föstudagur, júní 30, 2006

Það tekur á taugarnar að bíða eftir einkunninni sinni. Censureringen var í morgun kl. 10 þar sem að leiðbeinandinn minn og censorinn hittust og ræddu rigerðina og hvaða einkunn ég ætti að fá. Ég hefði reyndar líka átt að vera stödd þar en þar sem að ég er nú flutt til Íslands þá var ekkert mál að fá undanþágu.
En ég er semsagt búin að vera á iði í allan dag. Er að bíða eftir því að þetta komi inn á einkunnasíðuna mína (sem ég tel nú ekki miklar líkur á, svona alveg strax) eða þá að Mogens sendi mér hvað ég fékk. Hann var búinn að segjast ætla að gera það, vona bara að hann hafi ekki gleymt því.

miðvikudagur, júní 28, 2006

Við fórum og kíktum á íbúðina okkar í gær. Oh hún er svo flott, foreldrar okkar komu með og voru jafnhrifin af henni og við. Hlakka ekkert smá til að fá hana afhenta.

Ég fór svo í heimsókn til Ingibjargar og Bigga í gær til að kíkja á litla nýfædda prinsinn. Ekkert smá sætur og ótrúlega góður, sofnaði m.a.s. í fanginu á mér.

En fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, ég geri voðalega lítið þessa dagana. Árni er alla daga uppi í skóla að skrifa og ég er á fullu að sauma jólaútsauminn minn :).

föstudagur, júní 23, 2006

Oh hvað ég er ánægð að það skuli vera að koma helgi og að ég geti sofið út næstu tvo daga. Ég er alveg að deyja úr þreytu þessa dagana, búin að fara tvisvar á flugvöllinn í vikunni. Sóttum tengdó á þriðjudagsnótt og svo sótti ég mömmu og pabba í morgun.

En annars hlakka ég bara nokkuð mikið til helgarinnar þó að ég verði ein heima báða dagana. Ég keypti mér jólaútsaum í vikunni, ætla að byrja að sauma hann. Svo bíða mín nokkrir þættir og ein mynd til að horfa á. Planið er semsagt að liggja uppi í rúmi og hvíla sig sem mest :).

Næsta helgi verður hinsvegar fjörmeiri, Helgan mín og Freyr ætla að gifta sig og skíra litla prinsinn 1. júlí. Hlakka rosalega mikið til, sérstaklega að sjá hana í kjólnum, hún verður svo sæt.

laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17. júní :). Ótrúlega skemmtilegur þjóðhátíðardagur, Bjarklind systir á 35 ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með afmælið elsku Bjarklind mín.

Við erum svo komin áfram á HM!!! Lögðum Svíagrýluna að velli, þeir komast ekki á HM í fyrsta skipti í sögu mótsins. Maður var nú með í maganum nokkrum sinnum, t.d. þegar að það voru bara 3 Íslendingar á vellinum á móti 5 Svíum. Ótrúlega skemmtilegur leikur og strákarnir okkar eru langbestir :).

Heyrði í Hildi og Jósu í gær. Þær voru á sommerfesti í skólanum og hringdu þegar að uppáhaldslagið mitt heyrðist, bara til að leyfa mér að heyra það :). Fékk smá saknaðartilfinningu, langaði til að vera í Aarhus með vinunum þar, spjalla saman og djamma. Aldrei að vita nema ég skelli mér með Árna í október þegar að hann þarf að verja ritgerðina sína.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Ennþá fleiri börn að fæðast í kringum okkur. Gleymdi að segja í gær að litli prinsinn þeirra Ingibjargar og Bigga fæddist þann 10. júní, 16 merkur og 52 cm. Elsku Ingibjörg og Biggi, innilega til hamingju með litla gaurinn. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Þá erum við komin aftur frá Mallorca. Fórum m.a. í Go Kart, vatnsrennibrautargarð, Marineland, lágum í leti, spiluðum, borðuðum og drukkum. Voða næs en ég var samt rosa ánægð að sofa aftur í mínu eigin rúmi í nótt með hæfilegan kulda í herberginu. Reyndar svaf ég nú bara ca. 2 tíma því að við lentum ekki fyrr en um þrjú og ég var ekki sofnuð fyrr en fimm. Ég var því frekar þreytt í morgun þegar að ég fór í vinnuna. Reyndar er mjög fínt að byrja vinnuvikuna á miðvikudegi, bara tveir vinnudagar eftir :).

Er nú mest bara að bíða eftir einkunninni minni en ég fæ hana líklegast ekki fyrr en í lok mánaðarins. Árni er á fullu að skrifa sína ritgerð, hlakka voða mikið til þegar að hann verður búinn og kvöldin þurfa ekki að fara í ritgerðarskrif.

mánudagur, júní 05, 2006

Við vinkonurnar gæsuðum Helgu á laugadaginn og það heppnaðist þvílíkt vel. Fórum með hana í magadans hjá Josy í Magadanshúsinu, klæddum hana svo upp sem Sandy úr Grease og létum hana syngja You're the one that I want í beinni á FM, hún fór í viðtal hjá köllunum á X-inu og létum hana gera sig að fífli niður í bæ. Keyrðum svo í Bláa Lónið þar sem að hún fékk nudd og enduðum svo kvöldið í heimahúsi. Frábær dagur í alla staði.

En svo er það Mallorca á morgun. Verður næs að liggja við sundlaugarbakkann undir sólhlíf með skemmtilegar bækur og krossgátur. Heyrumst í næstu viku þegar að ég kem heim. Adios :).