Það var mjög gaman í stelpudjamminu á föstudaginn, fámennt en góðmennt. Ég og Helga Björt (gestgjafinn) vorum semsagt saman í eitt ár í Flensborg, gaman að sjá hana aftur. Svo var líka ein dönsk stelpa þarna þannig að maður æfðist aðeins í dönskunni :). Skrýtið hvað er auðveldara að tala dönsku eftir að maður er búin að fá sér í glas.
Svo var nú bara slappað af og lesið um helgina. Var nefnilega að kaupa mér nýja bók eftir Noru Roberts og er alveg sokkin ofan í hana. Karen og Grétar komu óvænt til okkar á sunnudaginn með bakkelsi (í tilefni konudagsins). Ekkert smá sætt af þeim. Svo fékk ég líka púsl frá Árna í konudagsgjöf, rosa gaman.
Ég og Árni erum loksins búin að ákveða hvaða borgir við ætlum að heimsækja í Evrópuferðinni okkar. Okkur langar semsagt að sjá þessar borgir (og ætlum að keyra um þær í þessari röð): Berlín, Prag, Vín, Feneyjar, Mílanó, Bern, París, Brussel og Amsterdam. Þvílíkt stuð. Ég hlakka ekkert smá til að fara.
mánudagur, febrúar 21, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 2/21/2005 11:03:00 f.h.
|