Það tekur á taugarnar að bíða eftir einkunninni sinni. Censureringen var í morgun kl. 10 þar sem að leiðbeinandinn minn og censorinn hittust og ræddu rigerðina og hvaða einkunn ég ætti að fá. Ég hefði reyndar líka átt að vera stödd þar en þar sem að ég er nú flutt til Íslands þá var ekkert mál að fá undanþágu.
En ég er semsagt búin að vera á iði í allan dag. Er að bíða eftir því að þetta komi inn á einkunnasíðuna mína (sem ég tel nú ekki miklar líkur á, svona alveg strax) eða þá að Mogens sendi mér hvað ég fékk. Hann var búinn að segjast ætla að gera það, vona bara að hann hafi ekki gleymt því.
föstudagur, júní 30, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 6/30/2006 02:02:00 e.h.
|