laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17. júní :). Ótrúlega skemmtilegur þjóðhátíðardagur, Bjarklind systir á 35 ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með afmælið elsku Bjarklind mín.

Við erum svo komin áfram á HM!!! Lögðum Svíagrýluna að velli, þeir komast ekki á HM í fyrsta skipti í sögu mótsins. Maður var nú með í maganum nokkrum sinnum, t.d. þegar að það voru bara 3 Íslendingar á vellinum á móti 5 Svíum. Ótrúlega skemmtilegur leikur og strákarnir okkar eru langbestir :).

Heyrði í Hildi og Jósu í gær. Þær voru á sommerfesti í skólanum og hringdu þegar að uppáhaldslagið mitt heyrðist, bara til að leyfa mér að heyra það :). Fékk smá saknaðartilfinningu, langaði til að vera í Aarhus með vinunum þar, spjalla saman og djamma. Aldrei að vita nema ég skelli mér með Árna í október þegar að hann þarf að verja ritgerðina sína.