Oh hvað ég er ánægð að það skuli vera að koma helgi og að ég geti sofið út næstu tvo daga. Ég er alveg að deyja úr þreytu þessa dagana, búin að fara tvisvar á flugvöllinn í vikunni. Sóttum tengdó á þriðjudagsnótt og svo sótti ég mömmu og pabba í morgun.
En annars hlakka ég bara nokkuð mikið til helgarinnar þó að ég verði ein heima báða dagana. Ég keypti mér jólaútsaum í vikunni, ætla að byrja að sauma hann. Svo bíða mín nokkrir þættir og ein mynd til að horfa á. Planið er semsagt að liggja uppi í rúmi og hvíla sig sem mest :).
Næsta helgi verður hinsvegar fjörmeiri, Helgan mín og Freyr ætla að gifta sig og skíra litla prinsinn 1. júlí. Hlakka rosalega mikið til, sérstaklega að sjá hana í kjólnum, hún verður svo sæt.
föstudagur, júní 23, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 6/23/2006 09:46:00 f.h.
|