sunnudagur, apríl 17, 2005

Við fórum til Karenar og Grétars í gær, alltaf gaman að hitta þau :). Nóg af nammi og snakki og við spjölluðum rosa mikið enda frekar langt síðan að við hittumst. Svo var tekið eitt Friends spil. Eftir smá stund var ég greinilega byrjuð að lifa mig aðeins of mikið inn í spilið vegna þess að ég kallaði Grétar Chandler :). En allavega, alltaf gaman að spila þetta spil.
Svo ætla þau skötuhjú að koma til okkar á eftir og við ætlum að panta okkur pizzu, nammi namm. Fyrst að maður borðaði svona mikið í gær er alveg jafn gott að halda því áfram.