum við líka búin að setja íbúðina okkar á sölu, leigjendurnir eru bara ekki að standa sig, stelpan vill bara flytja út um mánðarmótin og svo fór Árni inn í íbúðina (auðvitað með leyfi leigjandans) í morgun til að láta meta brunabótamatið aftur og þá var fullur öskubakki af sígarettum þar inni, það var mjög skýrt tekið fram að það mætti alls ekki reykja inn í íbúðinni, helvítis pakk er þetta bara. Ég vil bara að strákurinn fari eftir mánuð (er enginn samningur á milli okkar, alltaf eftir að skrifa undir hann) því að ég fór að sýna íbúðina í gær og það sást varla í svefnherbergisgólfið fyrir skítugum fötum!!! Arrg parrg, ég er svo pirruð. Það er alltaf verið að segja okkur að það sé erfiðara að selja íbúðir með ekkert í þeim en það þarf nú að sjást í gólfin í það minnsta.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/16/2004 02:00:00 e.h. |
laugardagur, mars 13, 2004
Við náðum að senda skjölin til Århus, ákváðum að senda með TNT til að vera viss um að þau kæmust fyrir hádegi á mánudaginn. Þetta er samt ekkert smá dýrt að senda svona með TNT, rosalega góð þjónusta samt því að maður getur alveg fylgst með því hvar sendingin er stödd og líka hvenær háskólinn tekur við þeim. Þannig að þau eru komin til skila, vei.
Ég er búin með tilraun nr. 2 í lokaverkefninu mínu þannig að nú er bara ein tilraun eftir. Niðurstöðurnar af tilraun 2 koma bara vel út þannig að þetta mjakast svona áfram. Hlakka samt svo til þegar að þetta verður búið.
Í rauninni er nú mest lítið annað að frétta. Lífið hjá mér er greinilega eitthvað óspennandi núna, hef ekkert að segja ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 3/13/2004 06:02:00 e.h. |
miðvikudagur, mars 10, 2004
Jæja þá erum við búin að redda öllum skjölunum fyrir Háskólann í Århus og erum að fara að senda þetta fyrir hádegi í dag og þá eiga bréfin vonandi eftir að ná til háskólans fyrir hádegi 15. mars. Mér finnst samt svo hallærislegt að umsóknarfresturinn renni út fyrir hádegi, ef bréfið þitt kemst ekki til skila fyrr en klukkan tvö þá bara sorry, kemst ekki inn. Ég er samt svo ánægð að þetta sé að verða búið, ég er búin að vera svo stressuð og pirruð að það er ekki eðlilegt.
Svo hringdi ég í Háskólann í Århus í dag og þar var mér sagt að umsóknin sem ég var búin að fylla út er í rauninni ekki umsókn um mastersnám heldur bara hvort að B. A. gráðan mín samræmist dönsku B. A. gráðunni og ef þeir meta það að þær samræmast þá senda þau mér umsókn um masterinn. En ég hef litlar áhyggjur af því, þessar gráður samræmast örugglega mjög vel, annars gætu Íslendingar ekki verið að læra þetta fag úti.
Við hættum semsagt við að sækja um Háskólann í Kaupmannahöfn og DTU. DTU er kominn með nýtt námsfyrirkomulag og Árna leist ekkert eins vel á það og gamla fyrirkomulagið þannig að honum langaði ekkert lengur í DTU og þá ætlaði ég nú ekki að fara sækja ein um skóla í Kaupmannahöfn. Þannig að ef við komumst inn þá förum við til Karenar og Grétars, jibbí.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/10/2004 09:14:00 f.h. |
mánudagur, mars 08, 2004
Vá hvað ég var þreytt í morgun, nennti alls ekki að vakna og fara í vinnuna en maður gerði það auðvitað samt sem áður. Mig dreymdi bara eitthvað svo illa í nótt að ég er alveg eftir mig.
Á föstudaginn fórum við á árshátíð HR og það var bara mjög gaman. Maturinn var rosalega fínn, reyndar var súpan í forrétt bara rétt volg en samt mjög góð. Svo fengum við svínakjöt og kjúkling í aðalrétt og svo ístertu og ferska ávexti í eftirrétt, nammi namm. Á laugardaginn var ég svo bara að læra og reyna að skrifa eitthvað í ritgerðina mína, það gekk nú ekkert vel að skrifa eitthvað en ég er búin að lesa flestar heimildirnar mínar sem er fínt.
Á sunnudaginn fórum við svo á Brúkaupssýninguna Já, ég held að svona sýningar eigi bara ekkert við okkur. Allavega sáum við ekkert sem okkur leist á.
Á miðvikudaginn ætlum við að reyna að senda út umsóknina okkar til skólanna í Danmörku, Árni ætlar að ná í öll skjölin í dag og á morgun og svo þurfum við bara að fylla út umsóknina. Þannig að þetta ætti alveg að reddast. Reyndar eru danskar heimasíður alveg ótrúlega lélegar, við viljum frekar skoða allt á ensku þannig að maður ýtir á þann takka en þá þýða Danir bara forsíðuna á ensku en flest allar aðrar síður eru á dönsku, frekar hallærislegt.
En jæja, vona að vikan hjá ykkur verði frábær ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 3/08/2004 09:14:00 f.h. |
fimmtudagur, mars 04, 2004
Ég, Rannveig og Inga fórum í sumarbústað í gær til Önnu Heiðu, hún er í fríi í skólanum og ákvað að skreppa aðeins heim. Það var mjög gaman, fengum rosalega góða pizzu hjá henni og svo bara sátum við og töluðum.
Svo á morgun er árshátíð í skólanum hjá Árna og við ætlum bara að skella okkur. Ég er aldrei búin að fara á árshátíð í HÍ og Árni er heldur aldrei búin að fara hjá sér þannig að maður er bara kominn á seinasta sjéns með því að fara.
Svo er ég svo hrædd um að klára aldrei þessa tilraun mína, leiðbeinandinn minn er alltaf að bæta við tilraunina og hún er orðin frekar stór finnst mér og mér finnst svo stutt þangað til að ég á að skila.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/04/2004 01:23:00 e.h. |
mánudagur, mars 01, 2004
Helgin var bara fín, ég er búin að fara yfir niðurstöðurnar úr tilrauninni minni og þær eru bara fínar. Núna þarf Jörgen (leiðbeinandinn minn) bara að samþykkja þær og þá má ég fara af stað með seinni hlutann.
Heyrðu, svo verð ég aðeins að monta mig af Árna mínum. Hann var að fá stigin sín úr TOEFL prófinu og hann fékk 670 stig af 677, ekkert smá flott. Til hamingju ástin mín. Núna getum við farið að sækja um skólana í Danmörku, pínku scary finnst mér. Þá er þetta eitthvað svo raunverulegt að þetta er að fara að gerast. Ég kvíði nefnilega dálítið fyrir að flytja út.
Við fórum í útskrift til hans Bigga á laugardaginn, til hamingju með útskriftina Biggi minn. Það var bara mjög fínt, gaman að hitta aðeins fólkið og Birki Snæ, maður er bara algjör dúlla.
Svo fórum við á Brúðkaupssýninguna í Garðheimum í gær og hún var bara ekkert spes, eiginlega bara hálfömurleg. Illa skipulagt fannst mér og ég fékk engar hugmyndir. Kannski er þetta meira fyrir fólk sem er ekki með neinar ákveðnar hugmyndir. Við erum hinsvegar búin að ákveða flest allt.
Við prófuðum líka Burger King og vá hvað hann er vondur. Ég hef aldrei smakkað svona vondan hamborgara á ævi minni.
En jæja bankinn er að fara að opna þannig að ég verð að hætta. Það eru mánaðarmót þannig að það verður brjálað að gera.
Birt af Inga Elínborg kl. 3/01/2004 09:14:00 f.h. |