Ég komst ekkert inn á bloggið í gær þannig að afmæliskveðjan á netinu kemur degi of seint. Til hamingju með afmælið í gær elsku pabbi minn ;).
Ég og Árni erum búin að ákveða að skella okkur til Orlando 21. maí - 29. maí. Vei vei vei ekkert smá gaman. Hrönn og Axel eru semsagt að fara 18. maí til Orlando og þar sem að við erum búin að selja íbúðina og eigum núna pening þá ætlum við að skella okkur með. Ég hlakka svo til, við erum búin að fá flug en eigum reyndar eftir að fá staðfestingu á hótelinu. Gaman gaman.
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, ég er bara að læra fyrir Réttarsálfræðiprófið mitt og er að fara að skila ritgerðinni á föstudaginn og þá ætlar Jörgen að lesa hana yfir í annað skiptið. Annars er bara stefnan tekin á það að vera búin að skila ritgerðinni 7. maí.
Seinasta verkefnisskoðunin hjá Árna og hópnum hans er 3. maí þannig að hann er bara alla daga og langt fram á nótt að reyna að klára sitt. Svo eiga þeir að skila lokaskýrslunni 13. maí og svo er opin kynning hjá þeim 17. - 20. maí. Þannig að maður kemur ekkert til með að sjá hann næstu daga.
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 4/28/2004 09:18:00 f.h.
|