föstudagur, janúar 21, 2005

Jæja þá er ég komin aftur til Danmerkur. Ég svaf nú lítið í nótt enda frekar stressuð fyrir flugið og ég var nú dálítið lítil í mér þegar að ég var að kveðja mömmu og pabba á flugvellinum.
Það var hinsvegar mjög þægilegt að fljúga á Saga Class. Margrét Frímannsdóttir sat við hliðina á mér og við erum báðar jafn flughræddar. Enda greip ég í hendina á henni í flugtakinu :) en henni fannst það allt í lagi. Svo var hægt að velja um alveg þrjá rétti í morgunmat en af því að ég er alltaf svo lystarlaus í flugvélum þá fékk ég mér ekki neitt (það var hægt að fá bacon og egg, fyllta pönnuköku og eggjahræru, ekkert smá girnilegt sko en maginn neitar bara að taka við þessu).
Flugið gekk annars bara vel, var eins og ég segi dálítið hrædd í flugtakinu sjálfu en allt annað gekk vel. Svo tók ég bara lestina til Aarhus þar sem að sætasti strákurinn tók á móti mér með pússluspil :) (og hann fékk líka afmælisgjafir). Jei, gaman gaman. Það var ekkert smá gott að sjá Árnann minn aftur og knúsa hann.
En svo er ég bara í fríi þangað til 1. febrúar. Árni byrjar hinsvegar í skólanum núna á mánudaginn, ekkert frí fyrir hann.