Jæja, byrjuð í skólanum aftur. Fór semsagt í fyrsta tímann í Vinnusálfræði í dag og skildi nákvæmlega ekki neitt!! Kannski ekki skrýtið þar sem að maður er ekkert búinn að vera að tala dönsku eða vera innan um Dani í meira en mánuð. Vonandi kemur þetta bara fljótlega. Svo fer ég aftur í skólann á morgun og þá er skólavikan mín búin :) Er bara tvo daga í skólanum og er samt í 150% námi. Frekar fyndið sko.
Íbúðin okkar er orðin rosalega fín núna, búin að hengja upp myndir, kryddhillu, hillu og spegil. Geðveikt flott.
Svo eru tengdó að koma í mjög stutta heimsókn næstu helgi. Þau fljúga beint til Aarhus en gista reyndar í Silkeborg (vegna þess að þau eru að fara á einhverja sýningu þar) þannig að við hittum þau bara um kvöldin. Allavega laugardagskvöld og vonandi líka á sunnudagskvöldið.
Í gær fórum við og hittum Karen og Grétar á Pizza Hut, nammi namm. Svo var farið heim til þeirra og Friends spilið spilað. Þvílíkt skemmtilegt spil sem endaði með jafntefli á milli okkar allra :). Takk fyrir okkur, þetta var ekkert smá gaman.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 2/01/2005 01:29:00 e.h.
|