föstudagur, mars 19, 2004

Jæja sagan er sú að við fengum tilboð í íbúðina á miðvikudaginn. Í gær gerðum við gagntilboð og þau samþykktu það í morgun og ég var að skrifa undir það tilboð þannig að íbúðin er seld!! Jibbí, ekkert smá gaman. Það tók semsagt 5 daga að selja hana, við erum svo ánægð. Það er nefnilega svo leiðinlegt að sýna íbúðir. Reyndar á Árni eftir að skrifa undir tilboðið líka (þannig að það verði löglegt) en hann gerir það bara seinna í dag þegar að hann sækir mig. Vei vei vei. Og svo skrifum við undir kaupsamning eftir svona viku - 10 daga.