mánudagur, mars 29, 2004

Jæja helgin búin. Þetta var alveg fín helgi, skrifaði mikið í ritgerðinni minni, svaf mikið og slappaði bara vel af. Þetta var fyrsta helgin í langan tíma þar sem að Árni var heima alla helgina, mjög gaman, orðin pínku leið á því að vera ein heima öll kvöld og allar helgar. En svo byrjar það reyndar aftur núna í kvöld þar sem að Árni er að byrja í prófum og þarf að læra.
Svo var kaffihúsaferð með stelpunum í gær, gaman að hitta þær svona og spjalla. Reyndar var bara stórhættulegt að keyra á kaffihúsið, það var smá snjókoma en það var eins og það væri geðveikt frost í götunum, bíllinn rásaði alveg og svona. Ég var svo hrædd við að keyra þannig að ég kom við í skólanum hans Árna og lét hann skutla mér afganginn af leiðinni á kaffihúsið ;)
En núna er bara ein og hálf vinnuvika eftir og það eru páskarnir komnir, ég hlakka svo til að geta sofið smá út og fá frí. Ég ætla nefnilega að reyna að klára sem mest í ritgerðinni minni á þeim tíma.