mánudagur, janúar 24, 2005

Vá hvað ég var spennt í dag. Ég hlustaði á landsleikinn í gegnum netið og ég var að deyja á seinustu mínútum leiksins, barði í sófann og ég veit ekki hvað :). Strákarnir stóðu sig ekkert smá vel. Vonandi ná þeir bara að halda í við Slóvena á þriðjudaginn.
Annars er ég bara búin að vera að knúsa manninn minn og slappa af síðan að ég kom aftur. Ekki það að ég náði ekki að slappa vel af hjá mömmu og pabba enda var dekrað við mann alla dagana :). Ég fékk uppáhaldsmatana mína, nammi namm og bara að búa hjá þeim í 3 vikur var frábært. Takk aftur fyrir mig elsku mamma og pabbi. Það sakaði heldur ekki að hafa Snúð uppí hjá sér á hverri nóttu.
Svo byrjar skólinn aftur hjá Árna á morgun, þetta er nú voðalega skrýtið kerfi hjá þeim í tölvunarfræðideildinni. Seinasti prófdagur var á föstudag og kennsla byrjar strax eftir helgi. Ekkert frí, meðan að t.d. sálfræðideildin fær frí í alveg 10 daga, skil þetta ekki alveg sko.