mánudagur, mars 28, 2005

Gleðilega páska allir saman :).
Það er nú frekar langt síðan að ég hef skrifað hérna inn en það er bara búið að vera svoooo gaman hérna á Íslandi að maður hefur nú látið bloggið aðeins sitja á hakanum :). Ég er bara ekki alveg að trúa því að við séum að fara til Danmerkur á morgun því að tíminn hefur verið svo fljótur að líða.
Annars hlakka ég nú til eins og það er að fá ný gler í gleraugun mín og það gerist einmitt á morgun í flugstöðinni. Sjónin er nefnilega búin að versna um einn heilan á öðru auganum (það er ekki von að mér fannst ég vera byrjuð að sjá illa) þannig að núna er ég komin með -6,25 á hægra auga sem er frekar mikið. En semsagt um sexleytið á morgun sé ég aftur vel :).
Annars er nú bara búið að vera stíf dagskrá síðan að við komum til þess að ná því að hitta alla en maður bjóst svo sem við því. Bara frábært að geta aðeins komist heim og stytt tímann aðeins úti.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Við erum á leiðinni heim í páskafrí :). Ákváðum semsagt í gær að kaupa okkur miða og við lendum á morgun kl. 22:30 og fljúgum til Danmerkur aftur um morguninn þann 29. Árna langaði eitthvað svo heim í gær vegna þess að hann er kominn í þriggja vikna frí og hefur ekkert að gera og það þarf nú ekki að biðja mig tvisvar um að fara heim. Jej jej jej, ég hlakka ekkert smá til að knúsa Snúðinn minn, fjölskyldu og vini :).

fimmtudagur, mars 10, 2005

Í gær var ég næstum því búin að panta flug heim fyrir okkur frá 16. mars - 29. mars en Árni tók upp á því að vera eitthvað voðalega skynsamur og fékk mig ofan af því að fara. Betra að eiga peningana í Evrópuferðinni okkar :(. Hann vildi ekki einu sinni gefa sig þegar að ég sagði honum að þá gæti hann fengið sér eins marga þrista og hann gæti torgað. En oh, hvað mig langar að fara.
Ég var svo líka nærri því búin að panta páskaegg á nammi.is en þar sem að eitt páskaegg nr. 5 frá Nóa - Síríus kostar 3.990 með sendingarkostnaði vorum við ekki alveg tilbúin til þess :(.
En mig langar svoooo mikið í páskaegg. Ef að foreldrar okkar senda okkur ekki páskaegg "hint hint" þá er Karen búin að bjóðast til þess að kaupa páskaegg þegar að þau eru heima um páskana og koma með það til okkar, ekkert smá góð :).
Annars erum við búin að breyta einu varðandi Evrópuferðina, ætlum að fara að skoða Róm líka en á móti kemur að þá verðum við styttra í Mílanó. En það er allt í lagi, okkur langar mikið meira að fara til Rómar :).

mánudagur, mars 07, 2005

Ákvað að taka eitt próf og ég er Bree í Desperative Housewifes :) sem er by the way frábær þáttaröð.
Og þetta er það sem er sagt um Bree: You´re the perfect wife, mother and housekeeper, and just a bit of a control freak. Everyone admires you, but maybe they´re just a little bit afraid of you. Step away from the souffle, ease up on the hairspray and learn to go with the flow.

laugardagur, mars 05, 2005

Varð bara að segja frá einni æðislegustu mynd sem ég hef séð lengi. Ég og Árni tókum semsagt The Notebook og hún er ekkert smá góð. Reyndar alveg ekta stelpumynd enda held ég að ég hafi aldreið grátið svona mikið yfir einni mynd :).

fimmtudagur, mars 03, 2005

Eitthvað voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Kannski ekki skrýtið vegna þess að ég er bara 2 daga í skólanum í hverri viku og Árni er búin að vera rosalega upptekin í verkefnavinnu þannig að ég er mestmegnis ein heima :(.
Annars er ég loksin byrjuð að annarri af ritgerðunum sem ég á að skila á þessari önn. Þarf semsagt að skila 2 ritgerðum sem eru ca. 20 bls. og svo fer ég í eitt heimapróf í maí. Þannig að planið er að klára aðra ritgerðina í núna mars og hina ritgerðina í apríl og nota svo fyrri hluta maí til að læra fyrir heimaprófið, sjáum til hvernig það gengur.
Annars langar mig alveg rosalega mikið heim núna. Sakna fjölskyldunnar, vinanna og auðvitað Snúðsins okkars. Ef Árninn minn væri ekki hérna með mér þá hefði ég líklegast ekkert komið aftur eftir áramót. Alveg er það pottþétt að mig langar alls ekki að búa annars staðar en á Íslandi og þótt að við séum bara tímabundið hérna í Danmörku þá get ég ekki beðið eftir að flytja alfarin heim í sumar.