þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jæja búin að skila ritgerðinni til yfirlestrar. Pínku skrýtið að geta ekki lengur fiktað í henni og vera endalaust að laga eitthvað. Ég er að vonast til að fá hana aftur á föstudag og þá hef ég helgina til að leiðrétta allt. Eftir það er bara vika í skil og líka vika í seinasta prófið mitt í HÍ. Ég hlakka svo til 5. maí, get varla beðið.
Annars er nú lítið að frétta, fer bara í vinnuna og svo aftur heim. Sé Árna ekkert þessa dagana enda er vinnan við lokaverkefnið komin alveg á fullt og hann er í VÍS alla daga frá 9 og langt fram á kvöld. En 6. maí er lokaskoðun hjá þeim í verkefninu (þá mega þau ekki forrita neitt meira ) þannig að eftir það verða þau ekki eins lengi á kvöldin, maður vonar það allavega.
Fór og fékk mér gervineglur í gær, ekkert smá skrýtið að hafa svona langar neglur allt í einu en samt gaman að láta hendurnar líta svona vel út ;)