miðvikudagur, apríl 27, 2005

Pabbi minn á afmæli í dag, til hamingju með afmælið elsku pabbi minn. Vildi að ég væri á landinu svo að ég gæti komið kaffiboðið sem á að vera í kvöld en það verður víst að bíða aðeins.
Annars er nú voðalega lítið að frétta, ég er á fullu að gera fyrirlesturinn minn í Átröskunum en ég á að flytja hann núna á föstudaginn og ég kvíði nú dálítið fyrir. Hlakka líka til þegar að hann verður búinn :).
Svo í dag eru 2 kennsludagar eftir, á föstudaginn og næsta miðvikudag, jibbí.

laugardagur, apríl 23, 2005

Við erum búin að panta flugfar heim :). Lendum á Keflavíkuflugvelli þann 26. júní á miðnætti, Árni flýgur svo aftur til Árósa 24. ágúst :( en svo flýg ég aftur út 29. október og planið er að vera hérna í 3 vikur, bæði til að vera eitthvað með Árnanum mínum og líka að finna mér leiðbeinanda fyrir mastersritgerðina.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Jæja, þá er sumardagurinn fyrsti kominn á Íslandi :). Gleðilegt sumar allir. Ég man þegar að ég var að spila með Lúðrasveitinni að þá var alltaf kalt og rigning á þessum degi, það var semsagt ekkert voðalega gaman að spila í skrúðgöngunni. En samt gaman að hugsa til þess eftir á.
Annars er nú loksins komið á hreint hvenær Árni er búinn í skólanum sínum. Hann verður semsagt búinn 2. júní, alveg eins og ég. Gæti ekki verið betra. Við ætlum að taka bílinn 3. júní og leggja bara strax af stað í reisuna okkar. Þetta verður ógó gaman.
Svo er nokkurskonar saumó í sálfræðinni í kvöld, alltaf gaman að hitta stelpurnar :).
En jæja, ætli ég verði ekki að halda áfram að skrifa þessa blessuðu ritgerð mína, ég er alveg komin með upp í kok af henni en takmarkið er að klára hana nokkurn veginn fyrir 4. maí.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Við fórum til Karenar og Grétars í gær, alltaf gaman að hitta þau :). Nóg af nammi og snakki og við spjölluðum rosa mikið enda frekar langt síðan að við hittumst. Svo var tekið eitt Friends spil. Eftir smá stund var ég greinilega byrjuð að lifa mig aðeins of mikið inn í spilið vegna þess að ég kallaði Grétar Chandler :). En allavega, alltaf gaman að spila þetta spil.
Svo ætla þau skötuhjú að koma til okkar á eftir og við ætlum að panta okkur pizzu, nammi namm. Fyrst að maður borðaði svona mikið í gær er alveg jafn gott að halda því áfram.

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég sá á einu bloggi eina sem var að auglýsa eftir einbeitingu og ég ákvað bara að gera slíkt hið sama :). Endilega semsagt að senda mér einbeitingu, ég er búin að vera svo ódugleg við að skrifa undanfarna daga.
En annars verður þetta smá niðurtalningarblogg enda er ég búin að vera að dunda mér við það þegar að ég á að vera að læra, rosa sniðug ;). Það eru semsagt 19 dagar þangað til kennsla er búin, 32 dagar þangað til að heimaprófið í Skólasálfræði byrjar og 48 dagar þangað til að skólinn er búinn í sumar :). Hlakka svooo mikið til, get varla beðið.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Alveg ennþá minna að gerast hjá okkur núna heldur en seinast þegar að ég bloggaði og ég hélt sko að það væri ekki hægt :).
Ég er loksins búin að fá svar frá kennaranum mínum í Vinnuálfræði og hann er búinn að samþykkja ritgerðarefnið mitt. Mjög ánægð með það, sérstaklega þar sem að hann svaraði mér aðeins eftir 2 vikna bið. Þannig að núna get ég byrjað að skrifa á fullu.
En annars er semsagt voðalega lítið að frétta. Ef maður fer ekki í skólann er maður bara heima og skrifa ritgerð, allt rosa spennandi. Öfunda einmitt Helgu og Frey af því að vera að fara til New York á föstudaginn. Skemmtið ykkur rosa vel krúttin mín og njótið þess að slappa smá af, þið eigið það svo mikið skilið :).
Svo er ég reyndar að fara að flytja fyrirlestur þann 29. apríl í Átröskunum, kvíði nú dálítið fyrir því. Það er nú ekki mín besta hlið að flytja svona fyrirlestur, verð svo þvílíkt stressuð að þurfa að tala fyrir framan fólk. En það er bara gott að fá smá æfingu í þessu.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Alveg ekkert að gerast hjá okkur þessa dagana, samanber bloggið hjá Árna :). Ég er bara á fullu að skrifa ritgerðina mína og Árni er nýbyrjaður aftur í skólanum eftir 3 vikna frí. Ég er hinsvegar dálítið spennt að vita hvenær hann er búinn í prófum (til þess að geta planað sumarið) en Danirnir eru ekkert að flýta sér í þessum málum. Allavega ekki í deildinni hans, ég vissi hvenær skólinn myndi klárast hjá mér í vor áður en vorönnin byrjaði ;).
Annars er ég eitthvað slöpp þessa dagana, með þvílíkan hausverk, flökurt og bara almennan slappleika. Vona að ég nái þessu úr mér, hef ekki tíma til þess að vera veik núna.
Svo er alltaf að styttast í Evrópuferðina okkar, hlakka svo mikið til þegar að skólinn verður búinn, keyra um alla Evrópu og skoða alla flottu staðina sem við ætlum að sjá.

föstudagur, apríl 01, 2005

Jæja þá erum við komin aftur til Danmerkur, skólinn byrjaður hjá mér aftur á fullu og núna þarf ég að fara að skrifa ritgerðina mína í Vinnusálfræði. Ég er loksins búin að finna mér efni og er bara að bíða eftir samþykki kennarans míns og þá get ég byrjað á því að fara að skrifa. Ritgerðin í Átröskunum gengur bara ágætlega, komin með 14 bls. og um helgina ætla ég að reyna að klára sem mest í henni og snúa mér svo algjörlega að Vinnusálfræðinni. Planið er að klára þá ritgerð í lok apríl og þá tekur bara við lestur fyrir heimapróf sem verður 17. maí.
Annars er ekkert smá gott veður hérna núna, alltaf heiðskírt og alveg þó nokkuð heitt. Við hjónin fórum einmitt niður í bæ í dag og ég keypti mér rosalega flottan teinóttan sumarjakka, vei vei.
Svo hittumst við nokkrar stelpur úr sálfræðinni í gær heima hjá Regínu. Alltaf gaman að hitta þær, enda mikið hlegið, spjallað og borðað :).
En jæja, best að fara að byrja á þvílíka skemmtilega föstudagskvöldinu, kvöldinu verður nefnilega eytt í að lesa yfir heimildir, jibbí. Góða helgi allir saman.