Þá er mín búin að ná öllum fögum á haustönnninni, er mjög sátt við það.
Það er samt voðalega skrýtið kerfi hérna í Árósum. Ég fékk bara að vita í gær að ég ætti að mæta kl. 10 niður í skóla til að hitta einn kennara og hann gaf mér feedback á það sem mætti betur fara í ritgerðinni og svona. Voða þægilegt, þá veit maður að hverju maður á að einbeita sér að næst. Ég fékk semsagt 8 (á 13-punkta skala), er svona lala sátt við það. Ætli það sé ekki svona ca. 7 á íslenskum kvarða. Hefði nú alveg viljað meira samt. En vonandi fær maður hærra næst.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 1/26/2005 10:29:00 f.h. |
mánudagur, janúar 24, 2005
Vá hvað ég var spennt í dag. Ég hlustaði á landsleikinn í gegnum netið og ég var að deyja á seinustu mínútum leiksins, barði í sófann og ég veit ekki hvað :). Strákarnir stóðu sig ekkert smá vel. Vonandi ná þeir bara að halda í við Slóvena á þriðjudaginn.
Annars er ég bara búin að vera að knúsa manninn minn og slappa af síðan að ég kom aftur. Ekki það að ég náði ekki að slappa vel af hjá mömmu og pabba enda var dekrað við mann alla dagana :). Ég fékk uppáhaldsmatana mína, nammi namm og bara að búa hjá þeim í 3 vikur var frábært. Takk aftur fyrir mig elsku mamma og pabbi. Það sakaði heldur ekki að hafa Snúð uppí hjá sér á hverri nóttu.
Svo byrjar skólinn aftur hjá Árna á morgun, þetta er nú voðalega skrýtið kerfi hjá þeim í tölvunarfræðideildinni. Seinasti prófdagur var á föstudag og kennsla byrjar strax eftir helgi. Ekkert frí, meðan að t.d. sálfræðideildin fær frí í alveg 10 daga, skil þetta ekki alveg sko.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/24/2005 01:11:00 f.h. |
föstudagur, janúar 21, 2005
Jæja þá er ég komin aftur til Danmerkur. Ég svaf nú lítið í nótt enda frekar stressuð fyrir flugið og ég var nú dálítið lítil í mér þegar að ég var að kveðja mömmu og pabba á flugvellinum.
Það var hinsvegar mjög þægilegt að fljúga á Saga Class. Margrét Frímannsdóttir sat við hliðina á mér og við erum báðar jafn flughræddar. Enda greip ég í hendina á henni í flugtakinu :) en henni fannst það allt í lagi. Svo var hægt að velja um alveg þrjá rétti í morgunmat en af því að ég er alltaf svo lystarlaus í flugvélum þá fékk ég mér ekki neitt (það var hægt að fá bacon og egg, fyllta pönnuköku og eggjahræru, ekkert smá girnilegt sko en maginn neitar bara að taka við þessu).
Flugið gekk annars bara vel, var eins og ég segi dálítið hrædd í flugtakinu sjálfu en allt annað gekk vel. Svo tók ég bara lestina til Aarhus þar sem að sætasti strákurinn tók á móti mér með pússluspil :) (og hann fékk líka afmælisgjafir). Jei, gaman gaman. Það var ekkert smá gott að sjá Árnann minn aftur og knúsa hann.
En svo er ég bara í fríi þangað til 1. febrúar. Árni byrjar hinsvegar í skólanum núna á mánudaginn, ekkert frí fyrir hann.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/21/2005 11:01:00 e.h. |
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Ég er nú búin að vera eitthvað voðalega löt að blogga. Ástæðan fyrir því að það er eiginlega ekkert að gerast í lífinu mína þessa dagana. Jú ég er búin að vera rosalega dugleg að hitta vinina og svona á kvöldin en á daginn sef ég bara og er þar af leiðandi algjörlega búin að snúa sólarhringnum við, ekki gott.
Sálfræðingurinn minn (ég fór til hans vegna flughræðslunnar minnar) bað mig að halda dagbók þar sem að ég skrifa hvað ég er að gera á hverjum klukkutíma og þegar að ég skilaði inn þessari dagbók þá fékk hann alveg áfall við það hvað ég sef mikið :). Ég var nú reyndar fljót að taka fram að þetta er ekki mitt eiginlega svefnmynstur.
En svo er ég að fara að fljúga til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn. Ég hlakka bæði til og kvíði fyrir. Hlakka auðvitað til að sjá Árnann minn eftir 20 daga fjarveru og hitta vini aftur og svona. En kvíði líka rosalega fyrir því að fljúga ein. Reyndar ætla ég að fljúga á Saga Class (kostaði bara 9.500 punkta) þannig að það á alveg að fara vel um mig. Þetta hlýtur allt að ganga.
Svo er ég líklegast búin að vera of lengi á Íslandi, var að hitta nokkrar vinkonur í hádegismat og ein gleymdi að koma og kveðja mig :) nefni engin nöfn samt tíhí. Ekki það að ég sé sár, fannst þetta geðveikt fyndið bara.
En annars, þeir sem vilja koma og kveðja mig þá megið þið koma til mömmu og pabba annað kvöld um níuleytið.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/19/2005 05:51:00 e.h. |
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Ástin mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið elsku Árni minn. Vildi svo innilega að ég væri hjá þér til að knúsa þig en við sjáumst eftir 8 daga og þá skal ég stjana alveg svakalega mikið við þig :).
Mér finnst nú dálítið skrýtið að vera ekki hjá honum á afmælisdaginn, sérstaklega þar sem að hann verður bara einn í allan dag. En Karen og Grétar ætla að bjóða honum til sín annað kvöld þannig að þá fær hann loksins að hitta einhverja, greyið hann er svo einmana. En svo fær hann fullt af pökkum þegar að ég kem til hans, vei vei!
Birt af Inga Elínborg kl. 1/13/2005 09:59:00 f.h. |
laugardagur, janúar 08, 2005
Búin að vera heima hjá mömmu og pabba í viku núna og það er ekkert smá gott. Snúður sefur alltaf upp í hjá mér og vekur mann svona 4 sinnum á hverri nóttu, mjög vinsæll :). Annars er Snúður eitthvað haltur á öðrum framfætinum núna, greyið manns. Hann sefur bara allan daginn og þar sem að það er helgi þá er ekkert hægt að fara með hann til dýralæknis, enda var ég búin að panta tíma í bólusetningu á mánudaginn fyrir hann. Ég verð nú ekki voðalega vinsæl á mánudaginn semsagt, fyrst þarf maður að fara í bíl og svo til dýralæknis, ekkert skemmtilegt.
Svo var smá stelpuhittingur hjá Helgu í gær, rosalega gaman. Við fórum á Hressó og líka á Glaumbar og það var ekkert smá skemmtileg tónlist á báðum stöðum, bara frábært kvöld :).
Annars á frændi minn, Daníel Þórarinn, afmæli í dag. Til hamingju með 9 ára afmælið Daníel minn. Afi minn hefði líka átt afmæli og hefði verið 92 ára í dag ef hann væri á lífi.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/08/2005 03:26:00 e.h. |
laugardagur, janúar 01, 2005
Nýtt ár komið, árið 2005. Árið 2004 var án efa það mikilvægasta sem ég hef lifað. Ég giftist auðvitað Árnanum mínum og það var yndislegur dagur í alla staði. Við hjónakornin útskrifuðumst bæði og fluttum til Danmerkur í meira nám. Þótt að ég sé ekkert yfir mig hrifin að vera í öðru landi þá líst mér vel á námið mitt og ætla að klára það, en kem samt örugglega fyrr heim og tek praktík og skrifa mastersritgerðina hérna heima.
Árni flaug svo til Danmerkur í morgun af því að hann er að fara í próf 3. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum án hvors annars í meira en 3 nætur :). Frekar skrýtið sko en ég sé hann eftir 20 daga, vonum bara að þeir dagar líði hratt.
En vonandi færir árið 2005 ykkur mikla gleði :).
Birt af Inga Elínborg kl. 1/01/2005 09:41:00 e.h. |