Nýtt ár komið, árið 2005. Árið 2004 var án efa það mikilvægasta sem ég hef lifað. Ég giftist auðvitað Árnanum mínum og það var yndislegur dagur í alla staði. Við hjónakornin útskrifuðumst bæði og fluttum til Danmerkur í meira nám. Þótt að ég sé ekkert yfir mig hrifin að vera í öðru landi þá líst mér vel á námið mitt og ætla að klára það, en kem samt örugglega fyrr heim og tek praktík og skrifa mastersritgerðina hérna heima.
Árni flaug svo til Danmerkur í morgun af því að hann er að fara í próf 3. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum án hvors annars í meira en 3 nætur :). Frekar skrýtið sko en ég sé hann eftir 20 daga, vonum bara að þeir dagar líði hratt.
En vonandi færir árið 2005 ykkur mikla gleði :).
laugardagur, janúar 01, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 1/01/2005 09:41:00 e.h.
|