mánudagur, febrúar 28, 2005

Fannst þetta svo meiriháttar að ég varð að skella þessu inn :)

Ert þú að velta því fyrir þér hvort þú sért tilbúin(n) til að eignast barn? Þá ættirðu kannski að taka þetta próf fyrst!

Fituprófið

Smurðu hnetusmjöri á sófann og aðeins upp á gardínurnar. Settu nokkrar kjötbollur á bak við sófann og láttu þær vera þar yfir sumarið.

Leikfangaprófið

Náðu í kassa með 25 kílóum af Legó-kubbum. Fáðu vin þinn til að dreifa vel úr kubbunum á gólfið í íbúðinni. Láttu binda fyrir augun á þér. Reyndu svo að fara frá svefnherberginu og inn í eldhús og aftur til baka. Það er bannað að vera í skóm og alveg bannað að æpa því það getur vakið barnið um nætur.

Stórmarkaðsprófið

Fáðu lánað eitt dýr af millistærð (t.d. geit) og farðu með hana í næsta stórmarkað að versla. Hafðu auga með geitinni allan tímann og borgaðu fyrir allt sem hún étur eða eyðileggur.

Fataprófið

Hefurðu prófað að klæða tveggja ára gamalt barn í föt? Fáðu þér stóran, lifandi og spriklandi kolkrabba. Troddu honum í lítið innkaupanet og passaðu að hafa alla armana inni í pokanum.

Matarprófið

Kauptu þér stóra plastkönnu. Fylltu hana til hálfs með vatni og hengdu hana svo upp í loftið í snúru. Láttu könnuna sveiflast til og frá eins og pendúl. Reyndu nú að koma einni matskeið af hafragraut niður um stútinn á könnunni um leið og þú leikur flugvél með skeiðinni. Helltu svo öllu innihaldinu á gólfið.

Næturprófið

Saumaðu þér lítinn poka úr sterku efni og fylltu hann með 4-5 kílóum af sandi. Klukkan 15 tekur þú pokann upp og byrjar að ganga um gólf með hann um leið og þú raular. Þessu heldur þú áfram til kl. 21. Leggðu þá pokann frá þér og stilltu vekjaraklukkuna á 22. Þá þarftu að vakna, ná í sandpokann og syngja öll þau lög sem þú hefur mögulega heyrt um ævina. Semdu svo 10-12 ný lög og syngdu þau til kl. 4 um morguninn á meðan þú gengur um gólf með pokann. Stilltu vekjaraklukkuna á 5. Vaknaðu og taktu til morgunmat. Gerðu þetta alltaf 5 daga í röð og líttu glaðlega út!

Sköpunargáfuprófið

Fáðu þér eggjabakka. Búðu til krókódíl úr honum með aðstoð skæra og málningar. Fáðu þér svo tóma klósettrúllu og búðu til fallegt jólaljós úr henni. Þú mátt aðeins nota límband og álpappír. Að lokum skaltu fá þér tóma mjólkurfernu, borðtennisbolta og tóman Kornflakes-pakka. Búðu til alvöru eftirlíkingu af Eiffel-turninum.

Bílprófið

Gleymdu því að fá þér BMW og fáðu þér station-bíl (þið vitið þessi löngu að aftan til að geyma vagna, kerrur og alls konar fylgihluti!) Kauptu þér súkkulaðiís í brauði og settu hann í hanskahólfið. Láttu hann vera þar. Finndu krónu. Settu hana inn í geislaspilarann í bílnum. Fáðu þér stóran pakka af kexkökum og myldu þær allar í aftursætið.... Nú er bíllinn tilbúinn!

Þolpróf kvenna

Fáðu lánaðan stóran grjónapúða og festu hann framan á magann á þér. Þú getur notað öryggisnælur og nælt pokann í fötin þín. Hafðu pokann framan á þér í 9 mánuði. Að þeim tíma liðnum geturðu fjarlægt 1/10 af innihaldi pokans - 9/10 verða eftir.

Þolpróf karla

Farðu inn í næsta apótek. Settu seðlaveskið þitt opið á borðið og segðu apótekaranum að taka eins og hann vill. Farðu nú í næsta stórmarkað. Farðu inn á skrifstofu og gerðu samning við eigandann um að launin þín verði lögð inn á reikning búðarinnar um hver mánaðamót. Kauptu þér dagblað. Farðu með það heim og lestu það í ró og næði. Í síðasta sinn!

Lokaprófið

Komdu þér í samband við par sem á barn. Útskýrðu fyrir þeim hvernig þau geta bætt sig í agamálum, þolgæðum, þolinmæði, klósettþjálfun og borðsiðum barnsins. Leggðu áherslu á að þau megi aldrei láta barnið sitt hlaupa um eftirlitslaust. Njóttu kvöldsins, því þú munt aldrei aftur hafa rétt svör við öllu.

Ert þú tilbúin(n) til að eignast barn?

En svo þegar að maður horfir á þessu litlu kríli og alveg sama hvað þau hafa gert af sér þá bráðnar maður alveg ;).

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Það er alveg merkilegt hvað það er búið að snjóa mikið hérna í Danmörku. Maður hefur verið að heyra í Íslendingum sem hafa búið hérna í nokkur ár og þeir hafa bara aldrei séð svona mikinn snjó hérna.
Einmitt þegar að mamma og pabbi ákveða að koma í heimsókn kemur snjórinn. Mamma var nú alveg hrikalega sátt við það (eða ekki) en svo þegar að þau fóru til Köln fór að hlýna og snjórinn að hverfa. Þau keyrðu svo frá Köln til Kaupmannahafnar í gær og voru tæpan sólarhring á leiðinni (tekur um svona 10 tíma vanalega). Það var semsagt frekar mikill vindur og snjókoma í gær og þau sátu föst á þjóðveginum í 10 tíma!! Enda kunna Danir ekkert að keyra í snjór, það voru flutningabílar fastir þvers og krus á veginum. Ekki mjög góður endir á ferðalaginu þeirra. Þau hringdu í mig klukkan 10 og þá voru þau loksins komin á flugvöllinn (áttu flug kl. 12) og voru gjörsamlega að deyja úr þreytu enda gátu þau lítið sem ekkert sofið í bílnum. Og ef þau hefðu komið mikið seinna á flugvöllinn hefðu þau misst af flugvélinni. Æ ég vorkenndi þeim svo mikið. En þau geta nú hvílt sig í flugvélinni og þegar að þau koma heim.
Svo kemst Snúður loksins heim úr Kattholti í dag. Sigga systir ætlar að sækja hann svo að hann þurfi ekki að vera einn aukadag þar (mamma og pabbi geta auðvitað ekkert náð í hann í dag). Oh hvað maður verður ánægður að koma heim.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Það var mjög gaman í stelpudjamminu á föstudaginn, fámennt en góðmennt. Ég og Helga Björt (gestgjafinn) vorum semsagt saman í eitt ár í Flensborg, gaman að sjá hana aftur. Svo var líka ein dönsk stelpa þarna þannig að maður æfðist aðeins í dönskunni :). Skrýtið hvað er auðveldara að tala dönsku eftir að maður er búin að fá sér í glas.
Svo var nú bara slappað af og lesið um helgina. Var nefnilega að kaupa mér nýja bók eftir Noru Roberts og er alveg sokkin ofan í hana. Karen og Grétar komu óvænt til okkar á sunnudaginn með bakkelsi (í tilefni konudagsins). Ekkert smá sætt af þeim. Svo fékk ég líka púsl frá Árna í konudagsgjöf, rosa gaman.
Ég og Árni erum loksins búin að ákveða hvaða borgir við ætlum að heimsækja í Evrópuferðinni okkar. Okkur langar semsagt að sjá þessar borgir (og ætlum að keyra um þær í þessari röð): Berlín, Prag, Vín, Feneyjar, Mílanó, Bern, París, Brussel og Amsterdam. Þvílíkt stuð. Ég hlakka ekkert smá til að fara.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Jæja, þá eru foreldarnir farnir :(. Þau fóru í dag, ákváðu að vera einn dag lengur hjá okkur en koma þá ekki til okkar aftur þegar að þau eru búin að vera í Þýskalandi. En það var ekkert smá gaman að hafa þau. Ég sýndi þeim allt það helsta hérna í Århus og þau buðu okkur út að borða á XL þar sem að við fengum m.a.s. kengúrukjöt!! sem er bara mjög gott, kom mér dálítið á óvart. Svo komu þau líka með fullt af íslensku nammi og ég og Árni erum búin að vera að rífast um hver á að fá hvað :).
Svo þegar að þau náðu í bílaleigubílinn í gær þá dró ég þau í Bilka (risastór búð hérna) til þess að njóta þess að versla mikið. Við getum nefnilega alltaf bara verslað fyrir tvo daga í einu eða eitthvað (takmarkast við hvað við getum borið á hjólunum). En núna gat ég verslað alveg fullt í einu, rosa gaman.
En svo var voða skrýtið að kveðja þau í morgun, ég var einhvern veginn ekkert að ná því að þau voru að fara en núna er allt svo tómlegt.
Svo er ég að fara í stelpupartý í kvöld með Karen, það verður örugglega rosa gaman. Ég kannast sem betur fer aðeins við gestgjafann en þekki örugglega enga aðra :) en það er bara gaman.
Góða helgi allir saman og verið góð hvort við annað.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Helgin var bara mjög fín. Það var ekkert mál fyrir Karen og Grétar að komast til okkar en þau komust svo varla inn fyrir dyrnar af því að það fennti alveg upp á miðja hurð hjá okkur :). Lögin í forkeppninni voru nú samt öll frekar léleg fyrir utan 2-3. Ég og Karen vildum að lagið Jeg tænder på dig myndi vinna enda var það flottasta lagið að okkar mati og það lag vann, jej.
En vá hvað við borðuðum mikið yfir keppninni. Ég og Árni vorum ekkert smá dugleg að buðum upp á hollustusnakk, vínber og niðurskornar gulrætur og gúrkur en þá komu Karen og Grétar með nammi og snakk með sér líka þannig að við borðuðum örugglega stanslaust í tvo tíma.
Svo á Ásta vinkona afmæli í dag. Til hamingju með afmælið elsku Ásta mín. (Sniðugt að heita Ástríður og eiga afmæli á Valentínusardag). Svo heldur þú bara afmælispartý þegar að við komum heim, hvað segirðu um það :).
Svo koma mamma og pabbi í dag. Fer niður á lestarstöð um 4 leytið til að sækja þau, get varla beðið eftir að knúsa þau.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Vá hvað það snjóar mikið hérna í Århus, alveg ekta snjóbylur bara. Ég þurfti að fara út í búð og ákvað bara að labba (var ekki alveg að treysta mér að hjóla í öllum þessum snjó) og ég leit út eins og snjókarl þegar að ég kom í búðina. En samt fínt að komast aðeins út, þegar að maður er svona lítið í skólanum þá er eitthvað svo auðvelt að nenna ekki út þannig að það var fínt að drífa sig aðeins upp af rassinum.
Við buðum Karen og Grétari í brunch í gærmorgun og ég held bara að þeim hafi þótt það rosalega gott :). Við gerðum eggjahræru, bacon, amerískar pönnukökur, bananasalat, ristað brauð og kartöflubáta, nammi namm.
Svo ætla þau að koma til okkar aftur í kvöld að horfa á dönsku forkeppnina í Eurovision. Bæði það að þau eru á bíl þessa dagana (þannig að þau þurfa ekki að hjóla í þessu veðri) og við eigum stærri sófa en þau.
Árni og Grétar voru að kaupa sér kort í skvass. Rosa gott hjá þeim en þeir eru svo ruglaðir stundum. Byrjuðu á því að fara nærri því í tvöfaldan tíma fyrst og fóru svo strax daginn eftir. Árni getur varla hreyft sig, hann er með svo miklar harðsperrur.
Svo er alltaf að styttast í mömmu og pabba. Hlakka rosa til að sjá þau en ég á eftir að hafa svo miklar áhyggjur af Snúðalíus, hann verður semsagt í Kattholti í 10 daga. Ekki alveg uppáhaldið hans, hann kemst ekki út þegar að hann vill og þarf að vera í búri einhvern hluta af deginum og svona. Litla grey. En allavega betra að hafa hann þarna frekar en að hann sé einn heima og einhver kemur tvisvar á dag að líta til með honum og gefa honum. Þá fengi hann ekkert að fara út. Svo er líka bara fínt að styrkja Kattholt.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Helgin var mjög fín hjá okkur. Tengdó + Maggi og Fjóla (systir hennar Ingibjargar og maðurinn hennar) komu til okkar á laugardagskvöldið og við fórum út að borða á Athenu. Mjög góður matur þar sem Árni fékk sér sverðfisk sem smakkast alveg ekki eins og fiskur. Frekar bara eins og kjöt, rosalega þéttur í sér. Svo eftir matinn fórum við aftur heim og spjölluðum aðeins saman. Það var ekkert smá gaman að sjá þau (þótt stutt hafi verið). Svo fengum við líka íslenskt nammi, jej.
Svo koma mamma og pabbi næsta mánudag. Get varla beðið eftir að sjá þau. Þau gista hjá okkur líklegast í 3 nætur en ætla svo að keyra til Þýskalands. Svo koma þau aftur til okkar í bakaleiðinni, ekkert smá gaman. Ég er einmitt að reyna að skipuleggja hvað á að gera alla dagana, ógó gaman.
En fyrst Laufey er búin að upplýsa að þau eiga von á barni þá get ég líklegast talað um það líka :). Árni er semsagt að fá litla frænku í heiminn í byrjun júlí. Ekkert smá yndislegt. Vonandi verðum við komin heim áður en hún fæðist en annars komum við í seinasta lagi heim um miðjan júlí (fer eftir því hvenær prófin klárast hjá Árna). Ætlum semsagt að vera ca. 2 vikur í Evrópuferðinni okkar. Þar sem að ég klára skólann 2. júní þá er ég að vona að Árni verði líka búinn frekar snemma en próftaflan hans getur verið frá 30. maí - 30. júní. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við sjálfa mig ef hann verður í prófum til seinasta dags. Þá verð ég semsagt að dúlla mér ein í 28 daga, frekar ömurlegt. Sérstaklega þar sem að Árni er búinn að segja mér að ég megi ekki vera mikið heima meðan hann er í prófum :). En þetta eru allt seinni tíma vandamál, þurfti bara smá að pústa :).

föstudagur, febrúar 04, 2005

Ég og Árni áttum 5 ára afmæli í gær :) Ekkert smá gaman, minns fékk blóm og svona skemmtilegt. Svo fórum við út að borða og höfðum það bara næs í gær. Þessi 5 ára hafa samt liðið svooo hratt, mér finnst svo innilega ekki vera 5 ár síðan að við byrjuðum saman. Svo eigum við hálfs árs brúðkaupsafmæli 7. feb. Ekki það að við höldum eitthvað upp á þann dag, bara skemmtilegt.
En annars er nú voðalega lítið að frétta, er ekkert meira búin að fara í skólann og er bara búin að vera heima og horfa á sjónvarpið, er ekki alveg komin í lærugírinn ennþá :).

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Jæja, byrjuð í skólanum aftur. Fór semsagt í fyrsta tímann í Vinnusálfræði í dag og skildi nákvæmlega ekki neitt!! Kannski ekki skrýtið þar sem að maður er ekkert búinn að vera að tala dönsku eða vera innan um Dani í meira en mánuð. Vonandi kemur þetta bara fljótlega. Svo fer ég aftur í skólann á morgun og þá er skólavikan mín búin :) Er bara tvo daga í skólanum og er samt í 150% námi. Frekar fyndið sko.
Íbúðin okkar er orðin rosalega fín núna, búin að hengja upp myndir, kryddhillu, hillu og spegil. Geðveikt flott.
Svo eru tengdó að koma í mjög stutta heimsókn næstu helgi. Þau fljúga beint til Aarhus en gista reyndar í Silkeborg (vegna þess að þau eru að fara á einhverja sýningu þar) þannig að við hittum þau bara um kvöldin. Allavega laugardagskvöld og vonandi líka á sunnudagskvöldið.
Í gær fórum við og hittum Karen og Grétar á Pizza Hut, nammi namm. Svo var farið heim til þeirra og Friends spilið spilað. Þvílíkt skemmtilegt spil sem endaði með jafntefli á milli okkar allra :). Takk fyrir okkur, þetta var ekkert smá gaman.