fimmtudagur, apríl 15, 2004

Við fórum í gær og skrifuðum undir kaupsamninginn fyrir íbúðina, þannig að tæknilega séð eigum við hana ekki lengur. Svo er bara afhendingardagur 1. júní þannig að það er bara allt að gerast. Við fengum borgaðan helminginn af þeim peningum sem við fáum fyrir íbúðina þannig að það var ekkert smá gaman að líta á reikninginn sinn eftir að kaupsamningurinn var undirritaður ;)
Svo fór ég og náði í brúðarkjólinn minn í gær, ekkert smá gaman. Ég fór strax heim til mömmu og pabba og mátaði hann með skónum og kórónunni, geðveikt stuð.
Ég fór líka í gær á fund hjá DDV, þetta er svona rétt samansettur matseðill sem maður á að borða, eitthvað sem er gott fyrir einhvern eins og mig sem kann ekki að borða rétt. En þetta er samt ekkert smá mikið sem maður á að borða á hverjum degi, að minnsta kosti 600 g af grænmeti á dag og fullt af ávöxtum. Mér líst samt bara mjög vel á þetta, þetta er enginn kúr, bara svona verið að kenna manni að borða rétt.
Svo er alltaf að styttast í skil á ritgerðinni, hlakka svo til.