Alveg ennþá minna að gerast hjá okkur núna heldur en seinast þegar að ég bloggaði og ég hélt sko að það væri ekki hægt :).
Ég er loksins búin að fá svar frá kennaranum mínum í Vinnuálfræði og hann er búinn að samþykkja ritgerðarefnið mitt. Mjög ánægð með það, sérstaklega þar sem að hann svaraði mér aðeins eftir 2 vikna bið. Þannig að núna get ég byrjað að skrifa á fullu.
En annars er semsagt voðalega lítið að frétta. Ef maður fer ekki í skólann er maður bara heima og skrifa ritgerð, allt rosa spennandi. Öfunda einmitt Helgu og Frey af því að vera að fara til New York á föstudaginn. Skemmtið ykkur rosa vel krúttin mín og njótið þess að slappa smá af, þið eigið það svo mikið skilið :).
Svo er ég reyndar að fara að flytja fyrirlestur þann 29. apríl í Átröskunum, kvíði nú dálítið fyrir því. Það er nú ekki mín besta hlið að flytja svona fyrirlestur, verð svo þvílíkt stressuð að þurfa að tala fyrir framan fólk. En það er bara gott að fá smá æfingu í þessu.
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 4/13/2005 05:04:00 e.h.
|