Alveg ekkert að gerast hjá okkur þessa dagana, samanber bloggið hjá Árna :). Ég er bara á fullu að skrifa ritgerðina mína og Árni er nýbyrjaður aftur í skólanum eftir 3 vikna frí. Ég er hinsvegar dálítið spennt að vita hvenær hann er búinn í prófum (til þess að geta planað sumarið) en Danirnir eru ekkert að flýta sér í þessum málum. Allavega ekki í deildinni hans, ég vissi hvenær skólinn myndi klárast hjá mér í vor áður en vorönnin byrjaði ;).
Annars er ég eitthvað slöpp þessa dagana, með þvílíkan hausverk, flökurt og bara almennan slappleika. Vona að ég nái þessu úr mér, hef ekki tíma til þess að vera veik núna.
Svo er alltaf að styttast í Evrópuferðina okkar, hlakka svo mikið til þegar að skólinn verður búinn, keyra um alla Evrópu og skoða alla flottu staðina sem við ætlum að sjá.
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 4/06/2005 07:44:00 e.h.
|