Við fórum og kíktum á íbúðina okkar í gær. Oh hún er svo flott, foreldrar okkar komu með og voru jafnhrifin af henni og við. Hlakka ekkert smá til að fá hana afhenta.
Ég fór svo í heimsókn til Ingibjargar og Bigga í gær til að kíkja á litla nýfædda prinsinn. Ekkert smá sætur og ótrúlega góður, sofnaði m.a.s. í fanginu á mér.
En fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, ég geri voðalega lítið þessa dagana. Árni er alla daga uppi í skóla að skrifa og ég er á fullu að sauma jólaútsauminn minn :).
miðvikudagur, júní 28, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 6/28/2006 08:14:00 f.h.
|