Við erum á leiðinni heim í páskafrí :). Ákváðum semsagt í gær að kaupa okkur miða og við lendum á morgun kl. 22:30 og fljúgum til Danmerkur aftur um morguninn þann 29. Árna langaði eitthvað svo heim í gær vegna þess að hann er kominn í þriggja vikna frí og hefur ekkert að gera og það þarf nú ekki að biðja mig tvisvar um að fara heim. Jej jej jej, ég hlakka ekkert smá til að knúsa Snúðinn minn, fjölskyldu og vini :).
|