laugardagur, apríl 24, 2004

Gleðilegt sumar allir!! Sumardagurinn fyrsti var bara mjög næs, enda gerði ég ekkert annað en að liggja uppi í rúmi ;) Jú, reyndar kláraði ég að leiðrétta ritgerðina nokkurn veginn, á bara smá eftir. Ætla að klára restina um helgina og svo verður farið að læra á fullu fyrir Réttarsálfræðiprófið.
Mamma og pabbi buðu öllum börnunum heim í gær í smá afmæli (pabbi á afmæli næsta þriðjudag) og það var rosalega fínt. Gott að borða og gaman að hitta systkinin. Ég stakk reyndar af um ellefuleytið og hitti Hrönn og við fórum á Glaumbar til að dansa, ekkert smá gaman. En svo fórum við reyndar bara snemma heim, um tvöleytið. Ég er alltaf með svo lítið úthald á föstudagskvöldum ;)