Jæja þá erum við komin aftur til Danmerkur, skólinn byrjaður hjá mér aftur á fullu og núna þarf ég að fara að skrifa ritgerðina mína í Vinnusálfræði. Ég er loksins búin að finna mér efni og er bara að bíða eftir samþykki kennarans míns og þá get ég byrjað á því að fara að skrifa. Ritgerðin í Átröskunum gengur bara ágætlega, komin með 14 bls. og um helgina ætla ég að reyna að klára sem mest í henni og snúa mér svo algjörlega að Vinnusálfræðinni. Planið er að klára þá ritgerð í lok apríl og þá tekur bara við lestur fyrir heimapróf sem verður 17. maí.
Annars er ekkert smá gott veður hérna núna, alltaf heiðskírt og alveg þó nokkuð heitt. Við hjónin fórum einmitt niður í bæ í dag og ég keypti mér rosalega flottan teinóttan sumarjakka, vei vei.
Svo hittumst við nokkrar stelpur úr sálfræðinni í gær heima hjá Regínu. Alltaf gaman að hitta þær, enda mikið hlegið, spjallað og borðað :).
En jæja, best að fara að byrja á þvílíka skemmtilega föstudagskvöldinu, kvöldinu verður nefnilega eytt í að lesa yfir heimildir, jibbí. Góða helgi allir saman.
föstudagur, apríl 01, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 4/01/2005 06:48:00 e.h.
|