Helgin var bara mjög fín. Það var ekkert mál fyrir Karen og Grétar að komast til okkar en þau komust svo varla inn fyrir dyrnar af því að það fennti alveg upp á miðja hurð hjá okkur :). Lögin í forkeppninni voru nú samt öll frekar léleg fyrir utan 2-3. Ég og Karen vildum að lagið Jeg tænder på dig myndi vinna enda var það flottasta lagið að okkar mati og það lag vann, jej.
En vá hvað við borðuðum mikið yfir keppninni. Ég og Árni vorum ekkert smá dugleg að buðum upp á hollustusnakk, vínber og niðurskornar gulrætur og gúrkur en þá komu Karen og Grétar með nammi og snakk með sér líka þannig að við borðuðum örugglega stanslaust í tvo tíma.
Svo á Ásta vinkona afmæli í dag. Til hamingju með afmælið elsku Ásta mín. (Sniðugt að heita Ástríður og eiga afmæli á Valentínusardag). Svo heldur þú bara afmælispartý þegar að við komum heim, hvað segirðu um það :).
Svo koma mamma og pabbi í dag. Fer niður á lestarstöð um 4 leytið til að sækja þau, get varla beðið eftir að knúsa þau.
mánudagur, febrúar 14, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 2/14/2005 10:12:00 f.h.
|