Helgin var bara fín, ég er búin að fara yfir niðurstöðurnar úr tilrauninni minni og þær eru bara fínar. Núna þarf Jörgen (leiðbeinandinn minn) bara að samþykkja þær og þá má ég fara af stað með seinni hlutann.
Heyrðu, svo verð ég aðeins að monta mig af Árna mínum. Hann var að fá stigin sín úr TOEFL prófinu og hann fékk 670 stig af 677, ekkert smá flott. Til hamingju ástin mín. Núna getum við farið að sækja um skólana í Danmörku, pínku scary finnst mér. Þá er þetta eitthvað svo raunverulegt að þetta er að fara að gerast. Ég kvíði nefnilega dálítið fyrir að flytja út.
Við fórum í útskrift til hans Bigga á laugardaginn, til hamingju með útskriftina Biggi minn. Það var bara mjög fínt, gaman að hitta aðeins fólkið og Birki Snæ, maður er bara algjör dúlla.
Svo fórum við á Brúðkaupssýninguna í Garðheimum í gær og hún var bara ekkert spes, eiginlega bara hálfömurleg. Illa skipulagt fannst mér og ég fékk engar hugmyndir. Kannski er þetta meira fyrir fólk sem er ekki með neinar ákveðnar hugmyndir. Við erum hinsvegar búin að ákveða flest allt.
Við prófuðum líka Burger King og vá hvað hann er vondur. Ég hef aldrei smakkað svona vondan hamborgara á ævi minni.
En jæja bankinn er að fara að opna þannig að ég verð að hætta. Það eru mánaðarmót þannig að það verður brjálað að gera.
mánudagur, mars 01, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 3/01/2004 09:14:00 f.h.
|