miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ég komst ekkert inn á bloggið í gær þannig að afmæliskveðjan á netinu kemur degi of seint. Til hamingju með afmælið í gær elsku pabbi minn ;).
Ég og Árni erum búin að ákveða að skella okkur til Orlando 21. maí - 29. maí. Vei vei vei ekkert smá gaman. Hrönn og Axel eru semsagt að fara 18. maí til Orlando og þar sem að við erum búin að selja íbúðina og eigum núna pening þá ætlum við að skella okkur með. Ég hlakka svo til, við erum búin að fá flug en eigum reyndar eftir að fá staðfestingu á hótelinu. Gaman gaman.
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, ég er bara að læra fyrir Réttarsálfræðiprófið mitt og er að fara að skila ritgerðinni á föstudaginn og þá ætlar Jörgen að lesa hana yfir í annað skiptið. Annars er bara stefnan tekin á það að vera búin að skila ritgerðinni 7. maí.
Seinasta verkefnisskoðunin hjá Árna og hópnum hans er 3. maí þannig að hann er bara alla daga og langt fram á nótt að reyna að klára sitt. Svo eiga þeir að skila lokaskýrslunni 13. maí og svo er opin kynning hjá þeim 17. - 20. maí. Þannig að maður kemur ekkert til með að sjá hann næstu daga.

laugardagur, apríl 24, 2004

Gleðilegt sumar allir!! Sumardagurinn fyrsti var bara mjög næs, enda gerði ég ekkert annað en að liggja uppi í rúmi ;) Jú, reyndar kláraði ég að leiðrétta ritgerðina nokkurn veginn, á bara smá eftir. Ætla að klára restina um helgina og svo verður farið að læra á fullu fyrir Réttarsálfræðiprófið.
Mamma og pabbi buðu öllum börnunum heim í gær í smá afmæli (pabbi á afmæli næsta þriðjudag) og það var rosalega fínt. Gott að borða og gaman að hitta systkinin. Ég stakk reyndar af um ellefuleytið og hitti Hrönn og við fórum á Glaumbar til að dansa, ekkert smá gaman. En svo fórum við reyndar bara snemma heim, um tvöleytið. Ég er alltaf með svo lítið úthald á föstudagskvöldum ;)

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég fór og hitti leiðbeinandann í morgun og fékk ritgerðina mína til baka. Hann var bara mjög ánægður með hana og ég þarf bara að gera svona smá leiðréttingar, ekkert mikið sem betur fer. Þetta er allt að koma. Ég er nú samt ekki alveg nógu sátt við þetta. Leiðbeinandinn minn er að fara út á morgun og kemur ekki aftur fyrr en næsta föstudag. Hann vill lesa ritgerðina einu sinni enn yfir áður en ég skila alveg þannig að hann les ekki ritgerðina mína fyrr en þarnæsta mánudag (sem er sami dagur og ég á að skila!!). Hann sagði að það væri ekkert það nojið að ég myndi skila aðeins seinna en ég var bara búin að hlakka svo til að geta skilað 3. maí, fara í prófið 5. maí og vera svo búin. En nei nei, núna lítur út fyrir að ég verði ekki búin fyrr en í fyrsta lagi 10. maí, ekki gott :( Ég er ekki í góðu skapi. Ef hann hefði bara getað sagt mér fyrr að hann væri að fara út hefði ég getað skilað honum ritgerðinni til yfirlestrar fyrr, pirr pirr pirr. Ég hata nefnilega að skila ekki á réttum tíma og sérstaklega þar sem að það er ekkert mér að kenna, ritgerðin hefði alveg náð að vera tilbúin ef ég hefði bara vitað þetta.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jæja búin að skila ritgerðinni til yfirlestrar. Pínku skrýtið að geta ekki lengur fiktað í henni og vera endalaust að laga eitthvað. Ég er að vonast til að fá hana aftur á föstudag og þá hef ég helgina til að leiðrétta allt. Eftir það er bara vika í skil og líka vika í seinasta prófið mitt í HÍ. Ég hlakka svo til 5. maí, get varla beðið.
Annars er nú lítið að frétta, fer bara í vinnuna og svo aftur heim. Sé Árna ekkert þessa dagana enda er vinnan við lokaverkefnið komin alveg á fullt og hann er í VÍS alla daga frá 9 og langt fram á kvöld. En 6. maí er lokaskoðun hjá þeim í verkefninu (þá mega þau ekki forrita neitt meira ) þannig að eftir það verða þau ekki eins lengi á kvöldin, maður vonar það allavega.
Fór og fékk mér gervineglur í gær, ekkert smá skrýtið að hafa svona langar neglur allt í einu en samt gaman að láta hendurnar líta svona vel út ;)

föstudagur, apríl 16, 2004

Árni er að fara í seinasta prófið sitt í HR á eftir kl. 9. Ekkert smá gaman hjá honum, reyndar tekur þá bara lokaverkefnið við en hann þarf þá ekkert að mæta í skólann og svona. Gangi þér bara vel ástin mín.
Ég, Ásta, Lísa og Ragga hittumst á kaffihúsi í gær og vorum að skipuleggja gæsapartýið hennar Hrannar. Megum ekki seinni vera því að það var mánuður í brúðkaupið þeirra í gær!! Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Þetta verður samt rosalega skemmtilegt gæsapartý, við allavegum skemmtum okkur mjög vel við að plana allt.
Svo byrjaði ég í þessum kúr í morgun, þurfti að borða eina brauðsneið og fullt af osti. Ég er alls ekki vön að borða á morgnana þannig að ég var alveg komin með nóg eftir hálfa brauðsneið en ég píndi þetta samt í mig. Svo verður þetta ekkert mál þegar að maður er búinn að venjast þessu.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Við fórum í gær og skrifuðum undir kaupsamninginn fyrir íbúðina, þannig að tæknilega séð eigum við hana ekki lengur. Svo er bara afhendingardagur 1. júní þannig að það er bara allt að gerast. Við fengum borgaðan helminginn af þeim peningum sem við fáum fyrir íbúðina þannig að það var ekkert smá gaman að líta á reikninginn sinn eftir að kaupsamningurinn var undirritaður ;)
Svo fór ég og náði í brúðarkjólinn minn í gær, ekkert smá gaman. Ég fór strax heim til mömmu og pabba og mátaði hann með skónum og kórónunni, geðveikt stuð.
Ég fór líka í gær á fund hjá DDV, þetta er svona rétt samansettur matseðill sem maður á að borða, eitthvað sem er gott fyrir einhvern eins og mig sem kann ekki að borða rétt. En þetta er samt ekkert smá mikið sem maður á að borða á hverjum degi, að minnsta kosti 600 g af grænmeti á dag og fullt af ávöxtum. Mér líst samt bara mjög vel á þetta, þetta er enginn kúr, bara svona verið að kenna manni að borða rétt.
Svo er alltaf að styttast í skil á ritgerðinni, hlakka svo til.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska allir saman.
Jæja þetta er bara búið að vera frábært frí. Ég er líka búin að vera dugleg í ritgerðinni minni og er bara nokkurn veginn búin með hana, bara smá fínpússun eftir. Á föstudaginn langa fórum við svo í matarboð til mömmu og pabba og fengum rosalega góðan mat. Svo fórum við stelpurnar á djammið og það var ekkert smá gaman. Ég var alveg í bænum til 4 en þá kom Árni og sótti mig.
Svo á laugardaginn og í dag er ég bara búin að vera að slappa af, snúa sólarhringnum við og svona. Árni er að læra fyrir próf þannig að hann er ekkert heima, er að fara í próf 13. apríl og svo seinasta prófið sitt 16. apríl. En þá byrjar bara lokaverkefnið á fullu.
Við fengum svo mikið af páskaeggjum að við náum aldrei að klára þau. Við vorum búin að kaupa eitt Ástaregg fyrir okkur, svo fékk ég eitt nr. 6 frá Góu frá vinnunni, svo gáfu mamma og pabbi okkur tvö páskaegg nr. tvö og svo var páskaeggjabingó með fjölskyldunni hans Árna í dag og þar unnum við tvö nr. eitt. Þetta er bara of mikið.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Vá hvað það er frábært að fá 5 daga frí, það verður svo gott að sofa út. Ég fór nú reyndar að passa Adam frænda í dag því að stóri bróðir hans sem heitir Daníel Ágúst var að fermast. Sigga og Drífa nenntu ekki með Adam með í kirkjuna þannig að ég var sett í það að passa og svo fór ég eftir það í fermingunarveisluna og var bara að koma heim.
Svo er matarboð hjá mömmu og pabba á morgun og líka stelpudjamm með Helgu, Ingu og Rannveigu. Gaman gaman. En svo eftir það ætla ég bara að taka því rólega og reyna að klára ritgerðina mína. Leiðbeinandinn minn vill nefnilega að ég skili honum fullkláraðri ritgerð eftir 11 daga, oh my god.
Hey svo eitt enn. Árni þykist eitthvað ætla að fara að blogga. Endilega kíkið á síðuna hans hérna til vinstri.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Jæja helgin er bara búin að vera frábær. Ég kláraði innganginn minn í ritgerðinni á laugardaginn (alveg 9 heilar bls.). Svo um kvöldið var matarboð hjá Helgu og Frey og mér, Ástu og Hrönn + menn voru boðin. Við fengum rosalega góðan kjúkling í matinn og svo var bara byrjað að djamma. Við stelpurnar fórum svo á Glaumbar og dönsuðum alveg í 3 tíma straight. Ekkert smá gaman. Árni datt nú reyndar og missteig sig frekar illa og er bara frekar haltur í dag, greyið.
Svo var ferming hjá Bjarna Þór, frænda mínum í dag. Heilsan hefði nú mátt vera betri (aðeins þunn eftir gærdaginn ;)) en þetta reddaðist nú allt saman eftir að maður var búinn að fá nokkrar kökur ofan í maga. Svo á bara að slappa af í kvöld, liggja uppi í rúmi og reyna að losna við þennan höfuðverk.