fimmtudagur, mars 03, 2005

Eitthvað voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Kannski ekki skrýtið vegna þess að ég er bara 2 daga í skólanum í hverri viku og Árni er búin að vera rosalega upptekin í verkefnavinnu þannig að ég er mestmegnis ein heima :(.
Annars er ég loksin byrjuð að annarri af ritgerðunum sem ég á að skila á þessari önn. Þarf semsagt að skila 2 ritgerðum sem eru ca. 20 bls. og svo fer ég í eitt heimapróf í maí. Þannig að planið er að klára aðra ritgerðina í núna mars og hina ritgerðina í apríl og nota svo fyrri hluta maí til að læra fyrir heimaprófið, sjáum til hvernig það gengur.
Annars langar mig alveg rosalega mikið heim núna. Sakna fjölskyldunnar, vinanna og auðvitað Snúðsins okkars. Ef Árninn minn væri ekki hérna með mér þá hefði ég líklegast ekkert komið aftur eftir áramót. Alveg er það pottþétt að mig langar alls ekki að búa annars staðar en á Íslandi og þótt að við séum bara tímabundið hérna í Danmörku þá get ég ekki beðið eftir að flytja alfarin heim í sumar.