fimmtudagur, apríl 08, 2004

Vá hvað það er frábært að fá 5 daga frí, það verður svo gott að sofa út. Ég fór nú reyndar að passa Adam frænda í dag því að stóri bróðir hans sem heitir Daníel Ágúst var að fermast. Sigga og Drífa nenntu ekki með Adam með í kirkjuna þannig að ég var sett í það að passa og svo fór ég eftir það í fermingunarveisluna og var bara að koma heim.
Svo er matarboð hjá mömmu og pabba á morgun og líka stelpudjamm með Helgu, Ingu og Rannveigu. Gaman gaman. En svo eftir það ætla ég bara að taka því rólega og reyna að klára ritgerðina mína. Leiðbeinandinn minn vill nefnilega að ég skili honum fullkláraðri ritgerð eftir 11 daga, oh my god.
Hey svo eitt enn. Árni þykist eitthvað ætla að fara að blogga. Endilega kíkið á síðuna hans hérna til vinstri.