þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Helgin var mjög fín hjá okkur. Tengdó + Maggi og Fjóla (systir hennar Ingibjargar og maðurinn hennar) komu til okkar á laugardagskvöldið og við fórum út að borða á Athenu. Mjög góður matur þar sem Árni fékk sér sverðfisk sem smakkast alveg ekki eins og fiskur. Frekar bara eins og kjöt, rosalega þéttur í sér. Svo eftir matinn fórum við aftur heim og spjölluðum aðeins saman. Það var ekkert smá gaman að sjá þau (þótt stutt hafi verið). Svo fengum við líka íslenskt nammi, jej.
Svo koma mamma og pabbi næsta mánudag. Get varla beðið eftir að sjá þau. Þau gista hjá okkur líklegast í 3 nætur en ætla svo að keyra til Þýskalands. Svo koma þau aftur til okkar í bakaleiðinni, ekkert smá gaman. Ég er einmitt að reyna að skipuleggja hvað á að gera alla dagana, ógó gaman.
En fyrst Laufey er búin að upplýsa að þau eiga von á barni þá get ég líklegast talað um það líka :). Árni er semsagt að fá litla frænku í heiminn í byrjun júlí. Ekkert smá yndislegt. Vonandi verðum við komin heim áður en hún fæðist en annars komum við í seinasta lagi heim um miðjan júlí (fer eftir því hvenær prófin klárast hjá Árna). Ætlum semsagt að vera ca. 2 vikur í Evrópuferðinni okkar. Þar sem að ég klára skólann 2. júní þá er ég að vona að Árni verði líka búinn frekar snemma en próftaflan hans getur verið frá 30. maí - 30. júní. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við sjálfa mig ef hann verður í prófum til seinasta dags. Þá verð ég semsagt að dúlla mér ein í 28 daga, frekar ömurlegt. Sérstaklega þar sem að Árni er búinn að segja mér að ég megi ekki vera mikið heima meðan hann er í prófum :). En þetta eru allt seinni tíma vandamál, þurfti bara smá að pústa :).