miðvikudagur, júní 14, 2006

Þá erum við komin aftur frá Mallorca. Fórum m.a. í Go Kart, vatnsrennibrautargarð, Marineland, lágum í leti, spiluðum, borðuðum og drukkum. Voða næs en ég var samt rosa ánægð að sofa aftur í mínu eigin rúmi í nótt með hæfilegan kulda í herberginu. Reyndar svaf ég nú bara ca. 2 tíma því að við lentum ekki fyrr en um þrjú og ég var ekki sofnuð fyrr en fimm. Ég var því frekar þreytt í morgun þegar að ég fór í vinnuna. Reyndar er mjög fínt að byrja vinnuvikuna á miðvikudegi, bara tveir vinnudagar eftir :).

Er nú mest bara að bíða eftir einkunninni minni en ég fæ hana líklegast ekki fyrr en í lok mánaðarins. Árni er á fullu að skrifa sína ritgerð, hlakka voða mikið til þegar að hann verður búinn og kvöldin þurfa ekki að fara í ritgerðarskrif.