Árni er að fara í seinasta prófið sitt í HR á eftir kl. 9. Ekkert smá gaman hjá honum, reyndar tekur þá bara lokaverkefnið við en hann þarf þá ekkert að mæta í skólann og svona. Gangi þér bara vel ástin mín.
Ég, Ásta, Lísa og Ragga hittumst á kaffihúsi í gær og vorum að skipuleggja gæsapartýið hennar Hrannar. Megum ekki seinni vera því að það var mánuður í brúðkaupið þeirra í gær!! Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Þetta verður samt rosalega skemmtilegt gæsapartý, við allavegum skemmtum okkur mjög vel við að plana allt.
Svo byrjaði ég í þessum kúr í morgun, þurfti að borða eina brauðsneið og fullt af osti. Ég er alls ekki vön að borða á morgnana þannig að ég var alveg komin með nóg eftir hálfa brauðsneið en ég píndi þetta samt í mig. Svo verður þetta ekkert mál þegar að maður er búinn að venjast þessu.
föstudagur, apríl 16, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 4/16/2004 08:52:00 f.h.
|