miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þá er mín búin að ná öllum fögum á haustönnninni, er mjög sátt við það.
Það er samt voðalega skrýtið kerfi hérna í Árósum. Ég fékk bara að vita í gær að ég ætti að mæta kl. 10 niður í skóla til að hitta einn kennara og hann gaf mér feedback á það sem mætti betur fara í ritgerðinni og svona. Voða þægilegt, þá veit maður að hverju maður á að einbeita sér að næst. Ég fékk semsagt 8 (á 13-punkta skala), er svona lala sátt við það. Ætli það sé ekki svona ca. 7 á íslenskum kvarða. Hefði nú alveg viljað meira samt. En vonandi fær maður hærra næst.