Búin að vera heima hjá mömmu og pabba í viku núna og það er ekkert smá gott. Snúður sefur alltaf upp í hjá mér og vekur mann svona 4 sinnum á hverri nóttu, mjög vinsæll :). Annars er Snúður eitthvað haltur á öðrum framfætinum núna, greyið manns. Hann sefur bara allan daginn og þar sem að það er helgi þá er ekkert hægt að fara með hann til dýralæknis, enda var ég búin að panta tíma í bólusetningu á mánudaginn fyrir hann. Ég verð nú ekki voðalega vinsæl á mánudaginn semsagt, fyrst þarf maður að fara í bíl og svo til dýralæknis, ekkert skemmtilegt.
Svo var smá stelpuhittingur hjá Helgu í gær, rosalega gaman. Við fórum á Hressó og líka á Glaumbar og það var ekkert smá skemmtileg tónlist á báðum stöðum, bara frábært kvöld :).
Annars á frændi minn, Daníel Þórarinn, afmæli í dag. Til hamingju með 9 ára afmælið Daníel minn. Afi minn hefði líka átt afmæli og hefði verið 92 ára í dag ef hann væri á lífi.
laugardagur, janúar 08, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 1/08/2005 03:26:00 e.h.
|