mánudagur, júní 05, 2006

Við vinkonurnar gæsuðum Helgu á laugadaginn og það heppnaðist þvílíkt vel. Fórum með hana í magadans hjá Josy í Magadanshúsinu, klæddum hana svo upp sem Sandy úr Grease og létum hana syngja You're the one that I want í beinni á FM, hún fór í viðtal hjá köllunum á X-inu og létum hana gera sig að fífli niður í bæ. Keyrðum svo í Bláa Lónið þar sem að hún fékk nudd og enduðum svo kvöldið í heimahúsi. Frábær dagur í alla staði.

En svo er það Mallorca á morgun. Verður næs að liggja við sundlaugarbakkann undir sólhlíf með skemmtilegar bækur og krossgátur. Heyrumst í næstu viku þegar að ég kem heim. Adios :).